Þurfi að fylgja betur eftir reglum um byggð við sprungur Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. júlí 2024 12:13 Sprungur eru víða í Grindavík. Vísir/Arnar Jarðfræðingar við Háskóla Íslands sem stóðu að rannsókn um sigdalinn í Grindavík segja tímabært að fylgja eftir reglum um byggingar við misgengi og sprungur og segja mikilvægt að kortleggja þannig svæði á landsvísu. Sigdalurinn sem myndaðist í Grindavík í nóvember þykir einstakur á heimsmælikvarða. Í raun er ekki um einn sigdal að ræða heldur tvo sem eru aðskildir með rishrygg á fimm kílómetra breiðu aflögunarsvæði. Þetta kemur fram í fjölþjóðlegri rannsókn um ástandið við Grindavík sem var birt í virtu tímariti sem gefið er út af Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu. Aðalhöfundur greinarinnar Gregory De Pascale, dósent í jarðfræði við Háskóla Íslands, segir það tímabært að þróa skýrar reglur og lög til að takmarka hættuna sem stafar af misgengjum og sprungum. Þurfi að fylgja betur eftir reglugerðum „Það eru byggingarreglugerðir sem vísa til þess að það eigi ekki að staðsetja hús yfir sprungu. Að hús megi ekki þvera sprungu og það þarf eftilvill að fylgja betur eftir svona reglugerðum og vinna meira að því að gá að svona sprungum en það er ekki alltaf auðvelt að finna þessar sprungur,“ segir Halldór Geirsson, dósent í jarðskorpuaflögun við Háskóla Íslands. Halldór er einn þeirra sem komu að rannsókninni en hann bætir við að misgengið í Grindavík hafi verið þekkt áður en sigdalurinn myndaðist á síðasta ári. Hann segir það mikilvægt að kortleggja misgengi á landinu svo hægt sé að koma í veg fyrir að byggt sé við virkar sprungur. Lærum af öllu saman Í rannsókninni kemur fram að sigdalurinn í Grindavík gefi mikilvæga innsýn í það þegar gliðnun hefst á úthafshryggjum og er bent á að eðli málsins samkvæmt eru úthafshryggir vanalega á hafsbotni. Á Reykjanesi kemur þó einn stærsti þeirra á land, Reykjaneshryggurinn. „Það eru margir sigdalir á heimsvísu og það sem er kannski einstakt við þennan sigdal er hversu vel við sáum hvernig hann myndaðist. Þessar miklu sprunguhreyfingar verða bara í rauninni á nokkrum klukkutímum. Ég held að það sé nú bara best að við lærum af öllu saman og horfum til framtíðar hvernig við viljum þróa byggðaskipulagið hjá okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Sigdalurinn sem myndaðist í Grindavík í nóvember þykir einstakur á heimsmælikvarða. Í raun er ekki um einn sigdal að ræða heldur tvo sem eru aðskildir með rishrygg á fimm kílómetra breiðu aflögunarsvæði. Þetta kemur fram í fjölþjóðlegri rannsókn um ástandið við Grindavík sem var birt í virtu tímariti sem gefið er út af Bandaríska jarðeðlisfræðifélaginu. Aðalhöfundur greinarinnar Gregory De Pascale, dósent í jarðfræði við Háskóla Íslands, segir það tímabært að þróa skýrar reglur og lög til að takmarka hættuna sem stafar af misgengjum og sprungum. Þurfi að fylgja betur eftir reglugerðum „Það eru byggingarreglugerðir sem vísa til þess að það eigi ekki að staðsetja hús yfir sprungu. Að hús megi ekki þvera sprungu og það þarf eftilvill að fylgja betur eftir svona reglugerðum og vinna meira að því að gá að svona sprungum en það er ekki alltaf auðvelt að finna þessar sprungur,“ segir Halldór Geirsson, dósent í jarðskorpuaflögun við Háskóla Íslands. Halldór er einn þeirra sem komu að rannsókninni en hann bætir við að misgengið í Grindavík hafi verið þekkt áður en sigdalurinn myndaðist á síðasta ári. Hann segir það mikilvægt að kortleggja misgengi á landinu svo hægt sé að koma í veg fyrir að byggt sé við virkar sprungur. Lærum af öllu saman Í rannsókninni kemur fram að sigdalurinn í Grindavík gefi mikilvæga innsýn í það þegar gliðnun hefst á úthafshryggjum og er bent á að eðli málsins samkvæmt eru úthafshryggir vanalega á hafsbotni. Á Reykjanesi kemur þó einn stærsti þeirra á land, Reykjaneshryggurinn. „Það eru margir sigdalir á heimsvísu og það sem er kannski einstakt við þennan sigdal er hversu vel við sáum hvernig hann myndaðist. Þessar miklu sprunguhreyfingar verða bara í rauninni á nokkrum klukkutímum. Ég held að það sé nú bara best að við lærum af öllu saman og horfum til framtíðar hvernig við viljum þróa byggðaskipulagið hjá okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent