„Allt of stutt á milli leikja“ Hjörvar Ólafsson skrifar 31. júlí 2024 22:39 Rúnar Kristinsson hefði viljað fá lengri tíma til þess að undirbúa sig fyrir þennan leik. Vísir/Anton Brink Rúnar Kristinsson var sáttur við að lærisveinar sínir hjá Fram hefðu haldið marki sínu hreinu þegar liðið sótti Fylki heim í Árbæinn í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Annað gladdi ekki augu hans í leik liðanna í kvöld. „Niðurstaðan er líklega bara sanngjörn eftir leik þar sem gæðin voru ekkert sérstaklega mikil. Þar spilaði veðrið inn í og líka sú staðreynd að það eru tveir dagar síðan við spiluðum síðasta leik og við erum ekki búnir að fá almennilega endurheimt,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. „Eftir að hafa ekki spilað leik í tæpar þrjár vikur þá eru núna tveir dagar á milli leikja en þú vilt hafa að minnst kosti 72 klukkutíma á milli leikja til þess að ná lágmarks endurheimt. Við vorum orkulausir í þessum leik og það er bara mjög skiljanlegt,“ sagði Rúnar þar að auki. „Ég er sáttur við að við náum að halda hreinu en við söknum þess að vera ekki með Jannik og Guðmund Magnússon í þessum leik. Við vorum ekki með eiginlegan framherja inni á lungann úr leiknum og það er erfitt að skapa færi þegar það er staðan,“ sagði þjálfarinn margreyndi. Hollenski framherinn Djenairo Daniels spilaði sinn fyrsta leik í Framtreyjunni í kvöld en hann gekk til liðs við félagið í dag. Rúnar var sáttur við hans frumraun. „Daniels kom fínt inn í þetta og kom sér meðal annars í fínt færi. Hann var mikið í boltanum og leit bara vel út. Ég á ekki von á að við bætum meira við okkur í glugganum,“ sagði hann aðspurður um hvort fleiri leikmenn væru á leið í Úlfarsárdalinn. . Besta deild karla Fram Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira
„Niðurstaðan er líklega bara sanngjörn eftir leik þar sem gæðin voru ekkert sérstaklega mikil. Þar spilaði veðrið inn í og líka sú staðreynd að það eru tveir dagar síðan við spiluðum síðasta leik og við erum ekki búnir að fá almennilega endurheimt,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram. „Eftir að hafa ekki spilað leik í tæpar þrjár vikur þá eru núna tveir dagar á milli leikja en þú vilt hafa að minnst kosti 72 klukkutíma á milli leikja til þess að ná lágmarks endurheimt. Við vorum orkulausir í þessum leik og það er bara mjög skiljanlegt,“ sagði Rúnar þar að auki. „Ég er sáttur við að við náum að halda hreinu en við söknum þess að vera ekki með Jannik og Guðmund Magnússon í þessum leik. Við vorum ekki með eiginlegan framherja inni á lungann úr leiknum og það er erfitt að skapa færi þegar það er staðan,“ sagði þjálfarinn margreyndi. Hollenski framherinn Djenairo Daniels spilaði sinn fyrsta leik í Framtreyjunni í kvöld en hann gekk til liðs við félagið í dag. Rúnar var sáttur við hans frumraun. „Daniels kom fínt inn í þetta og kom sér meðal annars í fínt færi. Hann var mikið í boltanum og leit bara vel út. Ég á ekki von á að við bætum meira við okkur í glugganum,“ sagði hann aðspurður um hvort fleiri leikmenn væru á leið í Úlfarsárdalinn. .
Besta deild karla Fram Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Sjá meira