Jónas Árnason hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Önnur bílvelta varð á Reykjavíkurvegi, tæpum tveimur kílómetrum í burtu, fyrr í kvöld og segir Jónas fyrra óhappið mjög svipað því seinna. Raunar hafi sami mannskapur verið kallaður út í báðum tilfellum.
