Fýlustjórnun miklu algengari en fólk heldur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2024 11:07 Theodór Francis ræður pörum að tala saman frekar en að hætta saman. Theodór Francis Birgisson klinískur félagsráðgjafi segir ekki hægt að ætlast til þess að eiga fullkominn maka og mikilvægt að átta sig á því að maður sjálfur geti ekki verið það heldur. Fólk eigi til að rífast því allir telji að þeir hafi rétt fyrir sér, jafnvel þó það geti ekki staðist. Hann segir fólk þurfa að byrja á því að elska sig sjálft og segir fýlustjórnun mun algengari en flestir haldi. Þetta er meðal þess sem fram kom á Bítinu í Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Theodór óraunhæfar væntingar fólks til maka sinna og tilhneiginguna til þess að slaufa sambandinu og leita að einhverju betra. „Mér finnst miklu betri hugmynd að reyna bara frekar að skilja maka sinn heldur en að skilja við maka sinn,“ segir Theodór meðal annars. Ekki nógu dugleg að elska okkur sjálf Theódór segir að í flestum heilbrigðum samböndum sé áttatíu prósent samskipta jákvæð en tuttugu prósent neikvæð. Margir yfirgefi slík sambönd til að reyna að finna eitthvað betra, sem er að sögn Theodórs eiginlega alveg útilokað. Spurður hvers vegna fólk yfirgefi sambönd þar sem áttatíu prósent samskipta séu jákvæð, segir Theodór:„Það er þetta sem ég er alltaf að segja fólki, af hverju ekki bara að reyna frekar að átta sig á, af hverju líður mér ekki vel í sambandinu? Hvað er það sem veldur því?“ Hann segir um það bil alla ekki vera nógu duglegir að elska sig sjálfa. Þá meini hann ekki sjálfselsku eða eigingirni, heldur að einstaklingar beri virðingu fyrir því hverjir þeir séu og geti borið virðingu fyrir eigin tilfinningum og tjáð þær á uppbyggilegan hátt við maka sinn. Átta sig ekki á fýlustjórnuninni „Og ef mér tekst ekki að elska mig nógu mikið og ber ekki virðingu fyrir mínum eigin tilfinningum þá er ekki líklegt að ég muni kommúníkeita þeim tilfinningum mjög vel til maka míns. Og ef mér tekst ekki að segja makanum hvernig mér líður þá fer ég að sýna það í einhverri hegðun og sú hegðun getur verið afskaplega leiðinleg, jafnvel þreytandi og ömurleg.“ Theodór segir fýlustjórnun í samböndum mun algengari en fólk haldi. Hann hafi fengið til sín einstaklinga í ráðgjöf sem hafi alls ekki áttað sig á því að þeir væru að hegða sér á slíkan hátt. „Það er að segja, einstaklingur sem fýlustjórnar jafnvel bara með miklum bravör áttar sig ekkert á því. Svo kannski spyr ég í miðju viðtali: Áttarðu þig á hvað þú ert að segja og hvernig þú ert að segja það? Þá jafnvel telur einstaklingurinn sig vera alveg ofsalega flinkan í að miðla upplýsingum en gerir það á alveg svakalega manipúlerandi hátt.“ „Hvort viltu hafa rétt fyrir þér eða líða vel?“ Theodór segir mikilvægt að fólk minni sig á að enginn sé fullkominn. Sjálfur eigi hann ófullkominn maka, enda hefði hún aldrei valið hann ef hún væri fullkomin, enda hann sjálfur ekki fullkominn. „Ég þarf þá að muna, ég á ófullkomna konu sem er samt fullkomin fyrir mig, gæti ekki hugsað mér aðra konu. En hún verður aldrei fullkomin, þar af leiðandi verða aldrei allar tilfinningar mínar í hennar garð fullkomnar. Þar þurfum við svolítið að átta okkur á að við getum ekki ætlast til þess að eiga fullkominn maka ef við erum ófullkomin sjálf.“ Theodór segir líka mikilvægt að fólk velji sér baráttu í samböndum og spyrji sig að því hvort það sem bitist sé um skipti raunverulegu máli í heildarsamhenginu? Fólk gleymi því gjarnan að allir upplifi sem svo að þeir hafi rétt fyrir sér, það sé mannlegt eðli, enginn upplifi sem svo að hann hafi rangt fyrir sér. „Hvort viltu nú hafa rétt fyrir þér eða líða vel? Hversu miklu máli skiptir að vinna glímuna? Ég ætla að hafa rétt fyrir mér þó makinn minn muni grenja undan mér, þá skal ég vinna glímuna!“ segir Theodór. „Við værum aldrei að standa upp og segja: Hlustiði, nú ætla ég að hafa algjörlega rangt fyrir mér. Við erum ekki þar, okkur finnst við hafa alveg rétt fyrir okkur. Er það þá alveg öruggt að ég hafi alltaf rétt fyrir mér? Er ég svona óskeikull? Ef mér finnst það, þá er það?“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á Bítinu í Bylgjunni í morgun. Þar ræddi Theodór óraunhæfar væntingar fólks til maka sinna og tilhneiginguna til þess að slaufa sambandinu og leita að einhverju betra. „Mér finnst miklu betri hugmynd að reyna bara frekar að skilja maka sinn heldur en að skilja við maka sinn,“ segir Theodór meðal annars. Ekki nógu dugleg að elska okkur sjálf Theódór segir að í flestum heilbrigðum samböndum sé áttatíu prósent samskipta jákvæð en tuttugu prósent neikvæð. Margir yfirgefi slík sambönd til að reyna að finna eitthvað betra, sem er að sögn Theodórs eiginlega alveg útilokað. Spurður hvers vegna fólk yfirgefi sambönd þar sem áttatíu prósent samskipta séu jákvæð, segir Theodór:„Það er þetta sem ég er alltaf að segja fólki, af hverju ekki bara að reyna frekar að átta sig á, af hverju líður mér ekki vel í sambandinu? Hvað er það sem veldur því?“ Hann segir um það bil alla ekki vera nógu duglegir að elska sig sjálfa. Þá meini hann ekki sjálfselsku eða eigingirni, heldur að einstaklingar beri virðingu fyrir því hverjir þeir séu og geti borið virðingu fyrir eigin tilfinningum og tjáð þær á uppbyggilegan hátt við maka sinn. Átta sig ekki á fýlustjórnuninni „Og ef mér tekst ekki að elska mig nógu mikið og ber ekki virðingu fyrir mínum eigin tilfinningum þá er ekki líklegt að ég muni kommúníkeita þeim tilfinningum mjög vel til maka míns. Og ef mér tekst ekki að segja makanum hvernig mér líður þá fer ég að sýna það í einhverri hegðun og sú hegðun getur verið afskaplega leiðinleg, jafnvel þreytandi og ömurleg.“ Theodór segir fýlustjórnun í samböndum mun algengari en fólk haldi. Hann hafi fengið til sín einstaklinga í ráðgjöf sem hafi alls ekki áttað sig á því að þeir væru að hegða sér á slíkan hátt. „Það er að segja, einstaklingur sem fýlustjórnar jafnvel bara með miklum bravör áttar sig ekkert á því. Svo kannski spyr ég í miðju viðtali: Áttarðu þig á hvað þú ert að segja og hvernig þú ert að segja það? Þá jafnvel telur einstaklingurinn sig vera alveg ofsalega flinkan í að miðla upplýsingum en gerir það á alveg svakalega manipúlerandi hátt.“ „Hvort viltu hafa rétt fyrir þér eða líða vel?“ Theodór segir mikilvægt að fólk minni sig á að enginn sé fullkominn. Sjálfur eigi hann ófullkominn maka, enda hefði hún aldrei valið hann ef hún væri fullkomin, enda hann sjálfur ekki fullkominn. „Ég þarf þá að muna, ég á ófullkomna konu sem er samt fullkomin fyrir mig, gæti ekki hugsað mér aðra konu. En hún verður aldrei fullkomin, þar af leiðandi verða aldrei allar tilfinningar mínar í hennar garð fullkomnar. Þar þurfum við svolítið að átta okkur á að við getum ekki ætlast til þess að eiga fullkominn maka ef við erum ófullkomin sjálf.“ Theodór segir líka mikilvægt að fólk velji sér baráttu í samböndum og spyrji sig að því hvort það sem bitist sé um skipti raunverulegu máli í heildarsamhenginu? Fólk gleymi því gjarnan að allir upplifi sem svo að þeir hafi rétt fyrir sér, það sé mannlegt eðli, enginn upplifi sem svo að hann hafi rangt fyrir sér. „Hvort viltu nú hafa rétt fyrir þér eða líða vel? Hversu miklu máli skiptir að vinna glímuna? Ég ætla að hafa rétt fyrir mér þó makinn minn muni grenja undan mér, þá skal ég vinna glímuna!“ segir Theodór. „Við værum aldrei að standa upp og segja: Hlustiði, nú ætla ég að hafa algjörlega rangt fyrir mér. Við erum ekki þar, okkur finnst við hafa alveg rétt fyrir okkur. Er það þá alveg öruggt að ég hafi alltaf rétt fyrir mér? Er ég svona óskeikull? Ef mér finnst það, þá er það?“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Lífið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“