Hlý og góð tilfinning að mæta á Bessastaði Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. ágúst 2024 21:50 Halla segist vilja verða forseti sem leiðir fólk til samtals og samstarfs. Ragnar Axelsson Halla Tómasdóttir segir að tilfinningin að mæta á Bessastaði sem húsráðandi sé hlý og góð, en hún hafi auðvitað svolítil fiðrildi í maganum. Hún kveðst vilja verða forseti sem leiðir fólk saman til samtals og samstarfs, og reynir að virkja kraftinn í þjóðinni til að finna hvert við ætlum að stefna. Halla segist hafa nýtt tímann í sumar vel til að undirbúa flutningana til Bessastaða. „Já ég held nú að allt lífið sem betur fer búi mann undir öll verkefni sem maður fer í. Ég hef verið að hugsa mikið hvaða hlutverki embættið getur gegnt í samfélaginu okkar þessi misserin á þessum tíma, því hver forseti hefur haft sína nálgun,“ segir Halla. Fréttastofa Stöðvar 2 heimsótti Höllu á Bessastaði í kvöld. „Við erum að fagna 80 ára lýðveldisafmæli og spurningin er hvert viljum við fara, og hvað ætlum við að segja að 80 árum liðnum, að við höfum gert yfir þann mannsaldur, það er eitthvað sem ég vil velta fyrir mér,“ segir hún. Björn með doktorsgráðu í samsetningu Ikea-húsgagna Hún segir að fjölskylda hennar sé alltaf að flytja, og stundum sé sagt að Björn maður hennar sé kominn með meistara- eða doktorsgráðu í samsetningu Ikea-húsgagna. Þau eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Þannig við erum ekki flutt inn ennþá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ segir hún. Halla segir Björn vera kominn með doktors-eða mastersgráðu í samsetningu Ikea húsgagna.Ragnar Axelsson Ætlar að beita sér fyrir heilsu Björn Skúlason eiginmaður Höllu kveðst gríðarlega spenntur fyrir nýju hlutverki sínu sem forsetamaki. „Hlutverkið sjálft er ekki skilgreint þannig lagað, en ég er bara gríðarlega spenntur og ótrúlega stoltur yfir þessum degi og hvernig Halla stóð sig. Þessi embættistaka var bara gæsahúð fyrir mig,“ segir Björn. Hann heldur að hann þurfi svolítið að „mjaka sér inn í þetta“ nýja hlutverk. Eliza fráfarandi forsetafrú hafi boðist til þess að hjálpa honum og segja honum hvernig hennar fyrstu skref voru. „En hvað varðar áhuga minn hef ég gríðarlegan áhuga á heilsu, hreyfingu og næringu. Mig langar til þess að beita mér á þeim vettvangi, en hvernig það verður og hvenær, það verður bara að koma í ljós,“ segir hann. Unga fólkið valdeflt Halla segir að það sem hún sé hvað mest þakklát fyrir þegar hún horfir á þessar kosningar, sé kosningaþátttaka unga fólksins. Margt ungt fólk hafi unnið að framboðinu hennar, en þeim var boðið til Bessastaða í kvöld. „Við erum að fagna ungu sjálfboðaliðunum og þakka þeim hér í kvöld. Einhver hluti þeirra var viðstaddur athöfnina í kvöld, og töluverður hluti á Austurvelli með klút,“ segir hún. Margt ungt fólk lagði hönd á plóg í kosningabaráttu Höllu.Ragnar Axelsson Þegar þau hafi farið af stað í kosningaferðalagið í vor hafi verið lögð áhersla á það að hitta ungt fólk. Það hafi tekist að valdefla þau og gefa þeim frelsi til að hafa áhrif, og þau hafi verið með eigin kosningaskrifstofu. „Mér þykir ekki vænt um neitt meira en það nema kannski eiginmanninn og börnin,“ segir hún. Ísland sé leiðandi í jafnrétti og jarðvarma Halla segir að hennar áherslur verði áfram þær sömu og hún hafi alltaf talað um. „Ég trúi því að við leiðum í jafnrétti og jarðvarma og að við getum verið friðsæl þjóð, og ég vona að við getum sýnt umheiminum að á Íslandi er lýðræðið og samfélagsumræðan heilbrigð, traustið er að byggjast upp. Að við getum kannski verið öðrum fyrirmynd, því að í núverandi heimi eru bara rosalega mikil átök um allt, og kannski getum við sýnt fram á aðra leið til þess að takast á við okkar ágreining,“ segir Halla Tómasdóttir. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Halla segist hafa nýtt tímann í sumar vel til að undirbúa flutningana til Bessastaða. „Já ég held nú að allt lífið sem betur fer búi mann undir öll verkefni sem maður fer í. Ég hef verið að hugsa mikið hvaða hlutverki embættið getur gegnt í samfélaginu okkar þessi misserin á þessum tíma, því hver forseti hefur haft sína nálgun,“ segir Halla. Fréttastofa Stöðvar 2 heimsótti Höllu á Bessastaði í kvöld. „Við erum að fagna 80 ára lýðveldisafmæli og spurningin er hvert viljum við fara, og hvað ætlum við að segja að 80 árum liðnum, að við höfum gert yfir þann mannsaldur, það er eitthvað sem ég vil velta fyrir mér,“ segir hún. Björn með doktorsgráðu í samsetningu Ikea-húsgagna Hún segir að fjölskylda hennar sé alltaf að flytja, og stundum sé sagt að Björn maður hennar sé kominn með meistara- eða doktorsgráðu í samsetningu Ikea-húsgagna. Þau eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Þannig við erum ekki flutt inn ennþá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ segir hún. Halla segir Björn vera kominn með doktors-eða mastersgráðu í samsetningu Ikea húsgagna.Ragnar Axelsson Ætlar að beita sér fyrir heilsu Björn Skúlason eiginmaður Höllu kveðst gríðarlega spenntur fyrir nýju hlutverki sínu sem forsetamaki. „Hlutverkið sjálft er ekki skilgreint þannig lagað, en ég er bara gríðarlega spenntur og ótrúlega stoltur yfir þessum degi og hvernig Halla stóð sig. Þessi embættistaka var bara gæsahúð fyrir mig,“ segir Björn. Hann heldur að hann þurfi svolítið að „mjaka sér inn í þetta“ nýja hlutverk. Eliza fráfarandi forsetafrú hafi boðist til þess að hjálpa honum og segja honum hvernig hennar fyrstu skref voru. „En hvað varðar áhuga minn hef ég gríðarlegan áhuga á heilsu, hreyfingu og næringu. Mig langar til þess að beita mér á þeim vettvangi, en hvernig það verður og hvenær, það verður bara að koma í ljós,“ segir hann. Unga fólkið valdeflt Halla segir að það sem hún sé hvað mest þakklát fyrir þegar hún horfir á þessar kosningar, sé kosningaþátttaka unga fólksins. Margt ungt fólk hafi unnið að framboðinu hennar, en þeim var boðið til Bessastaða í kvöld. „Við erum að fagna ungu sjálfboðaliðunum og þakka þeim hér í kvöld. Einhver hluti þeirra var viðstaddur athöfnina í kvöld, og töluverður hluti á Austurvelli með klút,“ segir hún. Margt ungt fólk lagði hönd á plóg í kosningabaráttu Höllu.Ragnar Axelsson Þegar þau hafi farið af stað í kosningaferðalagið í vor hafi verið lögð áhersla á það að hitta ungt fólk. Það hafi tekist að valdefla þau og gefa þeim frelsi til að hafa áhrif, og þau hafi verið með eigin kosningaskrifstofu. „Mér þykir ekki vænt um neitt meira en það nema kannski eiginmanninn og börnin,“ segir hún. Ísland sé leiðandi í jafnrétti og jarðvarma Halla segir að hennar áherslur verði áfram þær sömu og hún hafi alltaf talað um. „Ég trúi því að við leiðum í jafnrétti og jarðvarma og að við getum verið friðsæl þjóð, og ég vona að við getum sýnt umheiminum að á Íslandi er lýðræðið og samfélagsumræðan heilbrigð, traustið er að byggjast upp. Að við getum kannski verið öðrum fyrirmynd, því að í núverandi heimi eru bara rosalega mikil átök um allt, og kannski getum við sýnt fram á aðra leið til þess að takast á við okkar ágreining,“ segir Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira