Þjóðhátíð í Eyjum fagnar 150 ára afmæli Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 07:31 Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyinga síðan árið 1874. Þessi árlega hátíð, sem á rætur sínar að rekja til 1000 ára afmæli Íslands, er nú einn af helstu menningarviðburðum landsins og þúsundir Íslendingar sækja ár hvert. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið haldin í ágústmánuði síðan árið 1916, að undanskildu 2020 og 2021 vegna heimsfaraldursins. Í bók Brynleifs Tobíassonar, Þjóðhátíð 1874, má finna fallega lýsingu á hátíðarhöldunum. Fram kemur að Þjóðhátíð eyjaskeggia væri haldin í Herjólfsdal, þar sem Herjólfur, fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja, reisti sér bæ. Dalurinn, sem er á þrjá vegu luktur hamrafjöllum, 600-700 feta háum, er eins og náttúrulegt leiksvið fyrir hátíðina. Höfundur segir m.a.: ,,Hinn 2. ágúst 1874 voru saman komin í dalnum um 400 manns. Tjöld voru reist þar yfir vistum, fólk kom til að snæða og drekka kaffi, sumir tóku að dansa, en aðrir hófu söng, og sátu menn þar við góða skemmtun fram undir miðnætti. Veður var bjart og logn í dalnum, og fór hátíðin fram með góðri gleði og bestu reglu.” Frá þessum fyrstu hátíðarhöldum hefur Þjóðhátíð í Eyjum vaxið og dafnað og stendur hátíðin í þrjá daga og inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af tónleikum, leiksýningum, íþróttaviðburðum og fjölskylduskemmtun. Brekkusöngurinn er einn af hápunktum hátíðarinnar en þá safnast Eyjamenn og gestir saman í söng og kveikja í bálkesti sem lýsir upp dalinn. Þjóðhátíðarlag er samið fyrir hverja hátíð og telja margir að það sé einn af lykilþáttunum í að skapa þjóðhátíðarstemmninguna. Hefðin skapaðist árið 1933 en þá orti Árni Guðmundsson úr Eyjum kvæðið Setjumst hér að sumbli og Oddgeir Kristjánsson samdi lag við textann. Oddgeir hélt svo áfram að semja þjóðhátíðarlögin nánast óslitið þar til að hann féll frá árið 1966 en þeir Árni í Eyjum, Ási í Bæ og Loftur Guðmundsson skiptust á að semja textana. Frá árinu 1969 hafa tæplega 50 manns komið að lagasmíðum og textaskrifum þjóðhátíðarlaganna. Þjóðhátíðarlagið fyrir árið 2024 heitir Töfrar og er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og Klöru Elíasdóttur, sungið af tónlistarkonunni Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Íþróttafélögin í Vestmannaeyjum hafa haft veg og vanda af hátíðinni. Árið 1916 fór fram fyrsta Þórsþjóðhátíðin og seinna meir fóru Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélagið Týr að halda hátíðina til skiptis. Týr á oddatölu og Þór á sléttri tölu. Eins og gefur að skilja, þá lögðu félögin mikinn metnað í að gera Þjóðhátíðina sem veglegasta og mikil samkeppni á milli þeirra. Í árslok 1996 voru Þór og Týr sameinuð í ÍBV og frá árinu 1997 hefur ÍBV staðið fyrir Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Þúsundir sjálfboðaliða bera þjóðhátíðina uppi og eiga þeir allir miklar þakkir skildar. Þjóðhátíð í Eyjum er því ekki aðeins hátíð fyrir Eyjamenn, heldur fyrir allt Ísland. Hún er tákn um samstöðu og gleði, og minnir okkur á mikilvægi þess að halda í hefðirnar okkar og njóta þeirra saman. Með hverju ári styrkist þessi einstaka hátíð og heldur áfram að vera ljósið í menningarlífi Vestmannaeyja. Eins og fram kemur í Þjóðhátíðarlagi ársins: ,, Það eru töfrar inni í Herjólfsdal, ég skil hjartað alltaf eftir þar”. Þá efast ég ekki um að margir munu upplifa mikla töfra í Vestmannaeyjum núna um helgina. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Dögg Alfreðsdóttir Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þjóðhátíð í Eyjum hefur verið fastur liður í menningarlífi Vestmannaeyinga síðan árið 1874. Þessi árlega hátíð, sem á rætur sínar að rekja til 1000 ára afmæli Íslands, er nú einn af helstu menningarviðburðum landsins og þúsundir Íslendingar sækja ár hvert. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið haldin í ágústmánuði síðan árið 1916, að undanskildu 2020 og 2021 vegna heimsfaraldursins. Í bók Brynleifs Tobíassonar, Þjóðhátíð 1874, má finna fallega lýsingu á hátíðarhöldunum. Fram kemur að Þjóðhátíð eyjaskeggia væri haldin í Herjólfsdal, þar sem Herjólfur, fyrsti landnámsmaður Vestmannaeyja, reisti sér bæ. Dalurinn, sem er á þrjá vegu luktur hamrafjöllum, 600-700 feta háum, er eins og náttúrulegt leiksvið fyrir hátíðina. Höfundur segir m.a.: ,,Hinn 2. ágúst 1874 voru saman komin í dalnum um 400 manns. Tjöld voru reist þar yfir vistum, fólk kom til að snæða og drekka kaffi, sumir tóku að dansa, en aðrir hófu söng, og sátu menn þar við góða skemmtun fram undir miðnætti. Veður var bjart og logn í dalnum, og fór hátíðin fram með góðri gleði og bestu reglu.” Frá þessum fyrstu hátíðarhöldum hefur Þjóðhátíð í Eyjum vaxið og dafnað og stendur hátíðin í þrjá daga og inniheldur fjölbreytta dagskrá sem samanstendur af tónleikum, leiksýningum, íþróttaviðburðum og fjölskylduskemmtun. Brekkusöngurinn er einn af hápunktum hátíðarinnar en þá safnast Eyjamenn og gestir saman í söng og kveikja í bálkesti sem lýsir upp dalinn. Þjóðhátíðarlag er samið fyrir hverja hátíð og telja margir að það sé einn af lykilþáttunum í að skapa þjóðhátíðarstemmninguna. Hefðin skapaðist árið 1933 en þá orti Árni Guðmundsson úr Eyjum kvæðið Setjumst hér að sumbli og Oddgeir Kristjánsson samdi lag við textann. Oddgeir hélt svo áfram að semja þjóðhátíðarlögin nánast óslitið þar til að hann féll frá árið 1966 en þeir Árni í Eyjum, Ási í Bæ og Loftur Guðmundsson skiptust á að semja textana. Frá árinu 1969 hafa tæplega 50 manns komið að lagasmíðum og textaskrifum þjóðhátíðarlaganna. Þjóðhátíðarlagið fyrir árið 2024 heitir Töfrar og er samið af Halldóri Gunnari Pálssyni og Klöru Elíasdóttur, sungið af tónlistarkonunni Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur. Íþróttafélögin í Vestmannaeyjum hafa haft veg og vanda af hátíðinni. Árið 1916 fór fram fyrsta Þórsþjóðhátíðin og seinna meir fóru Íþróttafélagið Þór og Knattspyrnufélagið Týr að halda hátíðina til skiptis. Týr á oddatölu og Þór á sléttri tölu. Eins og gefur að skilja, þá lögðu félögin mikinn metnað í að gera Þjóðhátíðina sem veglegasta og mikil samkeppni á milli þeirra. Í árslok 1996 voru Þór og Týr sameinuð í ÍBV og frá árinu 1997 hefur ÍBV staðið fyrir Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Þúsundir sjálfboðaliða bera þjóðhátíðina uppi og eiga þeir allir miklar þakkir skildar. Þjóðhátíð í Eyjum er því ekki aðeins hátíð fyrir Eyjamenn, heldur fyrir allt Ísland. Hún er tákn um samstöðu og gleði, og minnir okkur á mikilvægi þess að halda í hefðirnar okkar og njóta þeirra saman. Með hverju ári styrkist þessi einstaka hátíð og heldur áfram að vera ljósið í menningarlífi Vestmannaeyja. Eins og fram kemur í Þjóðhátíðarlagi ársins: ,, Það eru töfrar inni í Herjólfsdal, ég skil hjartað alltaf eftir þar”. Þá efast ég ekki um að margir munu upplifa mikla töfra í Vestmannaeyjum núna um helgina. Höfundur er menningar- og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun