Svar Klopp skýrt: Yrðu mesti álitshnekkir fótboltasögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 07:31 Jürgen Klopp verður ekki næsti þjálfari enska landsliðsins. EPA-EFE/ANDY RAIN Jürgen Klopp, fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool, er ekki tilbúin að segja hann sé hættur afskiptum af fótbolta. Hann lokaði engu að síður á möguleikann á því að taka við enska fótboltalandsliðinu. Fabrizio Romano fór yfir viðtal við Klopp um framtíðarplön sín. Enska landsliðið er enn að leita sér að landsliðsþjálfara og hefur Klopp verið orðaður við starfið. Hann var spurður beint út í það í vikunni þegar hann mætti á þjálfararáðstefnu í Wurzburg í Þýskalandi. „Í dag er ekkert í gangi hjá mér varðandi nýtt starf. Ekkert félag og ekkert landslið. Við skulum sjá til hvernig þetta lítur allt út eftir nokkra mánuði,“ sagði Jürgen Klopp. Hann hætti með Liverpool í vor eftir átta og hálft ár á Anfield. „Eins og staðan er í dag þá er ég hættur sem þjálfari. Þetta var ekki skyndiákvörðun heldur tekin af vel íhuguðu máli. Ég hef líka þjálfað besta félagið í heimi. Kannski getum við rætt stöðuna aftur eftir nokkra mánuði,“ sagði Klopp. Klopp lokar á það að stýra liði á árinu 2024 en það gæti eitthvað gerst á árinu 2025. Þegar kemur að því að taka við enska landsliðinu þá er svarið skýrt og skorinort. „Enska landsliðið? Það yrði mesti álitshnekkir fótboltasögunnar ef ég myndi gera undantekningu fyrir ykkur,“ sagði Klopp. Gareth Southgate hætti með enska liðið eftir Evrópumótið þar sem liðið fór alla leið í úrslitaleikinn. Enska liðið er enn ungt og mikið af hæfileikum fyrir góðan þjálfara að nýta til afreka á næstu árum. Draumurinn um að Klopp taki við verður þó ekki að veruleika. Þýski stjórinn þurfti sína hvíld en hann er bara 57 ára gamall og ekki tilbúinn að „fara á eftirlaun“ alveg strax. „Ég vil vinna áfram í fótboltanum og hjálpa fólki með reynslu minni og samböndum. Sjáum bara til hvað gerist,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Fabrizio Romano fór yfir viðtal við Klopp um framtíðarplön sín. Enska landsliðið er enn að leita sér að landsliðsþjálfara og hefur Klopp verið orðaður við starfið. Hann var spurður beint út í það í vikunni þegar hann mætti á þjálfararáðstefnu í Wurzburg í Þýskalandi. „Í dag er ekkert í gangi hjá mér varðandi nýtt starf. Ekkert félag og ekkert landslið. Við skulum sjá til hvernig þetta lítur allt út eftir nokkra mánuði,“ sagði Jürgen Klopp. Hann hætti með Liverpool í vor eftir átta og hálft ár á Anfield. „Eins og staðan er í dag þá er ég hættur sem þjálfari. Þetta var ekki skyndiákvörðun heldur tekin af vel íhuguðu máli. Ég hef líka þjálfað besta félagið í heimi. Kannski getum við rætt stöðuna aftur eftir nokkra mánuði,“ sagði Klopp. Klopp lokar á það að stýra liði á árinu 2024 en það gæti eitthvað gerst á árinu 2025. Þegar kemur að því að taka við enska landsliðinu þá er svarið skýrt og skorinort. „Enska landsliðið? Það yrði mesti álitshnekkir fótboltasögunnar ef ég myndi gera undantekningu fyrir ykkur,“ sagði Klopp. Gareth Southgate hætti með enska liðið eftir Evrópumótið þar sem liðið fór alla leið í úrslitaleikinn. Enska liðið er enn ungt og mikið af hæfileikum fyrir góðan þjálfara að nýta til afreka á næstu árum. Draumurinn um að Klopp taki við verður þó ekki að veruleika. Þýski stjórinn þurfti sína hvíld en hann er bara 57 ára gamall og ekki tilbúinn að „fara á eftirlaun“ alveg strax. „Ég vil vinna áfram í fótboltanum og hjálpa fólki með reynslu minni og samböndum. Sjáum bara til hvað gerist,“ sagði Klopp. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom)
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira