Fyrsti Ólympíumeistarinn í meira en hálfa öld sem ekki er táningur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 10:02 Simone Biles fagnar gullverðlaunum sínum í gær með bandaríska fánanum. Getty/Pascal Le Segretain Sannfærandi sigur bandarísku fimleikakonunnar Simone Biles í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum í París er sögulegur á svo margan hátt. Hún er orðinn sigursælasta fimleikakona Bandaríkjanna á Ólympíuleikum og er aðeins sú þriðja í sögunni til að vinna fjölþraut Ólympíuleikanna tvisvar. Biles vann keppnina með talsverðum yfirburðum og gulltryggði stöðu sína sem besta fimleikakona sögunnar. Vann fyrst fyrir átta árum Hún braut líka múrinn yfir það að vera of gömul til að vinna Ólympíugull í fjölþrautinni. Biles vann fyrri Ólympíugullið sitt í Ríó fyrir átta árum en þá var hún enn bara nítján ára gömul. Frá Ólympíuleikunum í 1976 höfðu allir Ólympíumeistarar í fjölþraut kvenna verið táningar, það er nítján ára eða yngri. Nadia Comaneci var aðeins fjórtán ára þegar hún vann 1976. Sunisa Lee var átján ára þegar hún vann fjölþrautina á síðustu leikum í Tókýó. Biles er hins vegar orðin 27 ára gömul sem gerir afrek hennar enn merkilegra í greininni sem hefur hingað til verið þeirra ungu. Meira en hálf öld liðin Það þarf að fara miklu meira en hálfa öld aftur í tímann til að finna eldri Ólympíumeistara í fjölþraut Taflan hér fyrir neðan er ekki alveg rétt því Rússinn Ludmilla Tourischeva var enn nítján ára þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í München 1972. Hún varð ekki tvítug fyrr en í október það sama ár. Við þurfum því að fara 56 ár aftur í tímann til að finna Ólympíumeistara sem var komin yfir títugt. Hin tékkneska Vera Cáslavska var 26 ára gömul þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Listinn yfir aldurinn á Ólympíumeisturum í fjölþraut kvenna frá 1976 má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Hún er orðinn sigursælasta fimleikakona Bandaríkjanna á Ólympíuleikum og er aðeins sú þriðja í sögunni til að vinna fjölþraut Ólympíuleikanna tvisvar. Biles vann keppnina með talsverðum yfirburðum og gulltryggði stöðu sína sem besta fimleikakona sögunnar. Vann fyrst fyrir átta árum Hún braut líka múrinn yfir það að vera of gömul til að vinna Ólympíugull í fjölþrautinni. Biles vann fyrri Ólympíugullið sitt í Ríó fyrir átta árum en þá var hún enn bara nítján ára gömul. Frá Ólympíuleikunum í 1976 höfðu allir Ólympíumeistarar í fjölþraut kvenna verið táningar, það er nítján ára eða yngri. Nadia Comaneci var aðeins fjórtán ára þegar hún vann 1976. Sunisa Lee var átján ára þegar hún vann fjölþrautina á síðustu leikum í Tókýó. Biles er hins vegar orðin 27 ára gömul sem gerir afrek hennar enn merkilegra í greininni sem hefur hingað til verið þeirra ungu. Meira en hálf öld liðin Það þarf að fara miklu meira en hálfa öld aftur í tímann til að finna eldri Ólympíumeistara í fjölþraut Taflan hér fyrir neðan er ekki alveg rétt því Rússinn Ludmilla Tourischeva var enn nítján ára þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í München 1972. Hún varð ekki tvítug fyrr en í október það sama ár. Við þurfum því að fara 56 ár aftur í tímann til að finna Ólympíumeistara sem var komin yfir títugt. Hin tékkneska Vera Cáslavska var 26 ára gömul þegar hún vann gullið á Ólympíuleikunum í Mexíkó 1968. Listinn yfir aldurinn á Ólympíumeisturum í fjölþraut kvenna frá 1976 má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira