Innlent

Aukin skjálfta­virkni, ó­við­unandi fylgi og ó­veður í Eyjum

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á slaginu 12:00. Vísir

Skjálftavirkni á Reykjanesi fer hægt vaxandi og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands býst við gosi hvað úr hverju. Helstu áhyggjur lúta að því að sprungan komi til með að skera varnargarða við Grindavík. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup og samanlagt fylgi stjórnarflokkanna er á við fylgi Samfylkingar. Formaður Sjálfstæðisflokks segir stöðu flokksins, sem hefur aldrei mælst lægri, óviðunandi. Formaður Vinstri Grænna, sem mælist enn utan þings, hefur áhyggjur í upphafi kosningaveturs.

Tjöld gætu fokið í Herjólfsdal á morgun miðað við veðurspá þar sem gul viðvörun vegna hvassviðris hefur verið gefin út. Veðrið ætti þó ekki að hafa áhrif á ferðir Herjólfs. Við förum yfir veðrið og heyrum einnig í Höllu Tómasdóttur, nýjum forseta, sem bauð ungu fólki á Bessastaði í gær.

Ágúst Orri fer síðan yfir það helsta úr heimi íþróttanna og meðal annars gengi skyttunnar Hákons Þórs Svavarssonar á Ólympíuleikunum í París.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 2. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×