Svarar ekki símtölum sonarins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 16:36 Samband Harry við Vilhjálm og Karl hefur verið stirt undanfarin ár. EPA-EFE/FACUNDO ARRIZABALAGA Karl Bretakonungur svarar ekki símtölum yngri sonar síns Harry Bretaprinsar. Feðgarnir hafa lítið sem ekkert talað saman undanfarið og ekki sést síðan í febrúar síðastliðnum þegar Karl tilkynnti heimsbyggðinni að hann væri með krabbamein. Þetta er fullyrt í breska götublaðinu The Sun. Þar er haft eftir ónefndum heimildarmanni sem fullyrt er að sé vinur Harry að ekkert gangi hjá prinsinum að bæta samband sitt við föður sinn. Líkt og flestir vita hefur Harry undanfarin ár búið í Kaliforníu ásamt eiginkonu sinni Meghan Markle og börnum þeirra tveimur. „Símtölum hans er ekki svarað, hann hefur reynt að ná í konunginn og ræða heilsu hans, en þeim símtölum er líka ósvarað,“ hefur götublaðið eftir ónefndum heimildarmanninum. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að Harry og Meghan stefni á að fara í heimsókn til Kólumbíu síðar á árinu. Þar segir að Harry óttist hinsvegar öryggi sitt. Hann stendur enn í málaferlum gegn breskum yfirvöldum eftir að hafa verið sviptur sérstakri vernd sem konungsfjölskyldunni er veitt. Harry hefur farið fram á að fá öryggisverði aftur sem greiddir eru af breska ríkinu, án árangurs. Á milli steins og sleggju Fullyrt er í umfjöllun breska götublaðsins að Meghan Markle myndi helst af öllu vilja að Harry léti af málaferlum sínum vegna málsins. Það komi hinsvegar ekki til greina af hálfu prinsins þar sem það varði öryggi fjölskyldunnar. Þá segir í umfjöllun blaðsins að málaferlin séu það helsta sem hafi komið í veg fyrir að prinsinn og konungurinn nái sáttum. „Harry óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar og hann telur að sá eini sem geti gert eitthvað í málunum sé faðir hans. Hann er staðráðinn í því að verja fjölskyldu sína,“ hefur blaðið eftir vini prinsins. Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Þetta er fullyrt í breska götublaðinu The Sun. Þar er haft eftir ónefndum heimildarmanni sem fullyrt er að sé vinur Harry að ekkert gangi hjá prinsinum að bæta samband sitt við föður sinn. Líkt og flestir vita hefur Harry undanfarin ár búið í Kaliforníu ásamt eiginkonu sinni Meghan Markle og börnum þeirra tveimur. „Símtölum hans er ekki svarað, hann hefur reynt að ná í konunginn og ræða heilsu hans, en þeim símtölum er líka ósvarað,“ hefur götublaðið eftir ónefndum heimildarmanninum. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að Harry og Meghan stefni á að fara í heimsókn til Kólumbíu síðar á árinu. Þar segir að Harry óttist hinsvegar öryggi sitt. Hann stendur enn í málaferlum gegn breskum yfirvöldum eftir að hafa verið sviptur sérstakri vernd sem konungsfjölskyldunni er veitt. Harry hefur farið fram á að fá öryggisverði aftur sem greiddir eru af breska ríkinu, án árangurs. Á milli steins og sleggju Fullyrt er í umfjöllun breska götublaðsins að Meghan Markle myndi helst af öllu vilja að Harry léti af málaferlum sínum vegna málsins. Það komi hinsvegar ekki til greina af hálfu prinsins þar sem það varði öryggi fjölskyldunnar. Þá segir í umfjöllun blaðsins að málaferlin séu það helsta sem hafi komið í veg fyrir að prinsinn og konungurinn nái sáttum. „Harry óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar og hann telur að sá eini sem geti gert eitthvað í málunum sé faðir hans. Hann er staðráðinn í því að verja fjölskyldu sína,“ hefur blaðið eftir vini prinsins.
Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira