Vara við væntanlegum fjölda netsvika um helgina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. ágúst 2024 17:40 Lögreglan hvetur fólk til að hafa varann á gagnvart netsvikum um komandi helgi, en fjölmörg slík mál hafa komið á hennar borð undanfarið. vísir/Arnar Fjölmörg netbrotamál hafa verið kærð til lögreglu undanfarið, og lögreglan hefur hvatt fólk sérstaklega til að hafa varann á um komandi helgi. Brotin séu algengari um helgar en á virkum dögum. Lögreglan segir enga skömm í því að lenda í netsvikum, og hvetur fólk til að veigra sér ekki við að tilkynna brotin. „Um er að ræða mál þar sem brotamenn hafa tekið yfir Facebook Messenger aðganga fólks og sent grunlausum vinum þeirra upplýsingar um leik þar sem hægt sé að vinna pening. Fólk er beðið um að gefa upp símanúmer sitt og samþykkja svo innskráningu með rafrænum skilríkjum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þannig komist brotamenn inn á einkabanka fólks og framkvæmi þaðan millifærslur. Fólk veigri sér að tilkynna brotin Þá segir lögreglan að við rannsókn málanna hafi hún orðið vör við að fólk veigri sér að tilkynna brotin, lendi fólk í þessu. „Á bak við brotin eru skipulagðir brotahópar og engin skömm felst í að verða fyrir brotum sem þessum - ekki frekar en öðrum brotum,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Hún hvetur fólk til að hafa strax samband við sinn viðskiptabanka, hafi það grun um að það hafi orðið fyrir netbroti. Þetta eigi við ef fólk sér millifærslu á netbanka sínum til aðila sem það þekkir ekki, og ef það móttekur inn á sinn reikning millifærslu sem það ekki kannast við. Tækni Tengdar fréttir Svíkja milljónir af grandalausum Íslendingum í nafni Auðkennis Nokkur fjöldi Íslendinga situr eftir með sárt ennið eftir að hafa orðið fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum síðustu helgi. Svindlarar þóttust vera á vegum Auðkennis, nýttu sér hakkaða Facebook-reikninga Íslendinga og komust með klækjum inn í heimabanka fólksins. Sérfræðingur segir Auðkenni fórnarlamb en geti þó teygt sig lengra varðandi öryggi. 20. júní 2024 18:43 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
„Um er að ræða mál þar sem brotamenn hafa tekið yfir Facebook Messenger aðganga fólks og sent grunlausum vinum þeirra upplýsingar um leik þar sem hægt sé að vinna pening. Fólk er beðið um að gefa upp símanúmer sitt og samþykkja svo innskráningu með rafrænum skilríkjum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar. Þannig komist brotamenn inn á einkabanka fólks og framkvæmi þaðan millifærslur. Fólk veigri sér að tilkynna brotin Þá segir lögreglan að við rannsókn málanna hafi hún orðið vör við að fólk veigri sér að tilkynna brotin, lendi fólk í þessu. „Á bak við brotin eru skipulagðir brotahópar og engin skömm felst í að verða fyrir brotum sem þessum - ekki frekar en öðrum brotum,“ segir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu. Hún hvetur fólk til að hafa strax samband við sinn viðskiptabanka, hafi það grun um að það hafi orðið fyrir netbroti. Þetta eigi við ef fólk sér millifærslu á netbanka sínum til aðila sem það þekkir ekki, og ef það móttekur inn á sinn reikning millifærslu sem það ekki kannast við.
Tækni Tengdar fréttir Svíkja milljónir af grandalausum Íslendingum í nafni Auðkennis Nokkur fjöldi Íslendinga situr eftir með sárt ennið eftir að hafa orðið fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum síðustu helgi. Svindlarar þóttust vera á vegum Auðkennis, nýttu sér hakkaða Facebook-reikninga Íslendinga og komust með klækjum inn í heimabanka fólksins. Sérfræðingur segir Auðkenni fórnarlamb en geti þó teygt sig lengra varðandi öryggi. 20. júní 2024 18:43 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Svíkja milljónir af grandalausum Íslendingum í nafni Auðkennis Nokkur fjöldi Íslendinga situr eftir með sárt ennið eftir að hafa orðið fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum síðustu helgi. Svindlarar þóttust vera á vegum Auðkennis, nýttu sér hakkaða Facebook-reikninga Íslendinga og komust með klækjum inn í heimabanka fólksins. Sérfræðingur segir Auðkenni fórnarlamb en geti þó teygt sig lengra varðandi öryggi. 20. júní 2024 18:43