Næsti andstæðingur Khelifs segir ekki sanngjarnt að hún keppi í kvennaflokki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2024 09:01 Anna Luca Hamori er ekki sátt við að þurfa að berjast við Imane Khelif. getty/Richard Pelham Anna Luca Hámori, næsti andstæðingur Imanes Khelif í hnefaleikakeppni Ólympíuleikanna í París, segir ekki sanngjarnt að hún fái að keppa í kvennaflokki. Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna til þessa. Andstæðingur hennar í síðustu umferð, Angela Carini, bað um að bardagi þeirra yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur þar sem hún sagðist hreinlega óttast um heilsu sína. Carini sagðist aldrei hafa fengið jafn þung högg og frá Khelif. Þátttaka Khelifs í kvennaflokki þykir umdeild eftir að hún fékk ekki að keppa á HM í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. Alþjóðaólympíusambandið (IOC) hefur þó gagnrýnt útilokun Khelifs og Lin Yu-ting frá Taívan frá HM harðlega og segir ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) tilviljanakennda og hún samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Eftir bardagann stutta gegn Carini er Khelif komin í átta manna úrslit þar sem hún mætir Hámori. Eftir að ljóst var að Hámori og Khelif myndu mætast tjáði hin fyrrnefnda sig aðeins við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaganum gegn Khelif yrði hætt. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Í færslu sem Hámori birti á samfélagsmiðlum í gær var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn hjá þeirri ungversku. „Að mínu mati er ekki sanngjarnt að þessi keppandi taki þátt í kvennaflokki,“ skrifaði Hámori. „En ég get ekki velt mér upp úr því núna. Ég get ekki breytt þessu. Svona er lífið. Ég get samt lofað ykkur einu; að ég geri mitt besta til að vinna og mun berjast allt til loka.“ Hámori hefur þegar sigrað Grainne Walsh og Marissu Williamson á Ólympíuleikunum. Bardagi þeirra Khelifs fer fram í dag og búast er við því að hann hefjist um klukkan hálf fjögur. Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15 Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
Khelif er einn umtalaðasti íþróttamaður Ólympíuleikanna til þessa. Andstæðingur hennar í síðustu umferð, Angela Carini, bað um að bardagi þeirra yrði stöðvaður eftir aðeins 46 sekúndur þar sem hún sagðist hreinlega óttast um heilsu sína. Carini sagðist aldrei hafa fengið jafn þung högg og frá Khelif. Þátttaka Khelifs í kvennaflokki þykir umdeild eftir að hún fékk ekki að keppa á HM í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf. Alþjóðaólympíusambandið (IOC) hefur þó gagnrýnt útilokun Khelifs og Lin Yu-ting frá Taívan frá HM harðlega og segir ákvörðun Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) tilviljanakennda og hún samræmist ekki góðum stjórnunarháttum. Eftir bardagann stutta gegn Carini er Khelif komin í átta manna úrslit þar sem hún mætir Hámori. Eftir að ljóst var að Hámori og Khelif myndu mætast tjáði hin fyrrnefnda sig aðeins við BBC. „Það er ekki til í mínu hugarfari að gefast upp. Það skiptir ekki máli hvað gerist. Þetta var hennar ákvörðun,“ sagði Hámori og vísaði til beiðni Carinis um að bardaganum gegn Khelif yrði hætt. „Ég lofa því að berjast allt til enda. Við sjáum hvað gerist. Ég veit ekki hver sannleikurinn er. Mér er sama. Ég vil bara vinna.“ Í færslu sem Hámori birti á samfélagsmiðlum í gær var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn hjá þeirri ungversku. „Að mínu mati er ekki sanngjarnt að þessi keppandi taki þátt í kvennaflokki,“ skrifaði Hámori. „En ég get ekki velt mér upp úr því núna. Ég get ekki breytt þessu. Svona er lífið. Ég get samt lofað ykkur einu; að ég geri mitt besta til að vinna og mun berjast allt til loka.“ Hámori hefur þegar sigrað Grainne Walsh og Marissu Williamson á Ólympíuleikunum. Bardagi þeirra Khelifs fer fram í dag og búast er við því að hann hefjist um klukkan hálf fjögur.
Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15 Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Sjá meira
Hin sem féll á kynjaprófinu á HM vann einnig Hin taívanska Lin Yu-ting, sem var vísað úr keppni á HM í hnefaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf, vann fyrsta bardaga sinn á Ólympíuleikunum í París. 2. ágúst 2024 18:15
Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46