Rappari borgaði sjálfur undir heilt Ólympíulið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 11:31 Rapparinn Flavor Flav var mættur í fullum herklæðum til Parísar. Getty/Mike Lawrie Ameríski rapparinn Flavor Flav hefur fengið mikið hrós fyrir framtak sitt í tengslum við Ólympíuleikanna í París. Þessi 65 ára gamli rappari, sem heitir fullu nafni William Jonathan Drayton Jr., ákvað að bjóða fram aðstoð sína þegar Ólympíumeistaralið Bandaríkjanna í sundknattleik var í vandræðum. Maggie Steffens, fyrirliði kvennaliðs Bandaríkjanna, bað um fjárhagshjálp á samfélagsmiðlum. Það þótti samt mörgum skrýtið að meistarar síðustu þriggja Ólympíuleika væru í peningavandræðum. Hún sagði að leikmenn þyrftu jafnvel að redda sér annarri og þriðju vinnu til að eiga fyrir kostnaðinum. Peningaskortur væri að ógna framtíð liðsins. Þessi beiðni Steffens, sem hefur unnið þrenn gullverðlaun með bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum, hreyfði heldur betur við rapparanum. View this post on Instagram A post shared by The Female Quotient® (@femalequotient) „Ég á dóttur og er stuðningsmaður allra kvennaíþrótta. Þess vegna ætla ég persónulega að styrkja ykkur. Hvað sem þið þurfið? Ég ætla að vera fjárhagslegur bakhjarl alls liðsins,“ skrifaði Flavor Flav. Flavor Flav stóð við stóru orðin og skrifaði undir fimm ára styrktarsamning við sundknattleikssamband Bandaríkjanna. Hann ætlar ekki aðeins að leggja til peninginn heldur einnig hjálpa við að auka sýnileika liðsins, aðstoða með tæki og tól sem og með betri æfingaaðstöðu. Flavor Flav er mættur til Parísar til að styðja við bakið á liðinu og fékk meðal annars að æfa með liðinu. Áhugi hans á liðinu hefur einnig aukið áhuga allra á liðinu og það mátti sjá stjörnur í stúkunni á leikjum liðsins í París. Bandaríska liðið er komið áfram í átta manna úrslitin á Ólympíuleikunum sem fara fram 6. ágúst næstkomandi. Það má búast við því að sjá Flavor Flav í stúkunni á þeim leik. View this post on Instagram A post shared by Flavor Flav ⏰ (@flavorflavofficial) Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira
Þessi 65 ára gamli rappari, sem heitir fullu nafni William Jonathan Drayton Jr., ákvað að bjóða fram aðstoð sína þegar Ólympíumeistaralið Bandaríkjanna í sundknattleik var í vandræðum. Maggie Steffens, fyrirliði kvennaliðs Bandaríkjanna, bað um fjárhagshjálp á samfélagsmiðlum. Það þótti samt mörgum skrýtið að meistarar síðustu þriggja Ólympíuleika væru í peningavandræðum. Hún sagði að leikmenn þyrftu jafnvel að redda sér annarri og þriðju vinnu til að eiga fyrir kostnaðinum. Peningaskortur væri að ógna framtíð liðsins. Þessi beiðni Steffens, sem hefur unnið þrenn gullverðlaun með bandaríska liðinu á Ólympíuleikunum, hreyfði heldur betur við rapparanum. View this post on Instagram A post shared by The Female Quotient® (@femalequotient) „Ég á dóttur og er stuðningsmaður allra kvennaíþrótta. Þess vegna ætla ég persónulega að styrkja ykkur. Hvað sem þið þurfið? Ég ætla að vera fjárhagslegur bakhjarl alls liðsins,“ skrifaði Flavor Flav. Flavor Flav stóð við stóru orðin og skrifaði undir fimm ára styrktarsamning við sundknattleikssamband Bandaríkjanna. Hann ætlar ekki aðeins að leggja til peninginn heldur einnig hjálpa við að auka sýnileika liðsins, aðstoða með tæki og tól sem og með betri æfingaaðstöðu. Flavor Flav er mættur til Parísar til að styðja við bakið á liðinu og fékk meðal annars að æfa með liðinu. Áhugi hans á liðinu hefur einnig aukið áhuga allra á liðinu og það mátti sjá stjörnur í stúkunni á leikjum liðsins í París. Bandaríska liðið er komið áfram í átta manna úrslitin á Ólympíuleikunum sem fara fram 6. ágúst næstkomandi. Það má búast við því að sjá Flavor Flav í stúkunni á þeim leik. View this post on Instagram A post shared by Flavor Flav ⏰ (@flavorflavofficial)
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Sjá meira