Sport

Sigraði læri­svein sinn og vann fjórðu gull­verð­launin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Vincent Hancock hefur lofað að kenna Connor Prince allt sem hann kann. 
Vincent Hancock hefur lofað að kenna Connor Prince allt sem hann kann.  Charles McQuillan/Getty Images

Vincent Hancock upplifði mikla togstreitu innra með sér í leirdúfuskotfimikeppninni í gær en á endanum sigraði keppnisskapið og hann lagði lærisvein sinn Conner Prince á leið að fjórða Ólympíugullinu.

Hancock varð í gærkvöldi sá sjötti í sögunni til að vinna sömu keppni á fjórum Ólympíuleikum í röð. Hann segir sigurinn sætan og hafði gaman af því að keppa við lærisvein sinn.

„Ég er búinn að segja við hann í nokkur ár að eina manneskjan sem gæti slegið mín met er hann. Hann sannaði það í gær að hann er tilbúinn til að keppa á stærsta sviðinu. Hann á margt eftir ólært en getur náð mjög langt. Þetta var erfitt fyrir mig því ég vildi sjá hann vinna, en á sama tíma vildi ég auðvitað vinna sjálfur. Ég hef alltaf sagt honum að ég muni kenna honum allt sem ég veit,“ sagði Hancock í viðtali við The Guardian.

Félagarnir klöppuðu hver fyrir öðrum og gáfu háar fimmur milli umferða. Charles McQuillan/Getty Images

Hancock er aðeins sá sjötti í sögunni sem vinnur sömu keppni á Ólympíuleikunum fjórum sinnum. Það hefur hann gert í Peking 2008, London 2012, Tókýó 2020/21 og í París í gær. Hann endaði í 15. sæti á leikunum í Ríó 2016.

„Hann er þjálfarinn minn og maðurinn sem ég vil vinna. Hann er örugglega besta skytta allra tíma þannig að fyrir mig að enda í öðru sæti á eftir honum er algjör heiður,“ sagði Prince.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×