Starbucks kemur til Íslands Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2024 11:54 Starbucks er stærsta kaffihúsakeðja heims. Getty Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. Í morgun sendi íslenskur listamaður að nafni Oddur Eysteinn Friðriksson frá sér frétt um að Starbucks-kaffihús myndi innan tíðar opna á Íslandi væri hluti af gjörningi á hans vegum en það reyndist ekki vera rétt. Samskiptafulltrúi hjá Berjaya Food Berhad staðfestir í samtali við mbl.is að tilkynningin hafi verið send frá félaginu. Í tilkynningunni segist fyrirtækið ætla sér stóra hluti á Norðurlöndunum, en það tryggði sér einnig réttinn á að starfrækja Starbucks í Danmörku og Finnlandi. „Það gleður okkur að auka umsvif okkar á norrænum mörkuðum samhliða trausta viðskiptafélaga okkar til langs tíma, Berjaya Food Berhad, og að stuðla að öflugu kaffisamfélagi í heimshlutanum,“ er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, í tilkynningunni. Áður hrekkt fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Oddur Eysteinn tekur upp á slíku. Árið 2010 kærði forstjóri Sláturfélags Suðurlands, Steinþór Skúlason, hann fyrir að halda úti vefsíðu í nafni SS þar sem ærumeiðandi fullyrðingum um forstjórann var haldið fram. Árið 2020 stofnaði hann vefsíðuna MOM Air sem gerði sig út fyrir að vera nýtt íslenskt flugfélag. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar bárust honum þúsundir bókana og á einum tímapunkti barst honum tilboð um kaup á flugvélaflota. Oddur vakti einnig mikla athygli á síðasta ári þegar hann birti skálda afsökunarbeiðni í nafni Samherja sem útskriftarverkefni við Listaháskóla Íslands. Samherji höfðaði mál á hendur honum í kjölfarið. Matur Veitingastaðir Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fleiri fréttir Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Sjá meira
Í morgun sendi íslenskur listamaður að nafni Oddur Eysteinn Friðriksson frá sér frétt um að Starbucks-kaffihús myndi innan tíðar opna á Íslandi væri hluti af gjörningi á hans vegum en það reyndist ekki vera rétt. Samskiptafulltrúi hjá Berjaya Food Berhad staðfestir í samtali við mbl.is að tilkynningin hafi verið send frá félaginu. Í tilkynningunni segist fyrirtækið ætla sér stóra hluti á Norðurlöndunum, en það tryggði sér einnig réttinn á að starfrækja Starbucks í Danmörku og Finnlandi. „Það gleður okkur að auka umsvif okkar á norrænum mörkuðum samhliða trausta viðskiptafélaga okkar til langs tíma, Berjaya Food Berhad, og að stuðla að öflugu kaffisamfélagi í heimshlutanum,“ er haft eftir Duncan Moir, forstjóra Starbucks í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku, í tilkynningunni. Áður hrekkt fjölmiðla Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Oddur Eysteinn tekur upp á slíku. Árið 2010 kærði forstjóri Sláturfélags Suðurlands, Steinþór Skúlason, hann fyrir að halda úti vefsíðu í nafni SS þar sem ærumeiðandi fullyrðingum um forstjórann var haldið fram. Árið 2020 stofnaði hann vefsíðuna MOM Air sem gerði sig út fyrir að vera nýtt íslenskt flugfélag. Í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar bárust honum þúsundir bókana og á einum tímapunkti barst honum tilboð um kaup á flugvélaflota. Oddur vakti einnig mikla athygli á síðasta ári þegar hann birti skálda afsökunarbeiðni í nafni Samherja sem útskriftarverkefni við Listaháskóla Íslands. Samherji höfðaði mál á hendur honum í kjölfarið.
Matur Veitingastaðir Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Fleiri fréttir Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Sjá meira