Sport

Biles komst ekki á pall

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Simone Biles var svekkt að komast ekki á verðlaunapall á jafnvægisslá.
Simone Biles var svekkt að komast ekki á verðlaunapall á jafnvægisslá. getty/Stefan Matzke

Simone Biles vann ekki til verðlauna í keppni á jafnvægisslá á Ólympíuleikunum í París í dag.

Eins og nokkrir aðrir keppendur átti Biles í vandræðum á slánni og datt af henni í lok æfinga sinna. Biles fékk 13.100 í einkunn og endaði í 5. sæti.

Biles virkaði frekar pirruð út í áhorfendur eftir að hafa klárað æfingar sínar á slánni í dag. Sumir þeirra kölluðu á hana meðan hún framkvæmdir æfingarnar á meðan aðrir sussuðu á þá. 

Biles þarf að vera fljót að jafna sig því hún keppir í gólfæfingum á eftir. Þar getur hún bætt fjórðu gullverðlaunum á leikunum í safnið. Biles hefur þegar unnið gull í liðakeppni, fjölþraut og stökki.

Alice d'Amato vann sigur í slánni með 14.366 í einkunn. Hún er fyrsta ítalska konan sem vinnur til verðlauna í fimleikum á Ólympíuleikum. Zhou Yaqin frá Kína varð önnur (14.100) og Manila Esposito frá Ítalíu þriðja (14.000).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×