Bætti heimsmetið í níunda sinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. ágúst 2024 22:30 Armand Duplantis bætti heimsmetið í stangarstökki í níunda sinn í kvöld. Patrick Smith/Getty Images Sænski stangarstökkvarinn Armand Duplantis gerði sér lítið fyrir og bætti heimsmetið í greininni í níunda sinn á ferlinum. Eins og við var að búast bar Duplantis öruggan sigur úr býtum í úrslitum stangarstökki karla á Ólympíuleikunum í kvöld. Eins og svo oft áður var Duplantis að eltast við metin á meðan aðrir keppendur urðu að gera sér það að góðu að berjast um silfrið. Duplantis sleppti því að stökkva yfir helming hæðanna sem boðið var upp á áður en sláin var hækkuð í sex metra. Hann flaug hátt yfir sex metrana og gerði svo slíkt hið sama þegar sláin var hækkuð í 6,10 metra. Fyrir kvöldið í kvöld var Ólympíumet Brasilíumannsins Thiago Braz da Silva 6,03 metrar og Duplantis því búinn að stórbæta það. Gravity? Never heard of it. pic.twitter.com/xXTYFtwnwm— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Duplantis var þarna þegar búinn að tryggja sér gullverðlaunin, en hann var hvergi nærri hættur. Hann ætlaði sér að bæta sitt eigið heimsmet, sem var 6,24 metrar. Hann hafði flogið yfir hverja einustu hæð fram að þessu án þess að fella slána, en þegar sláin var hækkuð í 6,25 metra vandaðist verkefnið. Duplantis felldi í fyrstu tveimur tilraununum, en kom sér nokkuð örugglega yfir í þriðju og síðustu tilraun og náði því að næta sitt eigið heimsmet um einn sentímetra. #WorldRecord, at the Olympics. 🥇 pic.twitter.com/IGjGdptbJR— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Þetta er í níunda sinn sem Duplantis bæti heimsmetið, en hann gerði það fyrst í febrúar árið 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra. Duplantis á þó enn nokkuð í land með að ná Sergey Bubka, sem á sínum tíma bætti heimsmetið í stangarstökki sautján sinnum. Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira
Eins og við var að búast bar Duplantis öruggan sigur úr býtum í úrslitum stangarstökki karla á Ólympíuleikunum í kvöld. Eins og svo oft áður var Duplantis að eltast við metin á meðan aðrir keppendur urðu að gera sér það að góðu að berjast um silfrið. Duplantis sleppti því að stökkva yfir helming hæðanna sem boðið var upp á áður en sláin var hækkuð í sex metra. Hann flaug hátt yfir sex metrana og gerði svo slíkt hið sama þegar sláin var hækkuð í 6,10 metra. Fyrir kvöldið í kvöld var Ólympíumet Brasilíumannsins Thiago Braz da Silva 6,03 metrar og Duplantis því búinn að stórbæta það. Gravity? Never heard of it. pic.twitter.com/xXTYFtwnwm— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Duplantis var þarna þegar búinn að tryggja sér gullverðlaunin, en hann var hvergi nærri hættur. Hann ætlaði sér að bæta sitt eigið heimsmet, sem var 6,24 metrar. Hann hafði flogið yfir hverja einustu hæð fram að þessu án þess að fella slána, en þegar sláin var hækkuð í 6,25 metra vandaðist verkefnið. Duplantis felldi í fyrstu tveimur tilraununum, en kom sér nokkuð örugglega yfir í þriðju og síðustu tilraun og náði því að næta sitt eigið heimsmet um einn sentímetra. #WorldRecord, at the Olympics. 🥇 pic.twitter.com/IGjGdptbJR— The Olympic Games (@Olympics) August 5, 2024 Þetta er í níunda sinn sem Duplantis bæti heimsmetið, en hann gerði það fyrst í febrúar árið 2020 þegar hann fór yfir 6,17 metra. Duplantis á þó enn nokkuð í land með að ná Sergey Bubka, sem á sínum tíma bætti heimsmetið í stangarstökki sautján sinnum.
Ólympíuleikar 2024 í París Frjálsar íþróttir Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Sjá meira