Ein og hálf milljón í sekt vegna leyfislausrar Airbnb útleigu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 16:13 Nokkrar íbúðir voru leigðar út í gegnum Airbnb árin 2019 til 2021 án tilskilinna leyfa. Getty Maður þarf að greiða stjórnvaldssekt að upphæð 1.471.500 króna, eftir að hafa leigt út fjórar íbúðir í gegnum Airbnb án tilskilins rekstrarleyfis á árunum 2019-2021. Við ákvörðun sektar var tillit tekið til þess að hann hefði ekki gerst brotlegur gegn reglunum áður, og hefði endurnýjað leyfið eftir ábendingar sýslumanns. Sektin var lækkuð í málsmeðferð ráðuneytisins, en hún var upphaflega 4.960.000 krónur. Úrskurðurinn var kveðinn upp í menningar- og viðskiptaráðuneytinu 31. júlí. Ráðuneytið tók til meðferðar kæru mannsins sem sektin var lögð á. Maðurinn krafðist þess að ákvörðun sýslumannsins, sem kvað á um sekt að fjárhæð 4.960.000 króna, yrði felld úr gildi. Rekstrarleyfið útrunnið Upphaf málsins má rekja til þess að í eftirliti sýslumanns komu fram vísbendingar um að starfrækt væri óskráð heimagisting eða rekstrarleyfisskyld gististarfsemi án tilskilins leyfis að fjórum stöðum í Reykjavík. Sumarið 2015 gaf sýslumaður út rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II í einu húsnæðinu. Leyfið rann út fjórum árum síðar sumarið 2019, og var ekki endurnýjað fyrr en vorið 2021. Eignin var svo áfram skráð á síðu Airbnb. Eftir rannsókn sýslumanns var það mat hans að eignin hefði verið leigð út í að minnsta kosti 74 gistinætur án tilskilins rekstrarleyfis, og var það miðað m.a. út frá umsögnum á síðunni frá þeim sem höfðu bókað eignina. Báru fyrir sig leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu Þá var jafnframt hægt að sjá að húsnæðið hefði verið skráð sem gististaður sem gæti tekið á móti gestum sem þyrftu að fara í sóttkví, þrátt fyrir að rekstrarleyfið lægi ekki fyrir. Sýslumaður sendi erindi til eigenda hússins þann 11. september þar sem athygli var vakin á því að áðurnefnt rekstrarleyfi væri útrunnið. Athygli var vakin á því að embættið gæti lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem rekur leyfisskylda gististarfsemi án rekstrarleyfis. Íbúðirnar voru allar í Reykjavík.Vísir/Arnar Þann sama dag barst sýslumanni svar, þar sem sjá mátti starfsleyfi heilbrigðiseftirlits vegna gististaðar í húsnæðinu. Sýslumaður benti á að umrætt leyfi væri frá heilbrigðiseftirliti og áréttaði að rekstrarleyfið sjálft væri útrunnið. Þá var sótt um endurnýjun rekstrarleyfis 25. nóvember 2020, og var umrætt leyfi gefið út þann 25. mars 2021. Höfðu aldrei leyfi á hinum stöðunum Í erindi frá þeim sem leigðu fasteignirnar út þann 7. desember 2020, sögðu þau að allar eignir félaganna hefðu verið skráðar á bókunarsíðum til 31 dags í einu eða lengur, að undanskildu einu húsnæðinu, sem hefði haft rekstrarleyfi. Eignirnar væru því í langtímaleigu og yrðu það til framtíðar. Vettvangsrannsóknir sýslumanns sýndu fram á annað. Þann 15. febrúar 2019 fóru starfsmenn sýslumanns í vettvangseftirlit að einni fasteigninni og knúðu dyra. Þar hittu þeir ferðamann sem kvaðst hafa leigt rými í fasteigninni í 2-3 nætur í gegnum bókunarvefinn Airbnb. Ferðamaðurinn undirritaði upplýsingaskýrslu þessum upplýsingum til staðfestu. Sektin lækkuð Í niðurstöðu ráðuneytisins var það metið kæranda til málsbóta að hafa ekki áður gerst brotlegur gegn umræddum ákvæðum laga, og því hafi ekki verið um ítrekunaráhrif að ræða. Auk þess var það metið honum til málsbóta að hafa endurnýjað rekstrarleyfið fyrir eitt húsnæðið, sem og að hafa hætt skammtímaleigu að hinum þremur fasteignunum. Þá var það einnig talið sannað að kærandi hafi greitt 11 prósenta virðisaukaskatt af leyfislausu starfseminni, og tók sektarfjárhæðin mið af því. Stjórnvaldssekt var hæfilega ákvörðuð 1.471.500 krónur. Úrskurðinn má finna hér. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Úrskurðurinn var kveðinn upp í menningar- og viðskiptaráðuneytinu 31. júlí. Ráðuneytið tók til meðferðar kæru mannsins sem sektin var lögð á. Maðurinn krafðist þess að ákvörðun sýslumannsins, sem kvað á um sekt að fjárhæð 4.960.000 króna, yrði felld úr gildi. Rekstrarleyfið útrunnið Upphaf málsins má rekja til þess að í eftirliti sýslumanns komu fram vísbendingar um að starfrækt væri óskráð heimagisting eða rekstrarleyfisskyld gististarfsemi án tilskilins leyfis að fjórum stöðum í Reykjavík. Sumarið 2015 gaf sýslumaður út rekstrarleyfi til reksturs gististaðar í flokki II í einu húsnæðinu. Leyfið rann út fjórum árum síðar sumarið 2019, og var ekki endurnýjað fyrr en vorið 2021. Eignin var svo áfram skráð á síðu Airbnb. Eftir rannsókn sýslumanns var það mat hans að eignin hefði verið leigð út í að minnsta kosti 74 gistinætur án tilskilins rekstrarleyfis, og var það miðað m.a. út frá umsögnum á síðunni frá þeim sem höfðu bókað eignina. Báru fyrir sig leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu Þá var jafnframt hægt að sjá að húsnæðið hefði verið skráð sem gististaður sem gæti tekið á móti gestum sem þyrftu að fara í sóttkví, þrátt fyrir að rekstrarleyfið lægi ekki fyrir. Sýslumaður sendi erindi til eigenda hússins þann 11. september þar sem athygli var vakin á því að áðurnefnt rekstrarleyfi væri útrunnið. Athygli var vakin á því að embættið gæti lagt stjórnvaldssektir á hvern þann sem rekur leyfisskylda gististarfsemi án rekstrarleyfis. Íbúðirnar voru allar í Reykjavík.Vísir/Arnar Þann sama dag barst sýslumanni svar, þar sem sjá mátti starfsleyfi heilbrigðiseftirlits vegna gististaðar í húsnæðinu. Sýslumaður benti á að umrætt leyfi væri frá heilbrigðiseftirliti og áréttaði að rekstrarleyfið sjálft væri útrunnið. Þá var sótt um endurnýjun rekstrarleyfis 25. nóvember 2020, og var umrætt leyfi gefið út þann 25. mars 2021. Höfðu aldrei leyfi á hinum stöðunum Í erindi frá þeim sem leigðu fasteignirnar út þann 7. desember 2020, sögðu þau að allar eignir félaganna hefðu verið skráðar á bókunarsíðum til 31 dags í einu eða lengur, að undanskildu einu húsnæðinu, sem hefði haft rekstrarleyfi. Eignirnar væru því í langtímaleigu og yrðu það til framtíðar. Vettvangsrannsóknir sýslumanns sýndu fram á annað. Þann 15. febrúar 2019 fóru starfsmenn sýslumanns í vettvangseftirlit að einni fasteigninni og knúðu dyra. Þar hittu þeir ferðamann sem kvaðst hafa leigt rými í fasteigninni í 2-3 nætur í gegnum bókunarvefinn Airbnb. Ferðamaðurinn undirritaði upplýsingaskýrslu þessum upplýsingum til staðfestu. Sektin lækkuð Í niðurstöðu ráðuneytisins var það metið kæranda til málsbóta að hafa ekki áður gerst brotlegur gegn umræddum ákvæðum laga, og því hafi ekki verið um ítrekunaráhrif að ræða. Auk þess var það metið honum til málsbóta að hafa endurnýjað rekstrarleyfið fyrir eitt húsnæðið, sem og að hafa hætt skammtímaleigu að hinum þremur fasteignunum. Þá var það einnig talið sannað að kærandi hafi greitt 11 prósenta virðisaukaskatt af leyfislausu starfseminni, og tók sektarfjárhæðin mið af því. Stjórnvaldssekt var hæfilega ákvörðuð 1.471.500 krónur. Úrskurðinn má finna hér.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent