Leysum innviðakrísuna - losum okkur við ríkisstjórnina Andrés Ingi Jónsson skrifar 7. ágúst 2024 17:01 Stjórnarflokkarnir eru í sögulegri krísu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst lægri. Vinstri græn eiga á hættu að hverfa af þingi. Framsókn hefur misst næstum helming þess fylgis sem þau fengu í kosningum. Samanlagt mælast stjórnarflokkarnir þrír með 30% stuðning kjósenda. Það er eðlilega krísa á stjórnarheimilinu. Flokkar í krísu leita auðvitað í ræturnar. Allavega að nafninu til. Það getur verið áskorun fyrir flokka sem árum saman hafa hundsað kjósendur að finna þessar blessuðu rætur. Þess vegna ákveða þeir oftar en ekki að endurvinna úldin stefnumál. Þessa dagana eru stjórnarflokkarnir að leita að „erindi sínu“. Búin að vera lengi í samstarfi gegn umbótum og þurfa því að leita uppi ræturnar. Hvar ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að lenda? Miðað við forsíður Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins í dag horfa sum á klassíker: Einkavæðingu grunninnviða. „Innviðir verði skráðir á markað,“ hefur Viðskiptablaðið eftir framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs sem lengi hefur kallað eftir því að geta keypt sig inn í Isavia, Landsnet og önnur ríkisfyrirtæki. „Einkavæða alþjóðaflugvelli,“ er svo sett eins og heróp framan á Morgunblaðinu. Í blaðinu má svo finna hressilega jákvæða umfjöllun um hvernig einkavæðing á að auka skilvirkni og fjárfestingu algjörlega úr samhengi hræðilegrar sögu einkavæðingar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað sýnt að honum er ekki treystandi til að einkavæða neitt svo vel sé gert – núverandi formaður flokksins gat ekki einu sinni selt hlut í Íslandsbanka án þess að klúðra öllu sem klúðrað varð. Inni í Morgunblaðinu er svo önnur grein sem minnir okkur á hvatann að baki einkavæðingarplönum Sjálfstæðisflokksins. Forstjóri Vegagerðarinnar er dregin í viðtal til að svara fyrir hugmyndir Jóns Gunnarssonar um að einkavæða vegakerfið. Jón talar eins og það sé gulltryggð leið til að tryggja vegakerfinu fjármagn. Forstjóri Vegagerðarinnar bendir hins vegar réttilega á að fjármögnun snúist ekki um rekstrarform. Sem ríkisstofnun getur Vegagerðin auðvitað unnið sín verkefni vel, en til þess þarf pólitíska ákvörðun um hætta kerfisbundinni vanfjármögnun. Sjálfstæðisflokkurinn, sem síðustu 11 ár hefur setið í ríkisstjórn, ber beinlínis ábyrgð á því að hafa vanfjármagnað Vegagerðina, að hafa svelt þessa grunninnviði, en ætlar núna að nota þá stöðu til að réttlæta gamla drauma um einkavæðingu. Allt eftir bókinni. Hér er hins vegar leitað langt yfir skammt því lausnin á vanda innviðanna er ekki einkavæðing heldur ný ríkisstjórn. Ríkisstjórn fær um að gera hluti hratt, vel og af ábyrgð. Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks. Síðustu tvo þingvetur ár hefur stjórnarflokkunum til dæmis mistekist að afgreiða uppfærða samgönguáætlun í gegnum þingið. Ástæðan er einföld: Þau ná ekki að semja sín á milli um fjármögnun og rembast þess vegna við að troða stærstu verkefni í blandaða fjármögnun ríkis- og einkaaðila, en síðan kemur á daginn að það er takmarkaður áhugi hjá einkaaðilum að taka þátt og stóru framkvæmdirnar soga til sín allt annað framkvæmdafé. Eftir sjö ár af þessari hringavitleysu hjá ríkisstjórninni er samgöngukerfið komið í spennitreyju. Hér liggur ekkert á að einkavæða – hér þarf bara skipta um flokka í brúnni. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Að mása sig hása til að tefja Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Stjórnarflokkarnir eru í sögulegri krísu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst lægri. Vinstri græn eiga á hættu að hverfa af þingi. Framsókn hefur misst næstum helming þess fylgis sem þau fengu í kosningum. Samanlagt mælast stjórnarflokkarnir þrír með 30% stuðning kjósenda. Það er eðlilega krísa á stjórnarheimilinu. Flokkar í krísu leita auðvitað í ræturnar. Allavega að nafninu til. Það getur verið áskorun fyrir flokka sem árum saman hafa hundsað kjósendur að finna þessar blessuðu rætur. Þess vegna ákveða þeir oftar en ekki að endurvinna úldin stefnumál. Þessa dagana eru stjórnarflokkarnir að leita að „erindi sínu“. Búin að vera lengi í samstarfi gegn umbótum og þurfa því að leita uppi ræturnar. Hvar ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að lenda? Miðað við forsíður Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins í dag horfa sum á klassíker: Einkavæðingu grunninnviða. „Innviðir verði skráðir á markað,“ hefur Viðskiptablaðið eftir framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs sem lengi hefur kallað eftir því að geta keypt sig inn í Isavia, Landsnet og önnur ríkisfyrirtæki. „Einkavæða alþjóðaflugvelli,“ er svo sett eins og heróp framan á Morgunblaðinu. Í blaðinu má svo finna hressilega jákvæða umfjöllun um hvernig einkavæðing á að auka skilvirkni og fjárfestingu algjörlega úr samhengi hræðilegrar sögu einkavæðingar á Íslandi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ítrekað sýnt að honum er ekki treystandi til að einkavæða neitt svo vel sé gert – núverandi formaður flokksins gat ekki einu sinni selt hlut í Íslandsbanka án þess að klúðra öllu sem klúðrað varð. Inni í Morgunblaðinu er svo önnur grein sem minnir okkur á hvatann að baki einkavæðingarplönum Sjálfstæðisflokksins. Forstjóri Vegagerðarinnar er dregin í viðtal til að svara fyrir hugmyndir Jóns Gunnarssonar um að einkavæða vegakerfið. Jón talar eins og það sé gulltryggð leið til að tryggja vegakerfinu fjármagn. Forstjóri Vegagerðarinnar bendir hins vegar réttilega á að fjármögnun snúist ekki um rekstrarform. Sem ríkisstofnun getur Vegagerðin auðvitað unnið sín verkefni vel, en til þess þarf pólitíska ákvörðun um hætta kerfisbundinni vanfjármögnun. Sjálfstæðisflokkurinn, sem síðustu 11 ár hefur setið í ríkisstjórn, ber beinlínis ábyrgð á því að hafa vanfjármagnað Vegagerðina, að hafa svelt þessa grunninnviði, en ætlar núna að nota þá stöðu til að réttlæta gamla drauma um einkavæðingu. Allt eftir bókinni. Hér er hins vegar leitað langt yfir skammt því lausnin á vanda innviðanna er ekki einkavæðing heldur ný ríkisstjórn. Ríkisstjórn fær um að gera hluti hratt, vel og af ábyrgð. Ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokks. Síðustu tvo þingvetur ár hefur stjórnarflokkunum til dæmis mistekist að afgreiða uppfærða samgönguáætlun í gegnum þingið. Ástæðan er einföld: Þau ná ekki að semja sín á milli um fjármögnun og rembast þess vegna við að troða stærstu verkefni í blandaða fjármögnun ríkis- og einkaaðila, en síðan kemur á daginn að það er takmarkaður áhugi hjá einkaaðilum að taka þátt og stóru framkvæmdirnar soga til sín allt annað framkvæmdafé. Eftir sjö ár af þessari hringavitleysu hjá ríkisstjórninni er samgöngukerfið komið í spennitreyju. Hér liggur ekkert á að einkavæða – hér þarf bara skipta um flokka í brúnni. Höfundur er þingmaður Pírata.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun