„Landsliðið“ búið að skila tillögu og von á vímuefnastefnu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. ágúst 2024 12:11 Vísir/Ívar „Skaðaminnkandi nálgun er það sem að mun umvefja alla stefnumótun. Við erum með í ráðuneytinu núna landsliðið, má segja, í þessari hugmyndafræði og á þessum vettvangi. Það eru mjög margir sem koma að þessu verkefni með okkur í ráðuneytinu að formgera skaðaminnkunarstefnu sem mun fara inn í stærri vímuefnastefnu sem er í endurskoðun.“ Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Von er á nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum í haust en starfshópur sem Willum skipaði fyrir rúmlega ári síðan hefur skilað vinnutillögu um nýja stefnu í skaðaminnkun. Hópurinn á þó enn eftir að skila formlega drögum að stefnu og skýrslu um sína vinnu. „Ég bindi vonir að með góðri rýni þingmannahóps hér á haustmánuðum og með því að skaðaminnkunin komi inn í heildarstefnumótunina að við getum birt þessa heildarstefnumótun, eigum við að segja í október eða nóvember.“ Bæta meðferðarúrræði Hann segir mikið kapp lagt á að bæta meðferðarúrræði fyrir fólk sem glímir við fíknisjúkdóm og stytta biðlista sem eru gjarnan langir. „Við höfum líka verið að gera heildarsamning við SSÁ. Þetta voru fjórir aðskildir samningar og auka þjónustuna. Auka þjónustu í viðhaldsmeðferðum. Við erum líka að vinna með Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík og höfum stækkað þá samninga þannig við erum að auka meðferðarúrræðin.“ Þurfi að horfa til Stuðla líkt og gert var með Bugl Stuðlar, meðferðarstöð fyrir börn á aldrinum tólf til átján ára, var lokað tímabundið í sumar frá tíunda júlí til dagsins í dag en Willum segist sammála því að það sé ábótavant að Stuðlum sé lokað á þessum tíma þegar að börn þurfa kannski mest á úrræðinu að halda. „Nú jukum við fjárveitingu til Bugl og Bugl auðvitað fór í mikla endurskipulagningu ekki fyrir alls löngu og þar náðum við öllum biðlistunum niður og tókst mjög vel til og það er til eftirbreytni og það gerðist líka með auknu fjármagni og ég held að við verðum að horfa á Stuðla með svipuðum hætti.“ Mikilvægt að leggja áherslu á tómstundir Aukning hefur orðið í áhættuhegðun og vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur starfsfólk Foreldrahúss orðið vör við aukna tíðni hjá yngri unglingum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Willum segir það koma til greina að leggja aukna áherslu á forvarnarstarf til að sporna gegn þessari þróun. „Auðvitað skólarnir skipta miklu máli þar. Þannig að snemmtaka íhlutun þegar það kemur að börnunum okkar og frávikshegðun alla vega. Áherslan auðvitað á tómstundir og að börn finni eitthvað við sitt hæfi.“ Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Von er á nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum í haust en starfshópur sem Willum skipaði fyrir rúmlega ári síðan hefur skilað vinnutillögu um nýja stefnu í skaðaminnkun. Hópurinn á þó enn eftir að skila formlega drögum að stefnu og skýrslu um sína vinnu. „Ég bindi vonir að með góðri rýni þingmannahóps hér á haustmánuðum og með því að skaðaminnkunin komi inn í heildarstefnumótunina að við getum birt þessa heildarstefnumótun, eigum við að segja í október eða nóvember.“ Bæta meðferðarúrræði Hann segir mikið kapp lagt á að bæta meðferðarúrræði fyrir fólk sem glímir við fíknisjúkdóm og stytta biðlista sem eru gjarnan langir. „Við höfum líka verið að gera heildarsamning við SSÁ. Þetta voru fjórir aðskildir samningar og auka þjónustuna. Auka þjónustu í viðhaldsmeðferðum. Við erum líka að vinna með Hlaðgerðarkoti og Krýsuvík og höfum stækkað þá samninga þannig við erum að auka meðferðarúrræðin.“ Þurfi að horfa til Stuðla líkt og gert var með Bugl Stuðlar, meðferðarstöð fyrir börn á aldrinum tólf til átján ára, var lokað tímabundið í sumar frá tíunda júlí til dagsins í dag en Willum segist sammála því að það sé ábótavant að Stuðlum sé lokað á þessum tíma þegar að börn þurfa kannski mest á úrræðinu að halda. „Nú jukum við fjárveitingu til Bugl og Bugl auðvitað fór í mikla endurskipulagningu ekki fyrir alls löngu og þar náðum við öllum biðlistunum niður og tókst mjög vel til og það er til eftirbreytni og það gerðist líka með auknu fjármagni og ég held að við verðum að horfa á Stuðla með svipuðum hætti.“ Mikilvægt að leggja áherslu á tómstundir Aukning hefur orðið í áhættuhegðun og vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur starfsfólk Foreldrahúss orðið vör við aukna tíðni hjá yngri unglingum á aldrinum tólf til fjórtán ára. Willum segir það koma til greina að leggja aukna áherslu á forvarnarstarf til að sporna gegn þessari þróun. „Auðvitað skólarnir skipta miklu máli þar. Þannig að snemmtaka íhlutun þegar það kemur að börnunum okkar og frávikshegðun alla vega. Áherslan auðvitað á tómstundir og að börn finni eitthvað við sitt hæfi.“
Fíkn Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Sjá meira
Full ástæða til að vara foreldra við Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. 26. júlí 2024 22:43