Miklar skemmdir á bíl eftir að þyrla lenti við hliðina Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 15:33 Sverrir segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið þessum skemmdum á bílnum. „Þetta eru ekki stórar skellur, kannski eins og hálf nögl á stærð, en þær eru á öllum bílnum,“ segir Sverrir. Vísir Sverrir Tryggvason varð fyrir því óláni í vikunni að flugmaður þyrlu ákvað að lenda á malarplani á Suðurnesjum þar sem bílnum hans var lagt. Hann segir grjótkast undan þyrlunni hafa valdið miklum skemmdum á bílnum, en fyrirtækið á bak við þyrluna neitar að borga tjónið, og segir ekki ljóst hvort skemmdirnar séu vegna þyrlunnar. „Ég var að fara veiða með afastrákunum mínum við Seltjörn, og legg þar á malarbílaplani. Ég er svo rétt nýfarinn úr honum þegar þyrlan kemur aðsvífandi og lendir rétt fyrir aftan bílinn. Ég reif upp símann og tók þetta upp,“ segir Sverrir, sem birti myndbandið upphaflega á Facebook. Sverrir skoðaði svo bílinn þegar hann kom til baka úr veiðinni. „Þá sé ég að hann er allur grjótbarinn. Það eru skellur á bílnum alveg niður í stál, út um allt, á húddinu, á rúðunum,“ segir Sverrir, sem heldur að þetta endi þannig að hann þurfi að heilmála bílinn. Fyrirtækið neitar ábyrgð Sverrir segist hafa sett sig í samband við fyrirtækið sem rekur þyrluna, sem heitir Glacierheli. Hann hafi fengið svar frá þeim í tölvupósti, á ensku, þar sem fram kom að þetta væri ekki þeim að kenna. „Þetta er algjör langloka. Fyrirtækið sem á Glacierheli heitir Shani ehf. Þeir eru með einhverja kennitölu, en þyrlan er samt skráð í Slóveníu,“ segir hann. Litlar skemmdir vegna grjótkasts eru um allan bílinn.Vísir Þrátt fyrir það sé hans eigin kaskótrygging það eina sem standi honum til boða. „Þetta er með ólíkindum hvernig þeir geta komist upp með þetta. Það liggur við að þeir segi bara fokk jú,“ segir hann. „Vinur minn er þyrluflugmaður og hann segist hafa lent á þessu plani, en hann segist aldrei lenda þarna ef það eru bílar,“ segir Sverrir. Ekki ljóst hvort þyrlan hafi valdið skemmdunum Usman Mehmood, forstjóri Glacierheli, segir að verið sé að rannsaka málið. Það sé ekki alveg ljóst hvort grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdunum. „Hann er þarna að keyra á malarvegum, og við vitum ekki hvort það er vegna þyrlunnar sem þessar litlu skemmdir finnast,“ segir Usman. Komi það hins vegar í ljós við rannsókn, að grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdum á bílnum, muni þau að sjálfsögðu taka ábyrgð og borga. „En málið er svolítið flókið, af því tryggingarnar okkar eru erlendar. Þyrlan er frá Austurríki og er skráð í Slóveníu. Tryggingarnar sem við borgum eru slóvenskar. Þannig þetta verður bara að taka sinn tíma og við munum skoða þetta,“ segir Usman. Bílar Reykjanesbær Tryggingar Fréttir af flugi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
„Ég var að fara veiða með afastrákunum mínum við Seltjörn, og legg þar á malarbílaplani. Ég er svo rétt nýfarinn úr honum þegar þyrlan kemur aðsvífandi og lendir rétt fyrir aftan bílinn. Ég reif upp símann og tók þetta upp,“ segir Sverrir, sem birti myndbandið upphaflega á Facebook. Sverrir skoðaði svo bílinn þegar hann kom til baka úr veiðinni. „Þá sé ég að hann er allur grjótbarinn. Það eru skellur á bílnum alveg niður í stál, út um allt, á húddinu, á rúðunum,“ segir Sverrir, sem heldur að þetta endi þannig að hann þurfi að heilmála bílinn. Fyrirtækið neitar ábyrgð Sverrir segist hafa sett sig í samband við fyrirtækið sem rekur þyrluna, sem heitir Glacierheli. Hann hafi fengið svar frá þeim í tölvupósti, á ensku, þar sem fram kom að þetta væri ekki þeim að kenna. „Þetta er algjör langloka. Fyrirtækið sem á Glacierheli heitir Shani ehf. Þeir eru með einhverja kennitölu, en þyrlan er samt skráð í Slóveníu,“ segir hann. Litlar skemmdir vegna grjótkasts eru um allan bílinn.Vísir Þrátt fyrir það sé hans eigin kaskótrygging það eina sem standi honum til boða. „Þetta er með ólíkindum hvernig þeir geta komist upp með þetta. Það liggur við að þeir segi bara fokk jú,“ segir hann. „Vinur minn er þyrluflugmaður og hann segist hafa lent á þessu plani, en hann segist aldrei lenda þarna ef það eru bílar,“ segir Sverrir. Ekki ljóst hvort þyrlan hafi valdið skemmdunum Usman Mehmood, forstjóri Glacierheli, segir að verið sé að rannsaka málið. Það sé ekki alveg ljóst hvort grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdunum. „Hann er þarna að keyra á malarvegum, og við vitum ekki hvort það er vegna þyrlunnar sem þessar litlu skemmdir finnast,“ segir Usman. Komi það hins vegar í ljós við rannsókn, að grjótkast undan þyrlunni hafi valdið skemmdum á bílnum, muni þau að sjálfsögðu taka ábyrgð og borga. „En málið er svolítið flókið, af því tryggingarnar okkar eru erlendar. Þyrlan er frá Austurríki og er skráð í Slóveníu. Tryggingarnar sem við borgum eru slóvenskar. Þannig þetta verður bara að taka sinn tíma og við munum skoða þetta,“ segir Usman.
Bílar Reykjanesbær Tryggingar Fréttir af flugi Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira