Eðlilegt að setja hálfan milljarð í framkvæmdir í Grindavík Kolbeinn Tumi Daðason og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 8. ágúst 2024 20:01 Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæj, á sæti í nefndinni ásamt þeim Guðnýju Sverrisdóttur og Árna Þór Sigurðsson sem gegnir formennsku. Vísir/Bjarni Nefndarmaður í framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavík segir eðlilegt að verja hundruðum milljóna til að verja innviði í bænum þrátt fyrir yfirvofandi eldgos. Það sé eðlilegt framhald af fyrri aðgerðum á borð við uppsetningu varnargarða. Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ kynnti aðgerðaráætlun vegna viðgerða á götum og lögnum, kaupum á girðingum til að girða af ótrygg svæði, jarðkönnunarverkefni og áhættumat. „Við erum að undirbúa framkvæmdir þarna í þessum töluðu orðum og förum af stað um leið og áhættumatið segir okkur að við getum farið af stað,“ segir Gunnar Einarsson sem situr í framkvæmdanefndinni. Aðgerðirnar eru sagðar mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Heildarkostnaður vegna aðgerðanna er áætlaður 470 milljónir króna þar sem 440 milljónir koma frá ríkinu og 30 milljónir frá Grindavíkurbæ. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er á allra næstu dögum á svæðinu í kringum Grindavík. Gunnar var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort hreinlega tæki því að setja þessar aðgerðir á oddinn. „Já, það er mjög mikilvægt að við höldum innviðunum við og þeir drabbist ekki niður. Þessi aðgerðaráætlun miðar að því að við aukum öryggi íbúanna og greiðum leið þeirra sem eru að fara um svæðið. Ég segi já við því,“ segir Gunnar. „Það getur vel verið að við þurfum að grípa til enn frekari aðgerðar. En að gera ekki neitt er ekki í boði. Ríkisstjórnin hefur sett verulega fjármuni í að verja Grindavík með varnargörðum og aðgerðum. Þannig að það er eðlilegt að við höldum öllum þessum innviðum við.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Framkvæmdanefnd vegna jarðhræringa í Grindavíkurbæ kynnti aðgerðaráætlun vegna viðgerða á götum og lögnum, kaupum á girðingum til að girða af ótrygg svæði, jarðkönnunarverkefni og áhættumat. „Við erum að undirbúa framkvæmdir þarna í þessum töluðu orðum og förum af stað um leið og áhættumatið segir okkur að við getum farið af stað,“ segir Gunnar Einarsson sem situr í framkvæmdanefndinni. Aðgerðirnar eru sagðar mikilvægar til að stuðla að öflugu atvinnulífi og öruggu samfélagi í Grindavíkurbæ eftir því sem aðstæður leyfa. Áætlunin miðist við að eldgos sé ekki í gangi og ekki sé unnið að framkvæmdum á meðan frekari jarðhræringar eru yfirvofandi líkt og nú. Heildarkostnaður vegna aðgerðanna er áætlaður 470 milljónir króna þar sem 440 milljónir koma frá ríkinu og 30 milljónir frá Grindavíkurbæ. Talið er að eldgos geti hafist hvenær sem er á allra næstu dögum á svæðinu í kringum Grindavík. Gunnar var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvort hreinlega tæki því að setja þessar aðgerðir á oddinn. „Já, það er mjög mikilvægt að við höldum innviðunum við og þeir drabbist ekki niður. Þessi aðgerðaráætlun miðar að því að við aukum öryggi íbúanna og greiðum leið þeirra sem eru að fara um svæðið. Ég segi já við því,“ segir Gunnar. „Það getur vel verið að við þurfum að grípa til enn frekari aðgerðar. En að gera ekki neitt er ekki í boði. Ríkisstjórnin hefur sett verulega fjármuni í að verja Grindavík með varnargörðum og aðgerðum. Þannig að það er eðlilegt að við höldum öllum þessum innviðum við.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Enn rólegt á Reykjanesskaga þótt gosið gæti á hverri stundu Óbreytt staða er enn á Reykjanesskaga þar sem áfram eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi á næstu dögum. Skjálftavirkni fer áfram rólega vaxandi og mældist á sjötta tug jarðskjálfta í nótt. 7. ágúst 2024 08:05