„Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2024 09:00 Albert Brynjar Ingason hélt mikla ræðu um stöðu mála hjá Fylki. stöð 2 sport Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. Fylkir tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á þriðjudaginn og er á botni deildarinnar með tólf stig. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði liðsins, byrjaði á bekknum þar sem Fylkismenn héldu að hann ætti að taka út leikbann gegn Blikum en svo reyndist ekki vera. Fyrir leikinn sendi Fylkir svo frá sér yfirlýsingu þar sem félagið viðurkenndi að hafa frestað launagreiðslum til leikmanna. „Þetta er vandræðalegt fyrir klúbbinn,“ sagði Albert um mál Ragnars Braga í Stúkunni í gær. „Að þeir hafi allir klikkað á þessu. Ok, það er búið að setja upp leikinn. Ég skil það vel. En Ragnar Bragi er mikilvægasti leikmaður liðsins. Hann er fyrirliðinn og djúpur miðjumaður. Ég held að þeir hefðu alveg getað sett hann samt inn. Þú ert með Rúnar [Pál Sigmundsson] sem er mjög reynslumikill þjálfari og aðstoðarþjálfarann Brynjar Björn [Gunnarsson]. Þú ert með menn í kringum klúbbinn sem hafa spilað leikinn og alla leikmennina; að enginn hafi kveikt á þessu er hálf ótrúlegt og mjög vandræðalegt.“ Þá kom engin yfirlýsing Albert rifjaði upp umræðuna um Gunnlaug Fannar Guðmundsson fyrir tímabilið og brottrekstur aðstoðarþjálfarans Olgeirs Sigurgeirssonar. „Þá heyrðist ekkert. Þá kom engin yfirlýsing frá klúbbnum út af því. Það bjó bara til meira vesen. Það fóru allir að spá í af hverju hann var látinn fara. Þeir hefðu getað komið með eina þægilega yfirlýsingu með það og búið,“ sagði Albert og sneri sér svo að yfirlýsingu Fylkis um launamálin. Klippa: Stúkan - Umræða um Fylki Kveikjan að því var umfjöllun í hlaðvarpinu Þungavigtinni að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða að fá greidd laun. DV fjallaði um. Í yfirlýsingunni gengust Fylkismenn við því að hafa frestað launagreiðslum. „Einhverjir pjakkar á Þjóðhátíð: Það var verið að biðja okkur að bíða með greiðslur. Þá kemur einhver yfirlýsing sem býr til miklu meira vesen. Þetta er svo heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er svona í öllum klúbbum. Það eru kannski 2-3 klúbbar á Íslandi sem eru ekki í neinum vandamálum með launamál. Það hafa allir lent í því einhvern tímann á ferlinum að það þurfti að bíða aðeins með launin. Það er meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð, tala við menn með hlaðvörp og segja: Það er verið að biðja mig um að bíða með launin. Ég horfi meira á það. Það er vandamálið. Ekki það að félagið þurfi að biðja leikmenn aðeins um að bíða. Það hafa allir lent í því. Að gefa út einhverja yfirlýsingu býr bara til stærri snjóbolta. Svo til að toppa þetta allt, Ragnar Bragi; þeir setja mikilvægasta leikmanninn sinn í tveggja leikja bann. Þetta er bara svo heimskulegt. Það mætti halda að ég sé að stýra þessum klúbbi.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Sjá meira
Fylkir tapaði 3-0 fyrir Breiðabliki í Bestu deild karla á þriðjudaginn og er á botni deildarinnar með tólf stig. Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði liðsins, byrjaði á bekknum þar sem Fylkismenn héldu að hann ætti að taka út leikbann gegn Blikum en svo reyndist ekki vera. Fyrir leikinn sendi Fylkir svo frá sér yfirlýsingu þar sem félagið viðurkenndi að hafa frestað launagreiðslum til leikmanna. „Þetta er vandræðalegt fyrir klúbbinn,“ sagði Albert um mál Ragnars Braga í Stúkunni í gær. „Að þeir hafi allir klikkað á þessu. Ok, það er búið að setja upp leikinn. Ég skil það vel. En Ragnar Bragi er mikilvægasti leikmaður liðsins. Hann er fyrirliðinn og djúpur miðjumaður. Ég held að þeir hefðu alveg getað sett hann samt inn. Þú ert með Rúnar [Pál Sigmundsson] sem er mjög reynslumikill þjálfari og aðstoðarþjálfarann Brynjar Björn [Gunnarsson]. Þú ert með menn í kringum klúbbinn sem hafa spilað leikinn og alla leikmennina; að enginn hafi kveikt á þessu er hálf ótrúlegt og mjög vandræðalegt.“ Þá kom engin yfirlýsing Albert rifjaði upp umræðuna um Gunnlaug Fannar Guðmundsson fyrir tímabilið og brottrekstur aðstoðarþjálfarans Olgeirs Sigurgeirssonar. „Þá heyrðist ekkert. Þá kom engin yfirlýsing frá klúbbnum út af því. Það bjó bara til meira vesen. Það fóru allir að spá í af hverju hann var látinn fara. Þeir hefðu getað komið með eina þægilega yfirlýsingu með það og búið,“ sagði Albert og sneri sér svo að yfirlýsingu Fylkis um launamálin. Klippa: Stúkan - Umræða um Fylki Kveikjan að því var umfjöllun í hlaðvarpinu Þungavigtinni að einhverjir leikmenn Fylkis hefðu verið beðnir um að bíða að fá greidd laun. DV fjallaði um. Í yfirlýsingunni gengust Fylkismenn við því að hafa frestað launagreiðslum. „Einhverjir pjakkar á Þjóðhátíð: Það var verið að biðja okkur að bíða með greiðslur. Þá kemur einhver yfirlýsing sem býr til miklu meira vesen. Þetta er svo heimskulegt,“ sagði Albert. „Þetta er svona í öllum klúbbum. Það eru kannski 2-3 klúbbar á Íslandi sem eru ekki í neinum vandamálum með launamál. Það hafa allir lent í því einhvern tímann á ferlinum að það þurfti að bíða aðeins með launin. Það er meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð, tala við menn með hlaðvörp og segja: Það er verið að biðja mig um að bíða með launin. Ég horfi meira á það. Það er vandamálið. Ekki það að félagið þurfi að biðja leikmenn aðeins um að bíða. Það hafa allir lent í því. Að gefa út einhverja yfirlýsingu býr bara til stærri snjóbolta. Svo til að toppa þetta allt, Ragnar Bragi; þeir setja mikilvægasta leikmanninn sinn í tveggja leikja bann. Þetta er bara svo heimskulegt. Það mætti halda að ég sé að stýra þessum klúbbi.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn