Ræddu um liðsval og tíðar breytingar Jökuls: „Þetta er bara bull“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. ágúst 2024 13:00 Jökull Elísabetarson er á sínu fyrsta heila tímabili sem þjálfari Stjörnunnar. vísir/diego Tíðar breytingar Jökuls Elísabetarsonar á byrjunarliði Stjörnunnar voru til umræðu í Stúkunni í gær. Jökull gerði sjö breytingar á Stjörnuliðinu fyrir leikinn gegn Fram sem tapaðist, 2-1. Í síðustu sex leikjum hefur hann gert 29 breytingar á byrjunarliði Garðbæinga. „Við hrósuðum Jökli og fannst eiginlega hálf ótrúlegt hvernig þeir komust í gegnum leikinn gegn ÍA með allar þessar breytingar, sérstaklega hvað voru margir að spila út úr stöðu. Þetta er ekkert hægt svona,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Stúkunni í gær. Hann benti ennfremur á að auk breytinga á byrjunarliðinu væri Jökull gjarn á að færa menn til í stöðum. „Það er eiginlega bara einn leikmaður í þessu liði sem er með stöðu, fyrir utan markverðina, og það er Emil Atlason. Allir aðrir hafa á einhverjum tímapunkti verið færðir,“ sagði Albert. „Þetta er bara bull. Jökull fer sínar eigin leiðir en stundum aðeins of mikið.“ Fá svör eftir undirbúningstímabilið Atli Viðar Björnsson tók undir með Alberti. „Mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika. Þeir hrærðu mjög mikið í liðinu í vetur og þegar líða fór nær móti gat enginn sagt með vissu hvernig liðið væri og hvernig þeir kæmu undan vetri,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Stúkan - Umræða um Stjörnuna „Þetta fór hægt af stað og tímabilið er ekki búið að vera gott í stóra samhengingu. En fyrir svona tíu dögum, hálfum mánuði, hefði ég viljað segja að Stjarnan væri á besta mögulega stað upp undir heilt ár, níu mánuði. Mér fannst þetta vera að smella. Svo bíða þeir þetta afhroð í Evrópuleik í síðustu viku [gegn Paide, 4-0] og það er eins og þetta hafi verið kjaftshögg sem þeir voru ekki staðnir upp eftir í Úlfarárdalnum. Frammistaðan þar var beint framhald af leiknum úti þar sem þeir voru meðvitundarlausir.“ Stjarnan er í 7. sæti Bestu deildarinnar með 23 stig eftir sautján leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir „Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
Jökull gerði sjö breytingar á Stjörnuliðinu fyrir leikinn gegn Fram sem tapaðist, 2-1. Í síðustu sex leikjum hefur hann gert 29 breytingar á byrjunarliði Garðbæinga. „Við hrósuðum Jökli og fannst eiginlega hálf ótrúlegt hvernig þeir komust í gegnum leikinn gegn ÍA með allar þessar breytingar, sérstaklega hvað voru margir að spila út úr stöðu. Þetta er ekkert hægt svona,“ sagði Albert Brynjar Ingason í Stúkunni í gær. Hann benti ennfremur á að auk breytinga á byrjunarliðinu væri Jökull gjarn á að færa menn til í stöðum. „Það er eiginlega bara einn leikmaður í þessu liði sem er með stöðu, fyrir utan markverðina, og það er Emil Atlason. Allir aðrir hafa á einhverjum tímapunkti verið færðir,“ sagði Albert. „Þetta er bara bull. Jökull fer sínar eigin leiðir en stundum aðeins of mikið.“ Fá svör eftir undirbúningstímabilið Atli Viðar Björnsson tók undir með Alberti. „Mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika. Þeir hrærðu mjög mikið í liðinu í vetur og þegar líða fór nær móti gat enginn sagt með vissu hvernig liðið væri og hvernig þeir kæmu undan vetri,“ sagði Atli Viðar. Klippa: Stúkan - Umræða um Stjörnuna „Þetta fór hægt af stað og tímabilið er ekki búið að vera gott í stóra samhengingu. En fyrir svona tíu dögum, hálfum mánuði, hefði ég viljað segja að Stjarnan væri á besta mögulega stað upp undir heilt ár, níu mánuði. Mér fannst þetta vera að smella. Svo bíða þeir þetta afhroð í Evrópuleik í síðustu viku [gegn Paide, 4-0] og það er eins og þetta hafi verið kjaftshögg sem þeir voru ekki staðnir upp eftir í Úlfarárdalnum. Frammistaðan þar var beint framhald af leiknum úti þar sem þeir voru meðvitundarlausir.“ Stjarnan er í 7. sæti Bestu deildarinnar með 23 stig eftir sautján leiki. Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki á sunnudaginn. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir „Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Sjá meira
„Meira sjokkerandi að leikmenn séu að fara á útihátíð og tala við menn með hlaðvörp“ Albert Brynjar Ingason furðaði sig á stöðu mála og vinnubrögðunum hjá sínu gamla félagi, Fylki, í Stúkunni í gær. 9. ágúst 2024 09:00