Óvinsæll í vinahópnum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2024 15:13 Hjónin eru enn hjón en vilja samt ekki vera saman. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Ben Affleck varð aldrei vinsæll meðal nánustu vina og samstarfsmanna Jennifer Lopez, sem sættu sig einungis við að besta vinkona þeirra væri gift leikaranum. Meðal þeirra sem tóku leikarann aldrei í sátt var umboðsmaðurinn Benny Medina en hann hefur haft Lopez á sínum snærum um árabil. Þetta er fullyrt í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix. Líkt og fram hefur komið er hjónaband þeirra Affleck og Lopez svo gott sem á endastöð. Þau hafa ekki sést saman opinberlega síðan í mars. Samkvæmt nýjustu tíðindum vill Affleck ekki skilja við söngkonuna alveg strax, henni til mikilla ama. Í frétt miðilsins segir að umboðsmaðurinn hafi aldrei þolað Affleck, allt frá því að þau Lopez voru síðast saman í upphafi aldarinnar. „Þau þola ekki hvort annað. Þeim hefur aldrei líkað við hvort annað og það er enn slæmt á milli þeirra,“ segir ónefndur heimildarmaður bandaríska slúðurmiðlinum. Fram kemur að Lopez og Medina hafi haldið í sitthvora áttina árið 2003 einmitt vegna Affleck. Hún hafi ráðið hann aftur örfáum árum síðar og umboðsmaðurinn passað sig að tala ekki illa um Affleck í síðara skiptið. Eyðilagði vináttuna Þá kemur fram í umfjöllun bandaríska miðilsins að hjónaband þeirra Affleck og Lopez hafi orðið til þess að slitnaði upp úr vináttu Lopez og bestu vinkonu hennar Leah Remini. Henni kynntist hún í gegnum fyrrverandi eiginmann sinn Marc Anthony. Ástæðan sú að Leah hafi hvatt Lopez til þess að hugsa sig tvisvar um áður en hún fór að hitta Affleck að nýju. Hvatti hún söngkonuna til að rifja það upp hvers vegna þau hefðu hætt saman síðast. „Henni fannst hann vera eigingjarn og ekki leggja sig nægilega fram. J.Lo var ekki sátt við að heyra þetta svo að það eyðilagði vináttuna,“ segir heimildarmaðurinn. Remini og Lopez séu hinsvegar orðnar vinkonur að nýju og Remini staðið með sinni konu á erfiðum tímum. Hollywood Tengdar fréttir Jennifer Lopez og Ben Affleck selja glæsihöllina Hollywood-hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa sett glæsihöll sína í Beverly Hills á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 68 milljónir dollara eða um níu milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2024 11:48 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Þetta er fullyrt í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix. Líkt og fram hefur komið er hjónaband þeirra Affleck og Lopez svo gott sem á endastöð. Þau hafa ekki sést saman opinberlega síðan í mars. Samkvæmt nýjustu tíðindum vill Affleck ekki skilja við söngkonuna alveg strax, henni til mikilla ama. Í frétt miðilsins segir að umboðsmaðurinn hafi aldrei þolað Affleck, allt frá því að þau Lopez voru síðast saman í upphafi aldarinnar. „Þau þola ekki hvort annað. Þeim hefur aldrei líkað við hvort annað og það er enn slæmt á milli þeirra,“ segir ónefndur heimildarmaður bandaríska slúðurmiðlinum. Fram kemur að Lopez og Medina hafi haldið í sitthvora áttina árið 2003 einmitt vegna Affleck. Hún hafi ráðið hann aftur örfáum árum síðar og umboðsmaðurinn passað sig að tala ekki illa um Affleck í síðara skiptið. Eyðilagði vináttuna Þá kemur fram í umfjöllun bandaríska miðilsins að hjónaband þeirra Affleck og Lopez hafi orðið til þess að slitnaði upp úr vináttu Lopez og bestu vinkonu hennar Leah Remini. Henni kynntist hún í gegnum fyrrverandi eiginmann sinn Marc Anthony. Ástæðan sú að Leah hafi hvatt Lopez til þess að hugsa sig tvisvar um áður en hún fór að hitta Affleck að nýju. Hvatti hún söngkonuna til að rifja það upp hvers vegna þau hefðu hætt saman síðast. „Henni fannst hann vera eigingjarn og ekki leggja sig nægilega fram. J.Lo var ekki sátt við að heyra þetta svo að það eyðilagði vináttuna,“ segir heimildarmaðurinn. Remini og Lopez séu hinsvegar orðnar vinkonur að nýju og Remini staðið með sinni konu á erfiðum tímum.
Hollywood Tengdar fréttir Jennifer Lopez og Ben Affleck selja glæsihöllina Hollywood-hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa sett glæsihöll sína í Beverly Hills á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 68 milljónir dollara eða um níu milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2024 11:48 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Jennifer Lopez og Ben Affleck selja glæsihöllina Hollywood-hjónin Jennifer Lopez og Ben Affleck hafa sett glæsihöll sína í Beverly Hills á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 68 milljónir dollara eða um níu milljarðar íslenskra króna. 12. júlí 2024 11:48