Þurfti að berjast við krabbamein í stríðshrjáðu landi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 10. ágúst 2024 10:31 Ferðalag Mounu einkennist af því að flýja stríðshrjáð Sýrland, lifa af brjóstakrabbamein og byggja upp nýtt líf í Evrópu. Samsett „Ég var hrædd við að deyja, vissi ekki hvort það yrði úr krabbameini eða af völdum sprengju,“ segir Mouna Nasr en hún greindist með árásargjarnt hormónabrjóstakrabbamein einungis 30 ára gömul. Hún stóð frammi fyrir þeirri áskorun að lifa af á stríðsátaka svæði og berjast við lífshættulegan sjúkdóm á sama tíma. Mouna er sýrlensk-venesúelsk en býr í dag á Íslandi. Hún er ein þeirra sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem gefið var út á dögunum í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Sjúkrahúsið var margsinnist sprengt Fjölmenningararfleifð Mounu má rekja til búferlaflutninga föður hennar frá Sýrlandi til Venesúela, þar sem hann kynntist móður hennar. Mouna eyddi æsku sinni ýmist í Venesúela eða Sýrlands þar til fjölskylda hennar settist að í Sýrlandi. Þegar stríðið braust út neyddust þau hins vegar til að flytja aftur. Mouna er lyfjafræðingur að mennt og starfaði hjá Rauða krossinum í Sýrlandi þar sem áhersla var lögð á næringu barna og barnshafandi kvenna. Mitt í þessari vinnu, í október 2017, þegar hún var að fræða mæður um brjóstagjöf og forvarnir gegn brjóstakrabbameini, uppgötvaði hún hnút í eigin brjósti. Síðar kom í ljós að um var að ræða 0,5 cm æxli sem krafðist tafar[1]lausrar skurðaðgerðar, lyfja- og geislameðferðar. Á sama tíma bjó Mouna við stöðugar sprengjuárásir í Damaskus og hótanir um árásir. „Stundum var öruggara að ferðast með rútu á spítalann, þrátt fyrir að vera hræðilega veik af lyfjameðferð, til að forðast mannrán og önnur stríðsvandamál, sem og vegna skorts á bensíni fyrir bílinn minn,“ segir Mouna jafnframt og bætir við að aðstæðurnar í heimalandi hennar hafi hindrað hana í að fá áreiðanlega meðferð. Ofan á allt saman hafði eiginmaður hennar, sem er læknismenntaður, þurft að flýja til Venesúela til að forðast það að vera kallaður í herinn. Seinna sótti hann um hæli á Íslandi. Mouna stóð því ein eftir með unga dóttur sína. „Damaskus var mjög óörugg og sjúkrahúsið hafði margsinnis verið sprengt. Ég þurfti að borga fyrir innfluttu lyfjameðferðina mína og stól þar sem ég gat setið og fengið meðferðina mína. Ef ég hefði ekki átt peninga hefði ég ekki fengið meðferð.“ Mouna vonast til að geta átt gott og öruggt líf á Íslandi ásamt eiginmanni sínum og dóttur.Kraftur stuðningsfélag Nýtt líf á Íslandi Í kjölfarið tók Mouna þá erfiðu ákvörðun að yfirgefa Sýrland. Mæðgurnar fluttu til Hollands í leit að öruggara lífi. Þar kom hún í kynni stuðningssamtök fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Samtökin veittu henni nauðsynlegan tilfinningalegan stuðning og hjálpuðu henni að vafra um flókið kerfi þar sem hún þurfti áframhaldandi krabbameinsmeðferð og að fara í aðra aðgerð í Hollandi. Árið 2022 voru Mouna og eiginmaður hennar loks sameinuð á ný – á Íslandi. „Við erum saman og það skiptir mestu máli,“ segir Mouna en hér á landi hefur hún gengist frekari krabbameinsmeðferðir og er á biðlista eftir þriðju aðgerðinni sinni. Hún segir íslenska heilbrigðiskerfið hafa gefið sér von á ný. Hún hefur einnig nýtt sér starfsemi Krafts og ber félaginu vel söguna. Í dag starfar Mouna í apóteki Landspítalans en bæði hún og eiginmaður hennar sem er kvensjúkdómalæknir, standa frammi fyrir áskorunum vegna bakgrunns utan EES. Þau hafa hvorugt fengið viðurkenningu á menntun sinni og reynslu en halda í vonina. „Ég vil lifa venjulegu og öruggu lífi hér á Íslandi.“ Krabbamein Heilbrigðismál Hælisleitendur Sýrland Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira
Mouna er sýrlensk-venesúelsk en býr í dag á Íslandi. Hún er ein þeirra sem rætt er við í veglegu blaði Krafts sem gefið var út á dögunum í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. Sjúkrahúsið var margsinnist sprengt Fjölmenningararfleifð Mounu má rekja til búferlaflutninga föður hennar frá Sýrlandi til Venesúela, þar sem hann kynntist móður hennar. Mouna eyddi æsku sinni ýmist í Venesúela eða Sýrlands þar til fjölskylda hennar settist að í Sýrlandi. Þegar stríðið braust út neyddust þau hins vegar til að flytja aftur. Mouna er lyfjafræðingur að mennt og starfaði hjá Rauða krossinum í Sýrlandi þar sem áhersla var lögð á næringu barna og barnshafandi kvenna. Mitt í þessari vinnu, í október 2017, þegar hún var að fræða mæður um brjóstagjöf og forvarnir gegn brjóstakrabbameini, uppgötvaði hún hnút í eigin brjósti. Síðar kom í ljós að um var að ræða 0,5 cm æxli sem krafðist tafar[1]lausrar skurðaðgerðar, lyfja- og geislameðferðar. Á sama tíma bjó Mouna við stöðugar sprengjuárásir í Damaskus og hótanir um árásir. „Stundum var öruggara að ferðast með rútu á spítalann, þrátt fyrir að vera hræðilega veik af lyfjameðferð, til að forðast mannrán og önnur stríðsvandamál, sem og vegna skorts á bensíni fyrir bílinn minn,“ segir Mouna jafnframt og bætir við að aðstæðurnar í heimalandi hennar hafi hindrað hana í að fá áreiðanlega meðferð. Ofan á allt saman hafði eiginmaður hennar, sem er læknismenntaður, þurft að flýja til Venesúela til að forðast það að vera kallaður í herinn. Seinna sótti hann um hæli á Íslandi. Mouna stóð því ein eftir með unga dóttur sína. „Damaskus var mjög óörugg og sjúkrahúsið hafði margsinnis verið sprengt. Ég þurfti að borga fyrir innfluttu lyfjameðferðina mína og stól þar sem ég gat setið og fengið meðferðina mína. Ef ég hefði ekki átt peninga hefði ég ekki fengið meðferð.“ Mouna vonast til að geta átt gott og öruggt líf á Íslandi ásamt eiginmanni sínum og dóttur.Kraftur stuðningsfélag Nýtt líf á Íslandi Í kjölfarið tók Mouna þá erfiðu ákvörðun að yfirgefa Sýrland. Mæðgurnar fluttu til Hollands í leit að öruggara lífi. Þar kom hún í kynni stuðningssamtök fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Samtökin veittu henni nauðsynlegan tilfinningalegan stuðning og hjálpuðu henni að vafra um flókið kerfi þar sem hún þurfti áframhaldandi krabbameinsmeðferð og að fara í aðra aðgerð í Hollandi. Árið 2022 voru Mouna og eiginmaður hennar loks sameinuð á ný – á Íslandi. „Við erum saman og það skiptir mestu máli,“ segir Mouna en hér á landi hefur hún gengist frekari krabbameinsmeðferðir og er á biðlista eftir þriðju aðgerðinni sinni. Hún segir íslenska heilbrigðiskerfið hafa gefið sér von á ný. Hún hefur einnig nýtt sér starfsemi Krafts og ber félaginu vel söguna. Í dag starfar Mouna í apóteki Landspítalans en bæði hún og eiginmaður hennar sem er kvensjúkdómalæknir, standa frammi fyrir áskorunum vegna bakgrunns utan EES. Þau hafa hvorugt fengið viðurkenningu á menntun sinni og reynslu en halda í vonina. „Ég vil lifa venjulegu og öruggu lífi hér á Íslandi.“
Krabbamein Heilbrigðismál Hælisleitendur Sýrland Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Fleiri fréttir 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Sjá meira