Innlent

Rússar lýsa yfir neyðar­á­standi og nýtt rafs­kútu­fyrir­tæki

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir klukkan hálfsjö. Vísir

Rússar hafa lýst yfir neyðarástandi vegna gagnárásar Úkraínumanna innan landamæra Rússlands sem hófst fyrr í vikunni. Mikil leynd virðist hvíla yfir aðgerðum Úkraínumanna sem komu Rússum verulega í opna skjöldu. 

Þetta segir íslenskur blaðamaður búsettur í Úkraínu sem rætt verður við í kvöldfréttum Stöðvar 2. Árásir Rússa í Úkraínu halda einnig áfarm en minnst ellefu féllu í árás á verslunarkjarna í Úkraínu í dag.

Eitt stærsta deilirafskútufyrirtæki heims hefur hafið starfsemi á Íslandi. Leiguverðið er mun lægra en það sem þekkist hér á landi, þó það gæti breyst á næstu mánuðum.

Í fréttatímanum verðum við einnig í Þorlákshöfn þar sem bæjarhátíðin Hamingjan við hafið fer fram um helgina og komum einnig við á æfingu hjá goðsagnakenndu hljómsveitinni Sister Sledge sem treður upp í Hörpu í kvöld.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30

Klippa: Kvöldfréttir 9. ágúst 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×