Ummælin komi á óvart „jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2024 09:41 Dagur segir það koma á óvart að einhver vilji tala niður ókeypis námsgögn og skólamáltíðir. Vísir/Einar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir að ákvörðun sem kom til framkvæmda 2018 um ókeypis námsgögn í skólum hafi verið í alla staði jákvætt mál og þýtt aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna. Það komi á óvart að einhver vilji tala þetta niður, „jafnvel frá Sjálftæðisflokknum.“ Dagur birti færslu um málið á Facebook í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gerði ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir að umræðuefni í vikunni. Hún sagði að skólar safni of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun, og fæstir foreldrar þyrftu á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Ráðstöfunin hafi sparað fjármuni „Þetta var í alla staði jákvætt mál að mínu mati - þýddi aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna en sparaði líka foreldrum mikið sporin og stressið í aðdraganda skólagöngunnar,“ segir Dagur um ókeypis námsgögn. Síðast en ekki síst hafi þetta sparað mikla fjármuni. Útboð borgarinnar hafi skilað margfalt hagstæðari niðurstöðu en búist hafði verið við, og foreldrar hafi sparað sér tugi þúsunda kostnað vegna námsgagna með hverju barni. Sjálfstæðisflokkurinn kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur „Það að leggja lykkju á leið sína til að tala þetta niður eða leggjast gegn svo jákvæðri breytingu í þágu barnafólks og raun ber vitni kemur á óvart - jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Dagur. Einhverjir telji þetta til marks um að flokkurinn sé að „skerpa á hægri áherslunum,“ en Dagur segist halda að þetta sé frekar til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur, „sem eru að láta daginn, vikuna og mánuðinn ganga upp og veruleika vinnandi fólks í borginni og landinu.“ Gjaldfrjálsar skólamáltíðir umtalsverð kjarabót „Í haust bætast svo við ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum sem er umtalsverð kjarabót fyrir barnafólk. Þessi aðgerð er mun umfangsmeiri og dýrari en ókeypis námsgögn en áhrifin á kjör barnafjölskyldna þeim mun meiri og jákvæðari,“ segir Dagur. Hann segir að máltíðirnar hafi ekki komið af sjálfu sér, heldur hafi þær orðið að veruleika vegna eindreginnar baráttu verkalýðshreyfingarinnar og félagshyggjufólks í sveitarfélögunum í aðdraganda síðustu kjarasamninga. Það sé ekkert leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn hafi róið þar víða á móti. Skóla- og menntamál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Dagur birti færslu um málið á Facebook í morgun. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, gerði ókeypis námsgögn og fyrirhugaðar ókeypis skólamáltíðir að umræðuefni í vikunni. Hún sagði að skólar safni of miklu af ónotuðum námsgögnum með tilheyrandi kostnaði og sóun, og fæstir foreldrar þyrftu á gjaldfrjálsum gögnum eða máltíðum að halda. Ráðstöfunin hafi sparað fjármuni „Þetta var í alla staði jákvætt mál að mínu mati - þýddi aukinn jöfnuð og jafnræði meðal barna en sparaði líka foreldrum mikið sporin og stressið í aðdraganda skólagöngunnar,“ segir Dagur um ókeypis námsgögn. Síðast en ekki síst hafi þetta sparað mikla fjármuni. Útboð borgarinnar hafi skilað margfalt hagstæðari niðurstöðu en búist hafði verið við, og foreldrar hafi sparað sér tugi þúsunda kostnað vegna námsgagna með hverju barni. Sjálfstæðisflokkurinn kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur „Það að leggja lykkju á leið sína til að tala þetta niður eða leggjast gegn svo jákvæðri breytingu í þágu barnafólks og raun ber vitni kemur á óvart - jafnvel frá Sjálfstæðisflokknum,“ segir Dagur. Einhverjir telji þetta til marks um að flokkurinn sé að „skerpa á hægri áherslunum,“ en Dagur segist halda að þetta sé frekar til marks um að Sjálfstæðisflokkurinn sé kominn úr tengslum við venjulegar fjölskyldur, „sem eru að láta daginn, vikuna og mánuðinn ganga upp og veruleika vinnandi fólks í borginni og landinu.“ Gjaldfrjálsar skólamáltíðir umtalsverð kjarabót „Í haust bætast svo við ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum sem er umtalsverð kjarabót fyrir barnafólk. Þessi aðgerð er mun umfangsmeiri og dýrari en ókeypis námsgögn en áhrifin á kjör barnafjölskyldna þeim mun meiri og jákvæðari,“ segir Dagur. Hann segir að máltíðirnar hafi ekki komið af sjálfu sér, heldur hafi þær orðið að veruleika vegna eindreginnar baráttu verkalýðshreyfingarinnar og félagshyggjufólks í sveitarfélögunum í aðdraganda síðustu kjarasamninga. Það sé ekkert leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn hafi róið þar víða á móti.
Skóla- og menntamál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira