Hápunktur Hinsegin daga, Gleðigangan, fór fram í dag þegar gengið var frá Hallgímskirkju að Hljómskálagarði með pompi og prakt. Að göngunni lokinni var blásið til útihátíðar í Hljómskálagarði, þar sem fjöldinn allur af tónlistarfólki kemur fram. Hægt er að fylgjast með beinu streymi frá tónleikunum hér að neðan.
Páll Óskar giftist Edgari Antonio í mars á þessu ári, og kveðst aldrei hafa verið hamingjusamari. Antonio er flóttamaður frá Venesúela.

