Sport

Fyrsta japanska konan til að vinna gull í frjálsum

Siggeir Ævarsson skrifar
Haruka Kitaguchi hringir bjöllunni eftir sigurinn
Haruka Kitaguchi hringir bjöllunni eftir sigurinn EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA

Spjótkastarinn Haruka Kitaguchi skráði sig í sögubækurnar í kvöld þegar hún varð fyrsta japanska konan í sögunni til að vinna til gullverðalauna í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum.

Sigur Kitaguchi þarf þó ekki að koma neinum á óvart en hún er ríkjandi heimsmeistari í greininni eftir að hafa kastað spjótinu 66,73 metra í Búkarest í fyrra.

Hún tryggði sér sigurinn í kvöld í fyrsta kasti þegar hún kastaði spjótinu 65,8 metra, sem er það lengsta sem hún hefur kastað í ár. Enginn annar keppandi komst nálægt henni í kvöld sem tók aðeins spennuna úr úrslitunum.

Jo-Ane van Dyk frá S-Afríku varð í 2. sæti með kast upp á 63,93 metra og Nikola Ogrodnikova frá Tékklandi varð þriðja með 63,68 metra kast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×