Guðný Árnadóttir, Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir voru í byrjunarliði Kristianstad og léku allan leikinn.
Norrköping byrjaði leikinn miklu betur og eftir hálftíma var staðan 0-3, gestunum í vil.
Guðný klóraði í bakkann fyrir Kristianstad með sínu fyrsta marki félagið á 55. mínútu en nær komust heimakonur ekki. Lokatölur 1-3, Norrköping í vil.
Þetta var annað tap Kristianstad í röð en í síðustu þremur leikjum hefur liðið aðeins fengið eitt stig. Kristianstad er í 4. sæti deildarinnar með 26 stig eftir fjórtán leiki.