Mamman tók verðlaunaféð af Ólympíumeistaranum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 12:01 Carlos Edriel Yulo með Ólympíugullverðlaun sín sem hann fékk fyrir sigur í æfingum á gólfi. Getty/Stephen McCarthy Er Ólympíumeistara treystandi fyrir verðlaunafénu sínu eða ætlar að móðir hans kannski að nota það til eigin nota? Deilur mæðgina eru stórt fjölmiðlamál á Filippseyjum. Carlos Yulo er ein af fimleikastjörnum Ólympíuleikanna í París og sönn þjóðhetja á Filippseyjum eftir gullverðlaunin sem hann vann á leikunum. Yulo varð Ólympíumeistari bæði í gólfæfingum sem og í stökki. Stjórnvöld á Filippseyjum ætla að verðlauna Yulo á margan hátt, bæði með peningum en eins með alls kyns öðrum fríðindum. Með aðgang að reikningi sonarins Slæmt samband hans og móður hans hefur hins vegar komið fram í dagsljósið eftir sigurinn. Yulo upplýsti um það á samfélagsmiðlum að móðir hans hafi hreinlega tekið frá honum verðlaunaféð. Forbes fjallar um málið. Hinn 24 ára gamli Yulo sagði frá því að móðir hans hafi umsjón með reikningnum sem verðlaunafé hans kemur inn á. Hún hefur verið að taka pening út af þessum reikningi hans án þess að útskýra það frekar fyrir honum í hvað peningurinn fari. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes) Móðir hans sagði Yulo ekki frá því þegar hann fékk verðlaunafé fyrir keppni árið 2022. Hún hélt því líka fram að peningaupphæðin hefði verið mun lægri en hún var í rauninni. Móðir hans, Angelica Yulo, neitar þessum ásökunum og hélt því fram í viðtali að hún væri að taka peninginn af reikningi stráksins til að passa upp á það að hann ætti nóg fyrir framtíðina. Nýja kærastan Upphafið af deilum mæðginanna er þó líklega sú að móðirin var ekki sátt við nýja kærustu hans, Chloe San Jose. Móðir hans var ósátt með bæði klæðaburð og hegðun kærustunnar. Yulo segir að Chloe hafi alist upp í öðrum menningarheimi í Ástralíu og hafnar því að hún sé að nota hann til að komast yfir peningana hans. Yulo er sigursælasti fimleikamaður Filippseyja frá upphafi því hann hefur einnig unnið sex verðlaun á heimsmeistaramótum. Fyrir þessa Ólympíuleika höfðu Filippseyjar aðeins unnið ein Ólympíuverðlaun í sögunni og hann bætti nú tvennum við. Fyrirgefur móður sinni Yulo fyrirgefur móður sinni og vonast eftir því að þau geti fagnað árangri hans með öllum hinum Filippseyingunum. Samkvæmt frétt í blaðinu Philstar þá fær Ólympíugullverðlaunahafi tíu milljónir pesóa frá stjórnvöldum fyrir sigur sinn og filippseyska þingið vill verðlauna hann með sex milljónum pesóa til viðbótar. Þetta eru samtals rúmar 38 milljónir íslenskra króna. Veitingastaður einn hefur lofað honum ókeypis ramen súpu út lífið og fasteignafélag ætlar að bjóða honum upp á fullinnréttaða íbúð í borginni Taguig. Þá er ótalið allir þeir auglýsingasamningar sem honum munu nú bjóðast sem fremsti íþróttamaður þjóðar sinnar. Það eru því peningar að streyma inn á umræddan reikning. Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira
Carlos Yulo er ein af fimleikastjörnum Ólympíuleikanna í París og sönn þjóðhetja á Filippseyjum eftir gullverðlaunin sem hann vann á leikunum. Yulo varð Ólympíumeistari bæði í gólfæfingum sem og í stökki. Stjórnvöld á Filippseyjum ætla að verðlauna Yulo á margan hátt, bæði með peningum en eins með alls kyns öðrum fríðindum. Með aðgang að reikningi sonarins Slæmt samband hans og móður hans hefur hins vegar komið fram í dagsljósið eftir sigurinn. Yulo upplýsti um það á samfélagsmiðlum að móðir hans hafi hreinlega tekið frá honum verðlaunaféð. Forbes fjallar um málið. Hinn 24 ára gamli Yulo sagði frá því að móðir hans hafi umsjón með reikningnum sem verðlaunafé hans kemur inn á. Hún hefur verið að taka pening út af þessum reikningi hans án þess að útskýra það frekar fyrir honum í hvað peningurinn fari. View this post on Instagram A post shared by Forbes (@forbes) Móðir hans sagði Yulo ekki frá því þegar hann fékk verðlaunafé fyrir keppni árið 2022. Hún hélt því líka fram að peningaupphæðin hefði verið mun lægri en hún var í rauninni. Móðir hans, Angelica Yulo, neitar þessum ásökunum og hélt því fram í viðtali að hún væri að taka peninginn af reikningi stráksins til að passa upp á það að hann ætti nóg fyrir framtíðina. Nýja kærastan Upphafið af deilum mæðginanna er þó líklega sú að móðirin var ekki sátt við nýja kærustu hans, Chloe San Jose. Móðir hans var ósátt með bæði klæðaburð og hegðun kærustunnar. Yulo segir að Chloe hafi alist upp í öðrum menningarheimi í Ástralíu og hafnar því að hún sé að nota hann til að komast yfir peningana hans. Yulo er sigursælasti fimleikamaður Filippseyja frá upphafi því hann hefur einnig unnið sex verðlaun á heimsmeistaramótum. Fyrir þessa Ólympíuleika höfðu Filippseyjar aðeins unnið ein Ólympíuverðlaun í sögunni og hann bætti nú tvennum við. Fyrirgefur móður sinni Yulo fyrirgefur móður sinni og vonast eftir því að þau geti fagnað árangri hans með öllum hinum Filippseyingunum. Samkvæmt frétt í blaðinu Philstar þá fær Ólympíugullverðlaunahafi tíu milljónir pesóa frá stjórnvöldum fyrir sigur sinn og filippseyska þingið vill verðlauna hann með sex milljónum pesóa til viðbótar. Þetta eru samtals rúmar 38 milljónir íslenskra króna. Veitingastaður einn hefur lofað honum ókeypis ramen súpu út lífið og fasteignafélag ætlar að bjóða honum upp á fullinnréttaða íbúð í borginni Taguig. Þá er ótalið allir þeir auglýsingasamningar sem honum munu nú bjóðast sem fremsti íþróttamaður þjóðar sinnar. Það eru því peningar að streyma inn á umræddan reikning.
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Fleiri fréttir McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Sjá meira