„Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 12:30 Ana Barbosu horfir hér upp á stigatöfluna og sér að það er búið að breyta úrslitunum. Hún var þar með búin að missa bronsið sem hún hélt hún hefði unnið en sú rúmenska mun fá það aftur á endanum. Getty/Tim Clayton Rúmenska fimleikakonan Ana Barbosu er aftur orðin handhafi bronsverðlaunanna í gólfæfingum kvenna á Ólympíuleikunum í París eftir að hafa misst þau rétt eftir keppnina sjálfa. Alþjóðaíþróttadómstólinn útskurðaði að athugasemd bandaríska fimleikasambandsins hafi komið nokkrum sekúndum of seint og því hafi fresturinn til að óska eftir breytingu verið runninn út. Yfirlýsing Önu Barbosu á Instagram.@ana_barbosu Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles hafði gert athugasemd við erfiðleikastuðul æfingar sinnar sem að hennar mati var of lágur. Dómarar féllust á það og sú hækkun nægði til að koma Chiles úr fimmta sætinu og upp í það þriðja. Barbosu fagnaði eins og hún hefði unnið bronsið áður en hún áttaði sig á breytingunni. Nú hefur sú rúmenska tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum. „Sabrina, Jordan, hugur minn er hjá ykkur,“ skrifaði hin átján ára gamla Barbosu á ensku á Instagram. Hún beinir þar orðum sínum bæði til Jordan Chiles og Sabrinu Maneca-Voinea sem varð fjórða en færðist niður um eitt sæti eftir breytinguna. Chiles þarf að skila bronsinu en Barbosu missti líka af því að stíga upp á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum. „Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf. Ég veit að þið komið sterkari til baka. Ég vona svo innilega að á næstu Ólympíuleikum munum við allar þrjár vera saman á verðlaunapallinum. Það er sannur draumur minn,“ skrifaði Barbosu. Hún sagði að íþróttafólkið væri aðeins fórnarlamb í þessu máli. „Þetta er ekki okkur íþróttafólkinu að kenna. Það er því sárt að hatrinu sé beint að okkur,“ skrifaði Barbosu. Jordan Chiles varð meðal annars fórnarlamb nettrölla þar sem hótanir rigndu yfir hana á netinu. Eftir að hún missti aftur bronsið þá tók Chiles þá ákvörðun að hætta á samfélagsmiðlum til að passa upp á sína andlegu heilsu. View this post on Instagram A post shared by E! News (@enews) Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Alþjóðaíþróttadómstólinn útskurðaði að athugasemd bandaríska fimleikasambandsins hafi komið nokkrum sekúndum of seint og því hafi fresturinn til að óska eftir breytingu verið runninn út. Yfirlýsing Önu Barbosu á Instagram.@ana_barbosu Bandaríska fimleikakonan Jordan Chiles hafði gert athugasemd við erfiðleikastuðul æfingar sinnar sem að hennar mati var of lágur. Dómarar féllust á það og sú hækkun nægði til að koma Chiles úr fimmta sætinu og upp í það þriðja. Barbosu fagnaði eins og hún hefði unnið bronsið áður en hún áttaði sig á breytingunni. Nú hefur sú rúmenska tjáð sig á samfélagsmiðlum sínum. „Sabrina, Jordan, hugur minn er hjá ykkur,“ skrifaði hin átján ára gamla Barbosu á ensku á Instagram. Hún beinir þar orðum sínum bæði til Jordan Chiles og Sabrinu Maneca-Voinea sem varð fjórða en færðist niður um eitt sæti eftir breytinguna. Chiles þarf að skila bronsinu en Barbosu missti líka af því að stíga upp á verðlaunapallinn á Ólympíuleikum. „Ég veit hvernig ykkur líður því ég hef upplifað þetta sjálf. Ég veit að þið komið sterkari til baka. Ég vona svo innilega að á næstu Ólympíuleikum munum við allar þrjár vera saman á verðlaunapallinum. Það er sannur draumur minn,“ skrifaði Barbosu. Hún sagði að íþróttafólkið væri aðeins fórnarlamb í þessu máli. „Þetta er ekki okkur íþróttafólkinu að kenna. Það er því sárt að hatrinu sé beint að okkur,“ skrifaði Barbosu. Jordan Chiles varð meðal annars fórnarlamb nettrölla þar sem hótanir rigndu yfir hana á netinu. Eftir að hún missti aftur bronsið þá tók Chiles þá ákvörðun að hætta á samfélagsmiðlum til að passa upp á sína andlegu heilsu. View this post on Instagram A post shared by E! News (@enews)
Fimleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira