Matsferillinn sé svar við gagnrýni á samræmd próf Lovísa Arnardóttir skrifar 12. ágúst 2024 10:02 Freyja segir að það taki tíma að gera matsferill fyrir hvert fag. Mynd/Kristinn Ingvarsson Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, segir matsferilinn töluvert víðara fyrirbæri en samræmd próf. Hún skilji gagnrýni á að það taki tíma að búa hann til en að baki hvers matsferils sé mikil vinna. Matsferilinn er safn námstækja sem á að taka við af samræmdum prófum. Freyja fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Töluvert hefur verið rætt um matsferilinn síðustu daga í kjölfar þess að áform mennta- og barnamálaráðherra um frumvarp til breytinga á grunnskólalögum birtust í samráðsgátt í sumar. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sagði fyrir helgi að framundan væru einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. Freyja útskýrir að um sé að ræða yfirheiti á safni fjölbreyttra matstækja sem hafa mismunandi markmið. Innan þess séu til dæmis stöðu- og framvindupróf sem svipi til samræmdra prófa og séu notuð til að fylgjast með stöðu barna í grunnskólum. Freyja segir að þegar samræmd próf voru notuð hafi þau verið gagnrýnd af kennurunum fyrir það að erfitt hafi verið að nýta niðurstöðurnar í skólastarfið. Því sem dæmi hafi þau ekki haft aðgang að samanburði eða framvindu einstakra barna. Þeirri gagnrýni sé svarað með stöðu og framvinduprófunum sem sé hægt að láta börnin taka þega þeim hentar, auk þess sem þau eru tíðari og því sést betur framvinda og staða barns. Auðveldara sé fyrir kennara með þeim að grípa börn sem eru ekki að ná nógu góðum framförum. Freyja segir að prófagagnagrunnurinn sé miðlægur og því aðgengilegur skólum um allt land en það eigi eftir að ákveða hvaða próf verði skylda að leggja fyrir börnin og hver ekki. „Það er ekki okkar ákvörðun. Við vinnum samkvæmt niðurstöðu starfshóps sem var myndaður fyrir nokkru síðan,“ segir Freyja og að þau séu að útfæra hugmyndir starfshópsins á faglegan hátt. Vona að skólarnir noti prófin „Þetta er ákvörðun sem menntayfirvöld taka,“ segir Freyja og að hún geri ráð fyrir því að menntayfirvöld muni biðja alla skóla að leggja þau fyrir á einhverjum tímapunkti skólagöngu barns. „En við vonum auðvitað að skólarnir vilji nota öll prófin. Þannig eru þau gagnlegust og við fylgjumst auðvitað vel með því. Ef skólarnir eru ekki að nota þau þá er það eitthvað sem við þurfum að laga. Þá er eitthvað í þeim sem skólar sjá sér ekki hag í því,“ segir Freyja og að það sé einnig mikilvægt að nýta niðurstöðurnar vel. „Það er ekki nóg að meta, og meta,“ segir Freyja og bendir á að það verði að vera til eitthvað viðbragð við þeim niðurstöðum sem koma. Hún segir nýja stofnun hafa meira umboð en Menntamálastofnun til skólaþjónustu. Skólum hafi vantað bakhjarl og nýja stofnunin muni gera það. Matsferilinn sé eitt af þeim tækjum sem skólarnir fá en það þurfi að fylgja þeim eftir með innleiðingu og eftirfylgd. Stofnunin vinni nú að því að skilgreina hvað eigi að gera við hverjar niðurstöður og hvernig sé hægt að aðstoða barn eftir því hvaða niðurstöðu það fær. „Við erum með stuðningsefni, við erum með, við erum með ráðgjöf. Þetta er allt partur af stærri mynd sem við erum að þróa.“ Einkunn upp á 7,5 ekki það sama í einum skóla og öðrum Freyja segir mikilvægt að skólarnir noti sjálfir sín gögn til að meta þau börn sem eru hjá þeim en á sama tíma sé mikilvægt að vera með einhverja leið til að gera samanburð. 7,5 í einkunn í einum skóla sé ekki endilega það sama og 7,5 í öðrum skóla. Hún segir að niðurstöðurnar úr samræmdu prófunum verði gerðar opinberar en ekki eftir skóla eða barni. Það verði að gæta að persónuvernd. Hún segir að það verði gerður matsferill fyrir hvert fag en að það hafi verið skýrt ákall um að byrja á lesskilningi og stærðfræði. Þau leggi svo drög að matsferli fyrir íslensku sem annað mál og eftir það verði matsferlar fyrir fleiri fög búnir til. Matsferill á lesskilningi hefur verið tekinn í notkun en stærðfræði verður tekinn í notkun á næsta skólaári. Hún segir að baki hvers ferils mikil vinna og samráð og það taki tíma að gera svona tæki. „Það sem er snúnast við þessa stöðu er að á meðan það er verið að vinna að þessu námsmatskerfi, það hefur staðið síðustu þrjú á, þá er ekkert annað. Auðvitað hefði verið ákjósanlegt að samræmdu prófin hefðu haldið áfram að rúlla. En þau gerðu það ekki. Það var tekin ákvörðun um að fella þau niður af allskonar ástæðum á þeim tíma.“ Viðtalið í heild sinni er að ofan. Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Sorglegt og alvarlegt“ hvernig málum er komið í grunnskólum Björn Bjarnason segir óvissu ríkja í málaflokki grunnskólanna undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar. Á einföldu máli megi segja að hann sé að „redda grunnskólastarfi fyrir horn.“ Það sé sorglegt og alvarlegt að málum sé þannig komið í málaflokknum. 8. ágúst 2024 11:35 „Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Matsferilinn er safn námstækja sem á að taka við af samræmdum prófum. Freyja fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Töluvert hefur verið rætt um matsferilinn síðustu daga í kjölfar þess að áform mennta- og barnamálaráðherra um frumvarp til breytinga á grunnskólalögum birtust í samráðsgátt í sumar. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, sagði fyrir helgi að framundan væru einhverjar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi sem hafa orðið. Nýtt og betra samræmt námsmat, Matsferill, muni leysa gömlu samræmdu prófin af hólmi. Freyja útskýrir að um sé að ræða yfirheiti á safni fjölbreyttra matstækja sem hafa mismunandi markmið. Innan þess séu til dæmis stöðu- og framvindupróf sem svipi til samræmdra prófa og séu notuð til að fylgjast með stöðu barna í grunnskólum. Freyja segir að þegar samræmd próf voru notuð hafi þau verið gagnrýnd af kennurunum fyrir það að erfitt hafi verið að nýta niðurstöðurnar í skólastarfið. Því sem dæmi hafi þau ekki haft aðgang að samanburði eða framvindu einstakra barna. Þeirri gagnrýni sé svarað með stöðu og framvinduprófunum sem sé hægt að láta börnin taka þega þeim hentar, auk þess sem þau eru tíðari og því sést betur framvinda og staða barns. Auðveldara sé fyrir kennara með þeim að grípa börn sem eru ekki að ná nógu góðum framförum. Freyja segir að prófagagnagrunnurinn sé miðlægur og því aðgengilegur skólum um allt land en það eigi eftir að ákveða hvaða próf verði skylda að leggja fyrir börnin og hver ekki. „Það er ekki okkar ákvörðun. Við vinnum samkvæmt niðurstöðu starfshóps sem var myndaður fyrir nokkru síðan,“ segir Freyja og að þau séu að útfæra hugmyndir starfshópsins á faglegan hátt. Vona að skólarnir noti prófin „Þetta er ákvörðun sem menntayfirvöld taka,“ segir Freyja og að hún geri ráð fyrir því að menntayfirvöld muni biðja alla skóla að leggja þau fyrir á einhverjum tímapunkti skólagöngu barns. „En við vonum auðvitað að skólarnir vilji nota öll prófin. Þannig eru þau gagnlegust og við fylgjumst auðvitað vel með því. Ef skólarnir eru ekki að nota þau þá er það eitthvað sem við þurfum að laga. Þá er eitthvað í þeim sem skólar sjá sér ekki hag í því,“ segir Freyja og að það sé einnig mikilvægt að nýta niðurstöðurnar vel. „Það er ekki nóg að meta, og meta,“ segir Freyja og bendir á að það verði að vera til eitthvað viðbragð við þeim niðurstöðum sem koma. Hún segir nýja stofnun hafa meira umboð en Menntamálastofnun til skólaþjónustu. Skólum hafi vantað bakhjarl og nýja stofnunin muni gera það. Matsferilinn sé eitt af þeim tækjum sem skólarnir fá en það þurfi að fylgja þeim eftir með innleiðingu og eftirfylgd. Stofnunin vinni nú að því að skilgreina hvað eigi að gera við hverjar niðurstöður og hvernig sé hægt að aðstoða barn eftir því hvaða niðurstöðu það fær. „Við erum með stuðningsefni, við erum með, við erum með ráðgjöf. Þetta er allt partur af stærri mynd sem við erum að þróa.“ Einkunn upp á 7,5 ekki það sama í einum skóla og öðrum Freyja segir mikilvægt að skólarnir noti sjálfir sín gögn til að meta þau börn sem eru hjá þeim en á sama tíma sé mikilvægt að vera með einhverja leið til að gera samanburð. 7,5 í einkunn í einum skóla sé ekki endilega það sama og 7,5 í öðrum skóla. Hún segir að niðurstöðurnar úr samræmdu prófunum verði gerðar opinberar en ekki eftir skóla eða barni. Það verði að gæta að persónuvernd. Hún segir að það verði gerður matsferill fyrir hvert fag en að það hafi verið skýrt ákall um að byrja á lesskilningi og stærðfræði. Þau leggi svo drög að matsferli fyrir íslensku sem annað mál og eftir það verði matsferlar fyrir fleiri fög búnir til. Matsferill á lesskilningi hefur verið tekinn í notkun en stærðfræði verður tekinn í notkun á næsta skólaári. Hún segir að baki hvers ferils mikil vinna og samráð og það taki tíma að gera svona tæki. „Það sem er snúnast við þessa stöðu er að á meðan það er verið að vinna að þessu námsmatskerfi, það hefur staðið síðustu þrjú á, þá er ekkert annað. Auðvitað hefði verið ákjósanlegt að samræmdu prófin hefðu haldið áfram að rúlla. En þau gerðu það ekki. Það var tekin ákvörðun um að fella þau niður af allskonar ástæðum á þeim tíma.“ Viðtalið í heild sinni er að ofan.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Leikskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir „Sorglegt og alvarlegt“ hvernig málum er komið í grunnskólum Björn Bjarnason segir óvissu ríkja í málaflokki grunnskólanna undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar. Á einföldu máli megi segja að hann sé að „redda grunnskólastarfi fyrir horn.“ Það sé sorglegt og alvarlegt að málum sé þannig komið í málaflokknum. 8. ágúst 2024 11:35 „Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Sorglegt og alvarlegt“ hvernig málum er komið í grunnskólum Björn Bjarnason segir óvissu ríkja í málaflokki grunnskólanna undir stjórn Ásmundar Einars Daðasonar. Á einföldu máli megi segja að hann sé að „redda grunnskólastarfi fyrir horn.“ Það sé sorglegt og alvarlegt að málum sé þannig komið í málaflokknum. 8. ágúst 2024 11:35
„Erum í umtalsverðum breytingum á menntakerfinu“ Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, segir niðurstöður PISA könnunarinnar krefja stjórnvöld um að rýna í það sem verið sé að gera í menntamálum. Í undirbúningi séu töluverðar breytingar, meðal annars nýtt matskerfi. 8. desember 2023 09:03