Golfvöllur staðsettur í mikilli náttúruparadís Golfvöllur vikunnar 13. ágúst 2024 11:30 Golfvellinum í Vestmannaeyjum var breytt í glæsilegan 18 holu völl árið 1992. Völlurinn nýtur mikilla vinsælda meðal heimamanna og ferðamanna. Golfklúbbur Vestmannaeyja er þriðji elsti golfklúbbur landsins en hann var stofnaður árið 1938. Upphaflega var völlurinn 6 holur en stækkaði seinna í 9 holur og árið 1992 var honum svo breytt í glæsilegan 18 holu völl. Í sumar ætlum við að kynnast nokkrum af þeim fjölda spennandi golfvalla sem hægt er að finna víða um land og gaman væri að prófa í sumarfríinu en hægt er að leika golf á yfir 60 völlum hér á landi. Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum er golfvöllur vikunnar á Vísi. Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum er staðsettur í mikilli náttúruparadís. Fyrri níu holurnar eru spilaðar inn í Herjólfsdal í sérlega fallegu landslagi. Þar má m.a. finna þrjár af elstu golfholum landsins sem enn eru spilaðar og standast þær algjörlega nútímakröfur. Seinni níu holurnar voru byggðar upp 1993 og eru seinustu holurnar leiknar meðfram sjónum þar sem útsýnið er sérstaklega fallegt til allra átta. Þar er 17. holan einkennishola vallarins þar sem fólk slær yfir Atlantshafið með klettavegg og fljúgandi lunda í baksýn. Það er mikill metnaður hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja að halda vellinum í góðu ásigkomulagi og er hann oftar enn ekki tilbúinn fyrr á vorin heldur enn aðrir vellir á landinu. Þar sem það er ekki eins mikið spilað á honum og öðrum völlum á höfuðborgarsvæðinu er nánast alltaf hægt að koma og leika hann. Golfklúbbur Vestmannaeyja er með hátt í 400 meðlimi og öflugt barna- og unglingastarf. Það eru því mikil forréttindi fyrir bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar að hafa glæsilegan 18 holu golfvöll í bakgarðinum sem auðvelt er að komast að. Klúbburinn tekur einnig á móti fjölda gesta á ári hverju og er gaman að segja frá því að heimsóknum erlendra ferðamanna hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Sá hópur er yfir sig hrifinn að aðstöðunni, umhverfinu og vellinum. Mörg stór mót eru haldin á vellinum á hverju ár sem mjög vinsæl. Íslandsmótið í golfi hefur til dæmis farið fram sex sinnum á Vestmannaeyjavelli, seinast árið 2022. Golfklúbbur Vestmannaeyja rekur veitingasölu og býður upp á æfingasvæði og inniaðstöðu þar sem finna má golfherma en nýting þeirra hefur verið mjög góð. Það er þess virði að koma og leika völlinn í Vestmannaeyjum. Golf Golfvellir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Sjá meira
Í sumar ætlum við að kynnast nokkrum af þeim fjölda spennandi golfvalla sem hægt er að finna víða um land og gaman væri að prófa í sumarfríinu en hægt er að leika golf á yfir 60 völlum hér á landi. Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum er golfvöllur vikunnar á Vísi. Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum er staðsettur í mikilli náttúruparadís. Fyrri níu holurnar eru spilaðar inn í Herjólfsdal í sérlega fallegu landslagi. Þar má m.a. finna þrjár af elstu golfholum landsins sem enn eru spilaðar og standast þær algjörlega nútímakröfur. Seinni níu holurnar voru byggðar upp 1993 og eru seinustu holurnar leiknar meðfram sjónum þar sem útsýnið er sérstaklega fallegt til allra átta. Þar er 17. holan einkennishola vallarins þar sem fólk slær yfir Atlantshafið með klettavegg og fljúgandi lunda í baksýn. Það er mikill metnaður hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja að halda vellinum í góðu ásigkomulagi og er hann oftar enn ekki tilbúinn fyrr á vorin heldur enn aðrir vellir á landinu. Þar sem það er ekki eins mikið spilað á honum og öðrum völlum á höfuðborgarsvæðinu er nánast alltaf hægt að koma og leika hann. Golfklúbbur Vestmannaeyja er með hátt í 400 meðlimi og öflugt barna- og unglingastarf. Það eru því mikil forréttindi fyrir bæjarfélag eins og Vestmannaeyjar að hafa glæsilegan 18 holu golfvöll í bakgarðinum sem auðvelt er að komast að. Klúbburinn tekur einnig á móti fjölda gesta á ári hverju og er gaman að segja frá því að heimsóknum erlendra ferðamanna hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Sá hópur er yfir sig hrifinn að aðstöðunni, umhverfinu og vellinum. Mörg stór mót eru haldin á vellinum á hverju ár sem mjög vinsæl. Íslandsmótið í golfi hefur til dæmis farið fram sex sinnum á Vestmannaeyjavelli, seinast árið 2022. Golfklúbbur Vestmannaeyja rekur veitingasölu og býður upp á æfingasvæði og inniaðstöðu þar sem finna má golfherma en nýting þeirra hefur verið mjög góð. Það er þess virði að koma og leika völlinn í Vestmannaeyjum.
Golf Golfvellir Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna Sjá meira