Ólympíumeistarinn í golfi fékk rúman milljarð í bónus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 12:30 Scottie Scheffler með Ólympíugullið sitt. Hann hefur unnið meira en allir á þessu tímabili. Getty/Brendan Moran Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er nýkominn heim frá Frakklandi þar sem hann varð Ólympíumeistari í golfi en það er ekki það eina sem hann getur glaðst yfir þessa dagana. Frábær frammistaða Scheffler á bandarísku mótaröðinni tryggði honum einnig efsta sætið yfir besta árangur kylfinga PGA á tímabilinu. Það þýðir enga smá aukagreiðslu því PGA borgar Scheffler átta milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að toppa listann eða 1,1 milljarð í íslenskum krónum. Why Scottie Scheffler will win $8 million without playing this week#Scottie #Scheffler #Golf #money https://t.co/gaex3VilQD— Golf Digest ME (@GolfDigestME) August 9, 2024 Scheffler hefur unnið sex PGA mót á tímabilinu þar á meðal Mastersmótið og Players meistaramótið. Hann hefur setið í efsta sæti heimslistans síðan í maí á síðasta ári. Auk þess að fá þennan veglega bónus þá hefur Scheffler unnið sér inn meira en 28 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé á mótum ársins sem jafngildir meira en 3,8 milljörðum í íslenskum krónum. Hann hefur því alls náð sér í kringum fimm milljarða króna á árinu 2024. Fleiri kylfingar fengu líka vænan bónus við þetta tilefni. Xander Schauffele varð með annan besta árangurinn á tímabilinu sem skilaði honum sex milljónum dala í bónus. Rory McIlroy (4,8 milljónir dala) varð þriðji á listanum og þeir Collin Morikawa (4,4 milljónir dala) og Wyndham Clark (4 milljónir dala) voru líka inn á topp fimm listanum. The standings are in.World No. 1 Scottie Scheffler tops the #ComcastBusinessTOURTOP10 📈 pic.twitter.com/Vte9u2eEZ3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 12, 2024 Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Frábær frammistaða Scheffler á bandarísku mótaröðinni tryggði honum einnig efsta sætið yfir besta árangur kylfinga PGA á tímabilinu. Það þýðir enga smá aukagreiðslu því PGA borgar Scheffler átta milljónir Bandaríkjadala í bónus fyrir að toppa listann eða 1,1 milljarð í íslenskum krónum. Why Scottie Scheffler will win $8 million without playing this week#Scottie #Scheffler #Golf #money https://t.co/gaex3VilQD— Golf Digest ME (@GolfDigestME) August 9, 2024 Scheffler hefur unnið sex PGA mót á tímabilinu þar á meðal Mastersmótið og Players meistaramótið. Hann hefur setið í efsta sæti heimslistans síðan í maí á síðasta ári. Auk þess að fá þennan veglega bónus þá hefur Scheffler unnið sér inn meira en 28 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé á mótum ársins sem jafngildir meira en 3,8 milljörðum í íslenskum krónum. Hann hefur því alls náð sér í kringum fimm milljarða króna á árinu 2024. Fleiri kylfingar fengu líka vænan bónus við þetta tilefni. Xander Schauffele varð með annan besta árangurinn á tímabilinu sem skilaði honum sex milljónum dala í bónus. Rory McIlroy (4,8 milljónir dala) varð þriðji á listanum og þeir Collin Morikawa (4,4 milljónir dala) og Wyndham Clark (4 milljónir dala) voru líka inn á topp fimm listanum. The standings are in.World No. 1 Scottie Scheffler tops the #ComcastBusinessTOURTOP10 📈 pic.twitter.com/Vte9u2eEZ3— PGA TOUR (@PGATOUR) August 12, 2024
Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira