„Þetta gæti bara byrjað hvenær sem er“ Eiður Þór Árnason og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 13. ágúst 2024 21:25 Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Kvikumagnið undir Svartsengi er orðið meira en fyrir síðasta eldgos og gögn benda til þess að þrýstingur sé að aukast. Töluvert hefur verið um skjálfta á svæðinu í dag og telja þeir nú hátt í hundrað á sólarhring. Náttúruvársérfræðingur segir að gos gæti í raun byrjað hvenær sem er en líka teygst fram í september. „Í morgun var hrina við Reykjanestánna og hún spilaði aðeins inn í þetta en virknin á Sundhnjúkagígaröðinni og í kringum Svartsengi hefur verið að vaxa síðustu vikur hægt og rólega samfara þessu landrisi sem er í gangi,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, náttúruvársérfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þetta bendi til að það styttist í gos en rúmmál kvikunnar sem er komið inn í Svartsengi frá síðasta atburði er komið yfir þau mörk sem sáust fyrir síðasta eldgos. „Með vaxandi skjálftavirkni gerum við ráð fyrir að þetta sé komið á einhver mörk þar sem þetta getur farið af stað hvenær sem er,“ segir Benedikt. Aðdragandinn að eldgosum hefur tekið að lengjast. „Ef við horfum á síðasta atburð þá fór hann alveg tvær vikur að minnsta kosti fram yfir áður en að gos fór í gang. Þannig við erum alveg að gera ráð fyrir að það gerist núna. Þetta gæti alveg teygst inn í september en við erum samt sem áður á tánum núna með að þetta gæti bara byrjað hvenær sem er.“ Hraun gæti runnið til Grindavíkur Hættumat fyrir svæðið var endurnýjað í dag en samkvæmt því eru einhverjar líkur á því að hraun fari inn fyrir bæjarmörk Grindavíkur. „Líkurnar á því að það renni hraun inn fyrir Grindavík eru kannski ekkert rosalega miklar en þetta er aftur á móti atburður sem verður að hafa í huga vegna stöðunnar, þetta er bær. Við ýtum honum fram sem möguleika sem þarf að hafa í huga þegar gosið byrjar en það er ekki líklegur möguleiki. En hann er alls ekki útilokaður því miður.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Í morgun var hrina við Reykjanestánna og hún spilaði aðeins inn í þetta en virknin á Sundhnjúkagígaröðinni og í kringum Svartsengi hefur verið að vaxa síðustu vikur hægt og rólega samfara þessu landrisi sem er í gangi,“ sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson, náttúruvársérfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofunni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þetta bendi til að það styttist í gos en rúmmál kvikunnar sem er komið inn í Svartsengi frá síðasta atburði er komið yfir þau mörk sem sáust fyrir síðasta eldgos. „Með vaxandi skjálftavirkni gerum við ráð fyrir að þetta sé komið á einhver mörk þar sem þetta getur farið af stað hvenær sem er,“ segir Benedikt. Aðdragandinn að eldgosum hefur tekið að lengjast. „Ef við horfum á síðasta atburð þá fór hann alveg tvær vikur að minnsta kosti fram yfir áður en að gos fór í gang. Þannig við erum alveg að gera ráð fyrir að það gerist núna. Þetta gæti alveg teygst inn í september en við erum samt sem áður á tánum núna með að þetta gæti bara byrjað hvenær sem er.“ Hraun gæti runnið til Grindavíkur Hættumat fyrir svæðið var endurnýjað í dag en samkvæmt því eru einhverjar líkur á því að hraun fari inn fyrir bæjarmörk Grindavíkur. „Líkurnar á því að það renni hraun inn fyrir Grindavík eru kannski ekkert rosalega miklar en þetta er aftur á móti atburður sem verður að hafa í huga vegna stöðunnar, þetta er bær. Við ýtum honum fram sem möguleika sem þarf að hafa í huga þegar gosið byrjar en það er ekki líklegur möguleiki. En hann er alls ekki útilokaður því miður.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira