Óttast um velferð íbúa og höfðar til skynsemi þeirra Eiður Þór Árnason og Telma Tómasson skrifa 14. ágúst 2024 19:23 Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Ljósmyndin er úr safni. Vísir/Einar Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mælir eindregið gegn því að fólk dvelji í Grindavík nú þegar búist er við að gos hefjist á hverri stundu. Óásættanleg hætta er talin fyrir hendi í hluta bæjarins en dvalið hefur verið í um 24 húsum síðustu nætur og dæmi um að barnafólk sé í Grindavík. „Mín skoðun og minna helstu manna og almannavarnadeildar eru alltaf þau sömu að við viljum helst ekki sjá fólk dvelja inn í Grindavíkurbæ að næturlagi,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dregið hafi úr þeim fjölda fólks sem dvelji í bænum. Visst svæði innan Grindavíkur er talið vera með óásættanlegri hættu og hefur fólk sömuleiðis dvalið innan marka þess næturlagi. Aukin hætta er talin vera á ferðum í hluta Grindavíkur.Grafík/Hjalti „Við metum það sem svo að það sé meiri hætta innan þessa reits, það er svæði norðan Austurvegar og austan Víkurbrautar. Í augnablikinu er dvalið þarna í sirka 3 til 4 húsum. Ég vil nú höfða til þeirra sem dvelja þarna á hverjum tíma að hugsa til þeirrar ábyrgðar, þessir einstaklingar eru í bænum á eigin ábyrgð,“ segir Úlfar. Lögregla þurfi að vera í bænum sérstaklega til að gæta íbúa „Á sama tíma þurfa almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að halda úti sólarhringsvakt sem er óþekkt inn í Grindavík á friðartímum. Þetta kostar allt peninga og í mínum huga þá vil ég höfða til skynsemi þessa fólks og það íhugi stöðu þeirra sem þurfa dvelja þarna næturlangt til að passa þessa íbúa. Það væri best fyrir okkar viðbragð ef það væri enginn inn í Grindavík að næturlagi. Það myndi draga úr öllum kostnaði og styrkja okkar aðgerðir á allan hátt,“ bætir Úlfar við. Gildandi hættukort Veðurstofunnar.Veðurstofa Íslands Úlfar segist óttast um velferð þeirra einstaklinga sem dvelji í bænum. „Ég geri það sannarlega og það gera það flestir. Ef við horfum til okkar helstu vísindamanna þá er ekki útilokað að þarna geti jörð opnast inn í bænum sjálfum og kannski meiri líkur á að hraun renni inn í bæinn. Opnist þá jafnvel jörð fyrir innan varnargarð fyrir ofan bæinn og hraun geti þá runnið inn í bæinn. Það er líka bara gríðarlega mikil óvissa í þessu öllu. Við sjáum það í spádómum okkar helstu vísindamanna að það gengur erfiðlega að hitta á stað og stund, hvenær byrjar að gjósa og hvar jörð opnast nákvæmlega.“ „Ég hef verið fráhverfur því að banna fólki eitt og annað en fullorðnir einstaklingar eru auðvitað sjálfbjarga í því taka ákvarðanir fyrir sig sjálfa.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Innlent Fleiri fréttir „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Sjá meira
„Mín skoðun og minna helstu manna og almannavarnadeildar eru alltaf þau sömu að við viljum helst ekki sjá fólk dvelja inn í Grindavíkurbæ að næturlagi,“ sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Dregið hafi úr þeim fjölda fólks sem dvelji í bænum. Visst svæði innan Grindavíkur er talið vera með óásættanlegri hættu og hefur fólk sömuleiðis dvalið innan marka þess næturlagi. Aukin hætta er talin vera á ferðum í hluta Grindavíkur.Grafík/Hjalti „Við metum það sem svo að það sé meiri hætta innan þessa reits, það er svæði norðan Austurvegar og austan Víkurbrautar. Í augnablikinu er dvalið þarna í sirka 3 til 4 húsum. Ég vil nú höfða til þeirra sem dvelja þarna á hverjum tíma að hugsa til þeirrar ábyrgðar, þessir einstaklingar eru í bænum á eigin ábyrgð,“ segir Úlfar. Lögregla þurfi að vera í bænum sérstaklega til að gæta íbúa „Á sama tíma þurfa almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum að halda úti sólarhringsvakt sem er óþekkt inn í Grindavík á friðartímum. Þetta kostar allt peninga og í mínum huga þá vil ég höfða til skynsemi þessa fólks og það íhugi stöðu þeirra sem þurfa dvelja þarna næturlangt til að passa þessa íbúa. Það væri best fyrir okkar viðbragð ef það væri enginn inn í Grindavík að næturlagi. Það myndi draga úr öllum kostnaði og styrkja okkar aðgerðir á allan hátt,“ bætir Úlfar við. Gildandi hættukort Veðurstofunnar.Veðurstofa Íslands Úlfar segist óttast um velferð þeirra einstaklinga sem dvelji í bænum. „Ég geri það sannarlega og það gera það flestir. Ef við horfum til okkar helstu vísindamanna þá er ekki útilokað að þarna geti jörð opnast inn í bænum sjálfum og kannski meiri líkur á að hraun renni inn í bæinn. Opnist þá jafnvel jörð fyrir innan varnargarð fyrir ofan bæinn og hraun geti þá runnið inn í bæinn. Það er líka bara gríðarlega mikil óvissa í þessu öllu. Við sjáum það í spádómum okkar helstu vísindamanna að það gengur erfiðlega að hitta á stað og stund, hvenær byrjar að gjósa og hvar jörð opnast nákvæmlega.“ „Ég hef verið fráhverfur því að banna fólki eitt og annað en fullorðnir einstaklingar eru auðvitað sjálfbjarga í því taka ákvarðanir fyrir sig sjálfa.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Óku á yfir 60 og missa ökuréttindin Innlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Innlent Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Innlent Fleiri fréttir „Langflestir Grindvíkingar búa utan Grindavíkurbæjar“ Formaður og gjaldkeri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot Mikil reiði á Þingeyri vegna flutnings fóðurstöðvar Arctic Fish Ráðherra vill tryggja betra eftirlit með Sjúkratryggingum Íslands Segir tölurnar sláandi og vill bregðast við „Ég vorkenni því fólki sem lét narra sig í þessa vegferð“ Sósíalistar deila um peninga og metþátttaka í ólöglegri baráttugöngu Kostnaður vegna kynja- og jafnréttismála sextán milljónir Svifvængjaflugslys við Reynisfjall Handtóku ökumann eftir eftirför á Sæbraut Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál „Þurfum að huga að forvörnum“ Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Sjá meira