„Drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. ágúst 2024 13:30 Halldór Árnason vonast eftir drengilegum leik gegn Val í kvöld. Vísir/Pawel „Við eigum bara von á fjörugum og skemmtilegum leik, hellingur undir fyrir bæði lið,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks sem heimsækir Val á Hlíðarenda í kvöld. Þau eru auðvitað búin að mætast einu sinni áður á tímabilinu. Valur vann 3-2 sigur í Kópavoginum. Gylfi Sigurðsson með mark beint úr aukaspyrnu, tvö rauð spjöld og alvöru barátta eins og búast má við í kvöld. „Eigum við ekki að vona að það haldist allir inn á, þetta verði drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn.“ Leikurinn í kvöld er leikurinn sem liðin eiga inni á topplið Víkings. Hann átti upphaflega að fara fram 28. júlí en var frestað vegna þátttöku liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þeirri þátttöku er lokið og nú er fullur fókus á deildina, þetta eru liðin í 2. og 3. sæti, sex og níu stigum á eftir Víkingi. Gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er auðvitað þannig að síðan þessum leik var frestað höfum við beðið eftir því að spila þennan leik sem við eigum inni svo liðin séu með jafn marga leiki í töflunni. Höfum verið einum eða tveimur leikjum á eftir Víkingi í nokkurn tíma. Það setur stöðutöfluna í aðeins betra samhengi þegar öll liðin hafa spilað jafn marga leiki, gott að klára þennan leik sem við eigum inni og sama hver andstæðingurinn er þá er auðvitað mikilvægt fyrir okkur að ná góðum úrslitum og við munum gera allt til þess.“ Rólegheit á gluggadegi Breiðablik var rólegt á lokadegi félagaskiptagluggans og fékk enga leikmenn til sín. Davíð Ingvarsson hafði áður komið aftur til félagsins og er búinn að spila tvo leiki. Þeir kvöddu líka Jason Daða Svanþórsson (Grimsby Town) og Dag Örn Fjeldsted (lánaður til HK). „Við erum mjög ánægðir með okkar hóp. Stóran og breiðan hóp eins og sést á skýrslunum hjá okkur, sterkt byrjunarlið, gríðarlega sterkur bekkur og líka með sterka menn utan hóps. Þannig að við vorum mjög rólegir, auðvitað með augun opin ef eitthvað mjög sérstakt kæmi sem gæti hjálpað okkur til framtíðar, engar skammtímalausnir. Það kom ekkert upp sem við vildum taka lengra, erum bara ánægðir með hópinn og gátum verið rólegir.“ Skýrslumál Stjörnunnar Sterkan hóp á skýrslunum sagði Halldór og var þá spurður hvað honum fyndist um umræðuna sem skapast hefur eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni, þar sem Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sakaður um að falsa leikskýrslu viljandi. „Ég er rólegur yfir þessu sjálfur og til að taka hinn pólinn á hæðinni fyrir Stjörnumenn þá sendi KSÍ auðvitað þau skilaboð út fyrir ekki löngu síðan að þessar skýrslur skiptu eiginlega engu máli þegar lið í deildinni spilaði leikmanni sem var ekki einu sinni á skýrslu,“ sagði Halldór og vísaði til þess þegar Víkingur fékk 50.000 króna sekt fyrir að spila leikmanni sem var ekki á skýrslu í leik í Lengjubikarnum. „Úrslitin stóðu óhögguð og einhver lítil sekt. Ég held að Stjörnumenn séu fyrst og fremst að benda á það að þetta í rauninni skiptir engu máli. Það verður gott að fá viðbrögð KSÍ við þessu öllu saman, hvaða máli skýrslurnar raunverulega skipta. Mér finnst miklu alvarlega þegar menn spila leikmanni sem er ekki einu sinni á skýrslu en þegar menn eru eitthvað að rugla í skýrslunum klukkutíma fyrir leik,“ sagði Halldór og ítrekaði að lokum að hann talar ekki fyrir hönd Stjörnunnar á neinn hátt í þessu máli. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þau eru auðvitað búin að mætast einu sinni áður á tímabilinu. Valur vann 3-2 sigur í Kópavoginum. Gylfi Sigurðsson með mark beint úr aukaspyrnu, tvö rauð spjöld og alvöru barátta eins og búast má við í kvöld. „Eigum við ekki að vona að það haldist allir inn á, þetta verði drengilega leikið en samt opið og skemmtilegt, það er draumurinn.“ Leikurinn í kvöld er leikurinn sem liðin eiga inni á topplið Víkings. Hann átti upphaflega að fara fram 28. júlí en var frestað vegna þátttöku liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar. Þeirri þátttöku er lokið og nú er fullur fókus á deildina, þetta eru liðin í 2. og 3. sæti, sex og níu stigum á eftir Víkingi. Gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er auðvitað þannig að síðan þessum leik var frestað höfum við beðið eftir því að spila þennan leik sem við eigum inni svo liðin séu með jafn marga leiki í töflunni. Höfum verið einum eða tveimur leikjum á eftir Víkingi í nokkurn tíma. Það setur stöðutöfluna í aðeins betra samhengi þegar öll liðin hafa spilað jafn marga leiki, gott að klára þennan leik sem við eigum inni og sama hver andstæðingurinn er þá er auðvitað mikilvægt fyrir okkur að ná góðum úrslitum og við munum gera allt til þess.“ Rólegheit á gluggadegi Breiðablik var rólegt á lokadegi félagaskiptagluggans og fékk enga leikmenn til sín. Davíð Ingvarsson hafði áður komið aftur til félagsins og er búinn að spila tvo leiki. Þeir kvöddu líka Jason Daða Svanþórsson (Grimsby Town) og Dag Örn Fjeldsted (lánaður til HK). „Við erum mjög ánægðir með okkar hóp. Stóran og breiðan hóp eins og sést á skýrslunum hjá okkur, sterkt byrjunarlið, gríðarlega sterkur bekkur og líka með sterka menn utan hóps. Þannig að við vorum mjög rólegir, auðvitað með augun opin ef eitthvað mjög sérstakt kæmi sem gæti hjálpað okkur til framtíðar, engar skammtímalausnir. Það kom ekkert upp sem við vildum taka lengra, erum bara ánægðir með hópinn og gátum verið rólegir.“ Skýrslumál Stjörnunnar Sterkan hóp á skýrslunum sagði Halldór og var þá spurður hvað honum fyndist um umræðuna sem skapast hefur eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni, þar sem Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sakaður um að falsa leikskýrslu viljandi. „Ég er rólegur yfir þessu sjálfur og til að taka hinn pólinn á hæðinni fyrir Stjörnumenn þá sendi KSÍ auðvitað þau skilaboð út fyrir ekki löngu síðan að þessar skýrslur skiptu eiginlega engu máli þegar lið í deildinni spilaði leikmanni sem var ekki einu sinni á skýrslu,“ sagði Halldór og vísaði til þess þegar Víkingur fékk 50.000 króna sekt fyrir að spila leikmanni sem var ekki á skýrslu í leik í Lengjubikarnum. „Úrslitin stóðu óhögguð og einhver lítil sekt. Ég held að Stjörnumenn séu fyrst og fremst að benda á það að þetta í rauninni skiptir engu máli. Það verður gott að fá viðbrögð KSÍ við þessu öllu saman, hvaða máli skýrslurnar raunverulega skipta. Mér finnst miklu alvarlega þegar menn spila leikmanni sem er ekki einu sinni á skýrslu en þegar menn eru eitthvað að rugla í skýrslunum klukkutíma fyrir leik,“ sagði Halldór og ítrekaði að lokum að hann talar ekki fyrir hönd Stjörnunnar á neinn hátt í þessu máli. Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð