„Á erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. ágúst 2024 12:08 Jökull Elísabetarson ásamt þjálfarateymi sínu. vísir/diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, vildi lítið tjá sig um skýrslumálið svokallaða þegar eftir því var leitað. Hann á þó erfitt með skilja umfjöllunina í kringum það. Forsaga málsins er sú að leikskýrslan sem Stjarnan skilaði inn fyrir leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla tók talsverðum breytingum frá því hún var fyrst birt klukkutíma fyrir leik. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, blaðamaður Fótbolta.net, skrifaði viðhorfspistil á síðuna á mánudaginn: „Jökull, nenniru plís að hætta þessu.“ Þar segir hann þjálfara Stjörnunnar gera þetta reglulega; að breyta skýrslum skömmu fyrir leik til að rugla í mótherjum sínum. „Ég er ekki í þessu, þannig ég get lítið tjáð mig um það,“ sagði Jökull í samtali við Vísi í dag, aðspurður af hverju upphaflega skýrslan hafi verið frábrugðin þeirri sem síðan var notast við. Á sunnudaginn sagði hann við Fótbolta.net að skýrsluhringlið hefði orsakast af því að liðsstjóri Stjörnunnar væri í útlöndum. „Eina sem ég veit er að það var ekkert gert rangt. Við uppfylltum öll skilyrði KSÍ varðandi skýrslugerð. Ég á því erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta,“ sagði Jökull. Klukkutíma fyrir hvern leik birtist leikskýrsla á heimasíðu KSÍ. Samkvæmt reglum KSÍ, í Handbók leikja, stendur hins vegar að þegar leikskýrslan hefur verið fyllt út af báðum liðum sé hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins ekki seinna en 45 mínútum fyrir leik. Ef breytingar verða á byrjunarliði frá þeirri skýrslu má leikmaðurinn sem gat ekki byrjað leikinn ekki sitja á varamannabekknum í leiknum. „Það er það sem er farið fram á,“ sagði Jökull. „Sem betur fer náðist að afgreiða það á góðum tíma. Það er voða lítið annað að segja.“ En hvað segir Jökull um ásakanir um að Stjarnan geri þetta það að leik að breyta skýrslum og geri það reglulega? „Ég veit að fólk út um allt land hefur lent í vandræðum með skýrslugerð. Ég held að þetta sé allt í góðu. Svona hlutir gerast. Það eru önnur og stærri mál sem ég leyfi mér að hafa áhyggjur af en þetta,“ sagði Jökull. Í samtali við Fótbolta.net sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Forsaga málsins er sú að leikskýrslan sem Stjarnan skilaði inn fyrir leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla tók talsverðum breytingum frá því hún var fyrst birt klukkutíma fyrir leik. Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, blaðamaður Fótbolta.net, skrifaði viðhorfspistil á síðuna á mánudaginn: „Jökull, nenniru plís að hætta þessu.“ Þar segir hann þjálfara Stjörnunnar gera þetta reglulega; að breyta skýrslum skömmu fyrir leik til að rugla í mótherjum sínum. „Ég er ekki í þessu, þannig ég get lítið tjáð mig um það,“ sagði Jökull í samtali við Vísi í dag, aðspurður af hverju upphaflega skýrslan hafi verið frábrugðin þeirri sem síðan var notast við. Á sunnudaginn sagði hann við Fótbolta.net að skýrsluhringlið hefði orsakast af því að liðsstjóri Stjörnunnar væri í útlöndum. „Eina sem ég veit er að það var ekkert gert rangt. Við uppfylltum öll skilyrði KSÍ varðandi skýrslugerð. Ég á því erfitt með að sjá og skilja lætin í kringum þetta,“ sagði Jökull. Klukkutíma fyrir hvern leik birtist leikskýrsla á heimasíðu KSÍ. Samkvæmt reglum KSÍ, í Handbók leikja, stendur hins vegar að þegar leikskýrslan hefur verið fyllt út af báðum liðum sé hún prentuð út, undirrituð af fulltrúum beggja félaga og afhent dómara leiksins ekki seinna en 45 mínútum fyrir leik. Ef breytingar verða á byrjunarliði frá þeirri skýrslu má leikmaðurinn sem gat ekki byrjað leikinn ekki sitja á varamannabekknum í leiknum. „Það er það sem er farið fram á,“ sagði Jökull. „Sem betur fer náðist að afgreiða það á góðum tíma. Það er voða lítið annað að segja.“ En hvað segir Jökull um ásakanir um að Stjarnan geri þetta það að leik að breyta skýrslum og geri það reglulega? „Ég veit að fólk út um allt land hefur lent í vandræðum með skýrslugerð. Ég held að þetta sé allt í góðu. Svona hlutir gerast. Það eru önnur og stærri mál sem ég leyfi mér að hafa áhyggjur af en þetta,“ sagði Jökull. Í samtali við Fótbolta.net sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, að hægt sé að beita sektum þegar leikskýrslur séu rangt útfylltar, en einnig mun alvarlegri ákvæðum sé um vísvitandi fölsun að ræða.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki