Flytur út frá foreldrum sínum þökk sé hundaheppni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2024 11:40 Þjóðhátíðargesturinn er 37 milljónum ríkari. Sannkölluð hundaheppni. Vísir/Vilhelm Einn af þúsundum gesta á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er 37 milljónum krónum ríkari eftir að hafa dottið í lukkupottinn. Hann keypti tíu raða miða í Eurojackpot á leiðinni í Herjólfsdal en breytti einni röð sem reyndist góð ákvörðun. Viðkomandi breytti síðustu röðinni og valdi afmælisdaga fjölskyldunnar sem síðustu röðina. Hann sagði svo í gríni við vini sína að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af kostnaðinum í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð. Hann myndi borga allt saman með vinningnum. Eftir partýhöld helgarinnar fékk hann svo símtal frá starfsmanni Getspár. Hann var þá mættur til vinnu, heldur þreyttur eftir átök helgarinnar, og taldi í fyrstu að um símahrekk vinanna væri að ræða. Nei, hann var 37 milljónum krónum ríkari. Fram kemur í tilkynningu frá Getspá að hinn heppni ætli að nýta vinninginn til að kaupa sína fyrstu íbúð. Hann býr hjá foreldrum en hefur verið að skoða möguleika sína á fasteignamarkaðnum. Þar eru möguleikar ungs fólks af skornum skammti sökum hás fasteignaverðs, lítils framboðs og hárra vaxta á húsnæðislánum. Líkurnar á því að vinna í Eurojackpot eða öðrum svipuðum getraunaleikjum eru litlar sem engar en það þýðir ekki að einn og einn vinni ekki stóra vinninga. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi mælir eindregið gegn því að fólk kaupi lottómiða í von um að verða ríkari. „Ef markmiðið er fjárhagslegur ávinningur þá er happdrætti og lottó og fjárhættuspil og allt slíkt með því vitlausasta sem þú gerir,“ segir Björn Berg á dögunum. Sjónarmiðið að styrkja gott málefni og skemmta sér sé þó allt annað. Þjóðhátíð í Eyjum Fjárhættuspil Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Viðkomandi breytti síðustu röðinni og valdi afmælisdaga fjölskyldunnar sem síðustu röðina. Hann sagði svo í gríni við vini sína að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af kostnaðinum í Vestmannaeyjum á Þjóðhátíð. Hann myndi borga allt saman með vinningnum. Eftir partýhöld helgarinnar fékk hann svo símtal frá starfsmanni Getspár. Hann var þá mættur til vinnu, heldur þreyttur eftir átök helgarinnar, og taldi í fyrstu að um símahrekk vinanna væri að ræða. Nei, hann var 37 milljónum krónum ríkari. Fram kemur í tilkynningu frá Getspá að hinn heppni ætli að nýta vinninginn til að kaupa sína fyrstu íbúð. Hann býr hjá foreldrum en hefur verið að skoða möguleika sína á fasteignamarkaðnum. Þar eru möguleikar ungs fólks af skornum skammti sökum hás fasteignaverðs, lítils framboðs og hárra vaxta á húsnæðislánum. Líkurnar á því að vinna í Eurojackpot eða öðrum svipuðum getraunaleikjum eru litlar sem engar en það þýðir ekki að einn og einn vinni ekki stóra vinninga. Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi mælir eindregið gegn því að fólk kaupi lottómiða í von um að verða ríkari. „Ef markmiðið er fjárhagslegur ávinningur þá er happdrætti og lottó og fjárhættuspil og allt slíkt með því vitlausasta sem þú gerir,“ segir Björn Berg á dögunum. Sjónarmiðið að styrkja gott málefni og skemmta sér sé þó allt annað.
Þjóðhátíð í Eyjum Fjárhættuspil Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira