Segir verkfræðinga á villigötum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 08:04 Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA. sa Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins hafnar því sem forsvarsmenn Verkfræðingafélagsins hafa haldið fram um að samtökin hafi of mikil völd þegar það komi að gerð kjarasamninga og meti menntun ekki jafn mikils og áður. Í gær var greint frá óánægju meðal verkfræðinga vegna samningsaðferða SA. Í aðsendri grein á Vísi fóru þeir Gunnar Sigvaldason formaður Kjaranefndar og Árni Björnsson formaður Verkfræðingafélagsins mikinn. Gunnar vísaði til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans þar sem fram kemur að kaupmáttur verkfræðinga og annarra háskólahópa hafi ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. „Þetta eru í raun ekki samningaviðræður. Þetta eru bara viðræður um að við skrifum undir fjögurra ára samning...af því það er einhver annar búinn að semja um þetta fyrir okkur, sem eiga í raun ekkert skylt við okkar stéttarfélag,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu í gær. Engar launatöflur Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hafnar þessum málflutningi. „Þegar það kemur að ákvörðun launa, þá semja Samtök atvinnulífsins ekki um laun háskólamenntaðra sem vinna á almennum vinnumarkaði. Þeir semja bara við sinn atvinnurekanda um launin. Almennir kjarasamningar SA við Verkfræðingafélagið, og aðildafélög BHM, hafa ekki að geyma launatöflur.“ Um réttindasamninga sé að ræða. Samið sé um vinnutíma, orlof, veikindarétt, uppsagnarfrest og slíkt. „Þetta eru kjarasamningar sem eru ótímabundnir, þeir eru ekki endurnýjaðir á þriggja eða fjögurra ára fresti heldur bara eftir því sem þörf krefur og breytingar verða á ákvæðum á vinnumarkaði.“ Það séu hins vegar sérsamningar sem séu gerðir, til dæmis fyrir hálfopinber fyrirtæki, sem SA komi að og hafi að geyma almenn ákvæði um launahækkanir. „En það er ekki kveðið á um það hvað beri að greiða í laun, þannig það eru engir lágmarkstaxtar. Verkfræðingur sem ræður sig inn til fyrirtækis semur bara um tiltekin laun. Og við erum alveg sammála því að þau eigi að ráðast meðal annars af menntun. Það er alveg skýrt.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Í gær var greint frá óánægju meðal verkfræðinga vegna samningsaðferða SA. Í aðsendri grein á Vísi fóru þeir Gunnar Sigvaldason formaður Kjaranefndar og Árni Björnsson formaður Verkfræðingafélagsins mikinn. Gunnar vísaði til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans þar sem fram kemur að kaupmáttur verkfræðinga og annarra háskólahópa hafi ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. „Þetta eru í raun ekki samningaviðræður. Þetta eru bara viðræður um að við skrifum undir fjögurra ára samning...af því það er einhver annar búinn að semja um þetta fyrir okkur, sem eiga í raun ekkert skylt við okkar stéttarfélag,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu í gær. Engar launatöflur Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hafnar þessum málflutningi. „Þegar það kemur að ákvörðun launa, þá semja Samtök atvinnulífsins ekki um laun háskólamenntaðra sem vinna á almennum vinnumarkaði. Þeir semja bara við sinn atvinnurekanda um launin. Almennir kjarasamningar SA við Verkfræðingafélagið, og aðildafélög BHM, hafa ekki að geyma launatöflur.“ Um réttindasamninga sé að ræða. Samið sé um vinnutíma, orlof, veikindarétt, uppsagnarfrest og slíkt. „Þetta eru kjarasamningar sem eru ótímabundnir, þeir eru ekki endurnýjaðir á þriggja eða fjögurra ára fresti heldur bara eftir því sem þörf krefur og breytingar verða á ákvæðum á vinnumarkaði.“ Það séu hins vegar sérsamningar sem séu gerðir, til dæmis fyrir hálfopinber fyrirtæki, sem SA komi að og hafi að geyma almenn ákvæði um launahækkanir. „En það er ekki kveðið á um það hvað beri að greiða í laun, þannig það eru engir lágmarkstaxtar. Verkfræðingur sem ræður sig inn til fyrirtækis semur bara um tiltekin laun. Og við erum alveg sammála því að þau eigi að ráðast meðal annars af menntun. Það er alveg skýrt.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira