Innlent

Neitaði að borga þegar á á­fanga­stað var komið

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Til einhverskonar átaka kom milli leigubílstjóra og farþega sem neitaði að borga fyrir farið.
Til einhverskonar átaka kom milli leigubílstjóra og farþega sem neitaði að borga fyrir farið. Vísir/Vilhelm

Lögreglan var kölluð til aðstoðar við leigubílstjóra sem hafði ekið farþega, sem vildi ekki greiða fyrir farið þegar á áfangastað var komið. Málið var leyst á vettvangi.

Þetta var meðal verkefna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag.

Þá var lögregla send ásamt sjúkraliði vegna slyss í heimahúsi þar sem upphaflega var tilkynnt um að maður hefði fengið bor í augað. Betur fór en á horfðist og reyndust meiðsli minniháttar.

Í morgunsárið fór lögregla ásamt sjúkraliði að bílveltu í útjaðri borgarinnar. Bílstjóri reyndist verulega ölvaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×