„Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 10:00 Nik Chamberlain vonast til að standa í stuttbuxum á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. Liðin eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og mættust nýlega í deildinni. Valur vann þann leik 1-0. „Valur var betra liðið þann dag en við höfum skoðað þann leik, greint hann og vitum hvað við þurfum að gera. Svo lengi sem við fylgjum því og breytum leikskipulaginu aðeins, þá ættum við að geta spilað betur. Og það er það sem þarf, ef við spilum vel vinnum við þennan leik.“ Veðurguðirnir sett sinn svip í sumar Í bæði skiptin sem stórveldin hafa mæst í sumar hefur vont veður sett svip sinn á leikinn en spáin er öllu betri fyrir kvöldið. „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært. Nei, það verður kannski ekki svo hlýtt en vonandi. Við viljum ekki að þriðji leikur þessara liði verði eyðilagður af veðurguðunum. Síðasti leikur var aðeins skárri, veðrið hafði ekkert mikil áhrif á leikinn en það fældi áhorfendur frá.“ Fá sem flesta í stúkuna Í fyrsta sinn verður bikarinn afhentur uppi í stúku, frekar en niður á hlaupabraut. Skemmtileg nýjung sem hvetur fólk vonandi enn frekar til að mæta á völlinn. „Ég vona það. Þetta er fjórða árið í röð sem Breiðablik spilar bikarúrslitaleik. Við erum að gera allt til að fá sem flest fólk í stúkuna. Það skiptir engu þó þetta sé orðinn vani, fólk hlýtur að vilja styðja liðið þegar það leikur til úrslita. Styðjum stelpurnar til sigurs.“ Samantha Smith gæti þreytt frumraun Breiðablik bætti við sig tveimur leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Kristín Dís Árnadóttir sneri aftur heim og Samantha Smith var fengin á láni frá FHL. Kristín hefur þegar spilað tvo leiki í deildinni en Samantha á enn eftir að spila. „Við vorum bara að leita að öðrum kostum og möguleikum fram á við. Þó við höfum átt frábæran leik gegn Þór/KA síðast vantaði aðeins upp á breiddina og það kemur Samantha með að borðinu. Kristín var samningslaus og eykur enn frekar öryggið í öftustu línu.“ Klippa: Nik Chamberlain ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Liðin eru einnig að berjast um Íslandsmeistaratitilinn og mættust nýlega í deildinni. Valur vann þann leik 1-0. „Valur var betra liðið þann dag en við höfum skoðað þann leik, greint hann og vitum hvað við þurfum að gera. Svo lengi sem við fylgjum því og breytum leikskipulaginu aðeins, þá ættum við að geta spilað betur. Og það er það sem þarf, ef við spilum vel vinnum við þennan leik.“ Veðurguðirnir sett sinn svip í sumar Í bæði skiptin sem stórveldin hafa mæst í sumar hefur vont veður sett svip sinn á leikinn en spáin er öllu betri fyrir kvöldið. „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært. Nei, það verður kannski ekki svo hlýtt en vonandi. Við viljum ekki að þriðji leikur þessara liði verði eyðilagður af veðurguðunum. Síðasti leikur var aðeins skárri, veðrið hafði ekkert mikil áhrif á leikinn en það fældi áhorfendur frá.“ Fá sem flesta í stúkuna Í fyrsta sinn verður bikarinn afhentur uppi í stúku, frekar en niður á hlaupabraut. Skemmtileg nýjung sem hvetur fólk vonandi enn frekar til að mæta á völlinn. „Ég vona það. Þetta er fjórða árið í röð sem Breiðablik spilar bikarúrslitaleik. Við erum að gera allt til að fá sem flest fólk í stúkuna. Það skiptir engu þó þetta sé orðinn vani, fólk hlýtur að vilja styðja liðið þegar það leikur til úrslita. Styðjum stelpurnar til sigurs.“ Samantha Smith gæti þreytt frumraun Breiðablik bætti við sig tveimur leikmönnum í félagaskiptaglugganum. Kristín Dís Árnadóttir sneri aftur heim og Samantha Smith var fengin á láni frá FHL. Kristín hefur þegar spilað tvo leiki í deildinni en Samantha á enn eftir að spila. „Við vorum bara að leita að öðrum kostum og möguleikum fram á við. Þó við höfum átt frábæran leik gegn Þór/KA síðast vantaði aðeins upp á breiddina og það kemur Samantha með að borðinu. Kristín var samningslaus og eykur enn frekar öryggið í öftustu línu.“ Klippa: Nik Chamberlain ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira