Láglaunakonur heilsuveilli en konur með hærri laun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 12:00 Hærra hlutfall kvenna með lág laun og meðallaun hefur þurft að neita sér um mat svo börn þeirra fái nóg að borða. Getty Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig. Hópur kvenna við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti niðurstöður skýrslu um ójöfnuð meðal íslenskra kvenna á fundi fyrir hádegi. Helstu niðurstöður sýna að ójöfnuður eftir stétt og stöðu á sér margs konar birtingarmyndir. Konur á lágum launum telja til dæmis líklegra en aðrar konur að lífskjör þeirra muni versna nokkuð eða mikið næsta árið og hærra hlutfall kvenna með lág laun og meðallaun hefur þurft að neita sér um mat svo börn þeirra fái nóg að borða. „Láglaunakonur eru líklegri til að vera með minna bakland en aðrar konur. Þær hafa færri sem þær geta leitað til, til dæmis ef þeim vantar óvænt barnapössun eða ef þær vantar skyndilega lán eða einhverja peningaupphæð. Almennt hafa þær færri sem þær eru nákomnar,“ segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Eins eigi láglaunakonur erfiðara með að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Áhyggjur af því sem tengist fjölskyldunni er að trufla þær í starfi,“ segir Berglind. „Við sjáum að þær eiga erfiðara með að kaupa barnapössun, þær hafa oft ekki efni á því að setja börnin sín í frístund eftir að skóla lýkur. Þær eiga erfiðara með að greiða fyrir tómstundir fyrir börnin sín.“ Þá séu láglaunakonur oft í störfum þar sem er minni sveigjanleiki. Eins telji láglaunakonur sig heilsuveilli, bæði andlega og líkamlega, en þær sem hafa hærri laun. „Þær eru líklegri til að upplifa kvíða, þunglyndis og streitueinkenni nánast daglega. Þær eru líka að mælast með mjög alvarleg kvíða, streitu og þunglyndiseinkenni. Þá sjáum við einnig mjög skýrt mynstur milli launaflokka og líkamlegrar heilsu.“ Kvenheilsa Vinnumarkaður Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
Hópur kvenna við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og Vörðu - Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti niðurstöður skýrslu um ójöfnuð meðal íslenskra kvenna á fundi fyrir hádegi. Helstu niðurstöður sýna að ójöfnuður eftir stétt og stöðu á sér margs konar birtingarmyndir. Konur á lágum launum telja til dæmis líklegra en aðrar konur að lífskjör þeirra muni versna nokkuð eða mikið næsta árið og hærra hlutfall kvenna með lág laun og meðallaun hefur þurft að neita sér um mat svo börn þeirra fái nóg að borða. „Láglaunakonur eru líklegri til að vera með minna bakland en aðrar konur. Þær hafa færri sem þær geta leitað til, til dæmis ef þeim vantar óvænt barnapössun eða ef þær vantar skyndilega lán eða einhverja peningaupphæð. Almennt hafa þær færri sem þær eru nákomnar,“ segir Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri. Eins eigi láglaunakonur erfiðara með að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. „Áhyggjur af því sem tengist fjölskyldunni er að trufla þær í starfi,“ segir Berglind. „Við sjáum að þær eiga erfiðara með að kaupa barnapössun, þær hafa oft ekki efni á því að setja börnin sín í frístund eftir að skóla lýkur. Þær eiga erfiðara með að greiða fyrir tómstundir fyrir börnin sín.“ Þá séu láglaunakonur oft í störfum þar sem er minni sveigjanleiki. Eins telji láglaunakonur sig heilsuveilli, bæði andlega og líkamlega, en þær sem hafa hærri laun. „Þær eru líklegri til að upplifa kvíða, þunglyndis og streitueinkenni nánast daglega. Þær eru líka að mælast með mjög alvarleg kvíða, streitu og þunglyndiseinkenni. Þá sjáum við einnig mjög skýrt mynstur milli launaflokka og líkamlegrar heilsu.“
Kvenheilsa Vinnumarkaður Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira