„Mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 15:31 Systurnar geta leikið eftir afrek fyrri ára í kvöld. vísir Ásta Eir Árnadóttir leiðir lið Breiðabliks út á Laugardalsvöll í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. „[Mér líður] bara mjög vel, allar mjög spenntar. Búnar að bíða svolítið lengi eftir þessum leik, mjög spenntar og hlökkum mikið til,“ sagði Ásta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Þetta verður fimmti bikarúrslitaleikurinn sem Ásta spilar, sá fjórði í röð og sá fjórði sem fyrirliði. Hún var einnig hluti af liðinu sem vann bikarinn 2018, en missti af öllu tímabilinu og bikartitlinum 2013 vegna meiðsla. Þá spilaði hún ekkert í bikarkeppninni þegar Breiðablik vann 2009 en þreytti frumraun sína sama ár í deildarkeppni, aðeins sextán ára gömul. Hugsar ekki um síðasta ár Hún hefur verið hjá Breiðablik alla tíð síðan og upplifað ýmsar hæðir og lægðir, ein af þeim lægðum var síðasta haust þegar úrslitaleikurinn gegn Lengjudeildarliði Víkings tapaðist. Á að bæta upp fyrir það í kvöld? „Jú að sjálfsögðu en nú er bara nýtt ár og nýtt mót. Bikarkeppnin byrjaði fyrir svolitlu síðan þannig að hausinn hefur verið á þessari bikarkeppni en við erum hungraðar, getum sagt það.“ Systirin snúin heim Í þetta sinn verður systir hennar aftur Ástu við hlið í vörninni, líkt og árin 2018 og 2021. Hún er nýsnúin aftur úr atvinnumennsku og spilaði síðasta deildarleik gegn Þór/KA. „Ótrúlega gott. Kristín er frábær leikmaður og þekkir vel til klúbbsins. Hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn.“ Góðir hlutir geta gerst Andstæðingur kvöldsins er Valur, lið sem Breiðablik þekkir vel og hefur barist við um titla í mörg ár. Hvað þarf að gera til að sækja sigurinn? „Það er góð spurning, það er bara fyrst og fremst að spila okkar leik. Hafa trú á okkar leikplani, hafa trú á okkur sjálfum. Svo lengi sem við gerum það og höldum okkur við leikplanið, verjumst vel og verjumst sem lið, þá geta margir góðir hlutir gerst,“ sagði Ásta að lokum. Klippa: Ásta Eir Árnadóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira
„[Mér líður] bara mjög vel, allar mjög spenntar. Búnar að bíða svolítið lengi eftir þessum leik, mjög spenntar og hlökkum mikið til,“ sagði Ásta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Þetta verður fimmti bikarúrslitaleikurinn sem Ásta spilar, sá fjórði í röð og sá fjórði sem fyrirliði. Hún var einnig hluti af liðinu sem vann bikarinn 2018, en missti af öllu tímabilinu og bikartitlinum 2013 vegna meiðsla. Þá spilaði hún ekkert í bikarkeppninni þegar Breiðablik vann 2009 en þreytti frumraun sína sama ár í deildarkeppni, aðeins sextán ára gömul. Hugsar ekki um síðasta ár Hún hefur verið hjá Breiðablik alla tíð síðan og upplifað ýmsar hæðir og lægðir, ein af þeim lægðum var síðasta haust þegar úrslitaleikurinn gegn Lengjudeildarliði Víkings tapaðist. Á að bæta upp fyrir það í kvöld? „Jú að sjálfsögðu en nú er bara nýtt ár og nýtt mót. Bikarkeppnin byrjaði fyrir svolitlu síðan þannig að hausinn hefur verið á þessari bikarkeppni en við erum hungraðar, getum sagt það.“ Systirin snúin heim Í þetta sinn verður systir hennar aftur Ástu við hlið í vörninni, líkt og árin 2018 og 2021. Hún er nýsnúin aftur úr atvinnumennsku og spilaði síðasta deildarleik gegn Þór/KA. „Ótrúlega gott. Kristín er frábær leikmaður og þekkir vel til klúbbsins. Hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn.“ Góðir hlutir geta gerst Andstæðingur kvöldsins er Valur, lið sem Breiðablik þekkir vel og hefur barist við um titla í mörg ár. Hvað þarf að gera til að sækja sigurinn? „Það er góð spurning, það er bara fyrst og fremst að spila okkar leik. Hafa trú á okkar leikplani, hafa trú á okkur sjálfum. Svo lengi sem við gerum það og höldum okkur við leikplanið, verjumst vel og verjumst sem lið, þá geta margir góðir hlutir gerst,“ sagði Ásta að lokum. Klippa: Ásta Eir Árnadóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Sjá meira