„Mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 15:31 Systurnar geta leikið eftir afrek fyrri ára í kvöld. vísir Ásta Eir Árnadóttir leiðir lið Breiðabliks út á Laugardalsvöll í bikarúrslitaleiknum gegn Val í kvöld. „[Mér líður] bara mjög vel, allar mjög spenntar. Búnar að bíða svolítið lengi eftir þessum leik, mjög spenntar og hlökkum mikið til,“ sagði Ásta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Þetta verður fimmti bikarúrslitaleikurinn sem Ásta spilar, sá fjórði í röð og sá fjórði sem fyrirliði. Hún var einnig hluti af liðinu sem vann bikarinn 2018, en missti af öllu tímabilinu og bikartitlinum 2013 vegna meiðsla. Þá spilaði hún ekkert í bikarkeppninni þegar Breiðablik vann 2009 en þreytti frumraun sína sama ár í deildarkeppni, aðeins sextán ára gömul. Hugsar ekki um síðasta ár Hún hefur verið hjá Breiðablik alla tíð síðan og upplifað ýmsar hæðir og lægðir, ein af þeim lægðum var síðasta haust þegar úrslitaleikurinn gegn Lengjudeildarliði Víkings tapaðist. Á að bæta upp fyrir það í kvöld? „Jú að sjálfsögðu en nú er bara nýtt ár og nýtt mót. Bikarkeppnin byrjaði fyrir svolitlu síðan þannig að hausinn hefur verið á þessari bikarkeppni en við erum hungraðar, getum sagt það.“ Systirin snúin heim Í þetta sinn verður systir hennar aftur Ástu við hlið í vörninni, líkt og árin 2018 og 2021. Hún er nýsnúin aftur úr atvinnumennsku og spilaði síðasta deildarleik gegn Þór/KA. „Ótrúlega gott. Kristín er frábær leikmaður og þekkir vel til klúbbsins. Hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn.“ Góðir hlutir geta gerst Andstæðingur kvöldsins er Valur, lið sem Breiðablik þekkir vel og hefur barist við um titla í mörg ár. Hvað þarf að gera til að sækja sigurinn? „Það er góð spurning, það er bara fyrst og fremst að spila okkar leik. Hafa trú á okkar leikplani, hafa trú á okkur sjálfum. Svo lengi sem við gerum það og höldum okkur við leikplanið, verjumst vel og verjumst sem lið, þá geta margir góðir hlutir gerst,“ sagði Ásta að lokum. Klippa: Ásta Eir Árnadóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„[Mér líður] bara mjög vel, allar mjög spenntar. Búnar að bíða svolítið lengi eftir þessum leik, mjög spenntar og hlökkum mikið til,“ sagði Ásta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ. Þetta verður fimmti bikarúrslitaleikurinn sem Ásta spilar, sá fjórði í röð og sá fjórði sem fyrirliði. Hún var einnig hluti af liðinu sem vann bikarinn 2018, en missti af öllu tímabilinu og bikartitlinum 2013 vegna meiðsla. Þá spilaði hún ekkert í bikarkeppninni þegar Breiðablik vann 2009 en þreytti frumraun sína sama ár í deildarkeppni, aðeins sextán ára gömul. Hugsar ekki um síðasta ár Hún hefur verið hjá Breiðablik alla tíð síðan og upplifað ýmsar hæðir og lægðir, ein af þeim lægðum var síðasta haust þegar úrslitaleikurinn gegn Lengjudeildarliði Víkings tapaðist. Á að bæta upp fyrir það í kvöld? „Jú að sjálfsögðu en nú er bara nýtt ár og nýtt mót. Bikarkeppnin byrjaði fyrir svolitlu síðan þannig að hausinn hefur verið á þessari bikarkeppni en við erum hungraðar, getum sagt það.“ Systirin snúin heim Í þetta sinn verður systir hennar aftur Ástu við hlið í vörninni, líkt og árin 2018 og 2021. Hún er nýsnúin aftur úr atvinnumennsku og spilaði síðasta deildarleik gegn Þór/KA. „Ótrúlega gott. Kristín er frábær leikmaður og þekkir vel til klúbbsins. Hefur komið ótrúlega vel inn í þetta og mikill fengur fyrir okkur að fá hana inn.“ Góðir hlutir geta gerst Andstæðingur kvöldsins er Valur, lið sem Breiðablik þekkir vel og hefur barist við um titla í mörg ár. Hvað þarf að gera til að sækja sigurinn? „Það er góð spurning, það er bara fyrst og fremst að spila okkar leik. Hafa trú á okkar leikplani, hafa trú á okkur sjálfum. Svo lengi sem við gerum það og höldum okkur við leikplanið, verjumst vel og verjumst sem lið, þá geta margir góðir hlutir gerst,“ sagði Ásta að lokum. Klippa: Ásta Eir Árnadóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira