Flugfélagið Ernir svipt flugrekstrarleyfi Eiður Þór Árnason skrifar 16. ágúst 2024 16:22 TF - Ori, vél Flugfélagsins Ernis. Vísir/Friðrik Þór Samgöngustofa hefur svipt Flugfélagið Erni flugrekstrarleyfi sínu. Stjórnarformaður segir að það hafi staðið til í nokkurn tíma að leggja niður flugstarfsemi félagsins og færa hana inn í Mýflug. Síðarnefnda flugfélagið á meirihluta í Erni ásamt Jóhannesi Kristinssyni fjárfesti. „Við vorum búnir að vita það lengi að það þjónaði ekki okkar hagsmunum að reka tvö flugrekstrarleyfi,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis, í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Sigurður B Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis.Aðsend Hann segir það hafa haft áhrif að Mýflug missti samning um sjúkraflug um síðustu áramót eftir að hafa sinnt sjúkraflugi í átján ár. Eftir það hafi eigendur annars vegar staðið uppi með fjárhagslega sterkt félag sem var verkefnalítið og hins vegar flugfélag í langvarandi rekstrarerfiðleikum sem hafði verkefni. Unnið sé að því að sameina rekstur Ernis og Mýflugs í eitt félag. „Það að Ernir sé ekki með leyfið lengur er bara liður í því. Þetta er að mestu undirbúið, svona eins og hægt er að undirbúa svona hluti,“ segir Sigurður. Eigendur hafi beðið Vegagerðina um að leysa Erni frá samningi um áætlunarflug og Mýflug tekið við áætlunarflugi til og frá Höfn í Hornafirði. Merkilegri sögu lokið Að sögn Sigurðar hefur þetta ferli ekki leitt til rofs á þjónustu og búið hafi verið að færa flugmenn Ernis til Mýflugs fyrir um tveimur mánuðum. Ernir muni starfa áfram sem fyrirtæki og þjónusta Mýflug en félagið er enn með hlaðmenn í vinnu. Þá sé unnið að því að færa nítján sæta vél Ernis yfir á flugreksrarleyfi Mýflugs. „Ernir því miður var ekki fær um að halda þessu leyfi úti lengur.“ Sigurður segir það leitt að langri og merkilegri sögu Flugfélagsins Ernis í íslenskum flugrekstri endi með þessum hætti. Fréttastofan hefur fjallað um um söluna á Erni til núverandi eigenda og um stofnandann Hörð Guðmundsson. „Það er leitt að þessari sögu þurfi að ljúka og ljúki kannski ekki alveg á þeim forsendum sem allir eru sáttir við, það er bara mjög leiðinlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira
„Við vorum búnir að vita það lengi að það þjónaði ekki okkar hagsmunum að reka tvö flugrekstrarleyfi,“ segir Sigurður Bjarni Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis, í samtali við fréttastofu. Mbl.is greindi fyrst frá. Sigurður B Jónsson, stjórnarformaður Mýflugs og Ernis.Aðsend Hann segir það hafa haft áhrif að Mýflug missti samning um sjúkraflug um síðustu áramót eftir að hafa sinnt sjúkraflugi í átján ár. Eftir það hafi eigendur annars vegar staðið uppi með fjárhagslega sterkt félag sem var verkefnalítið og hins vegar flugfélag í langvarandi rekstrarerfiðleikum sem hafði verkefni. Unnið sé að því að sameina rekstur Ernis og Mýflugs í eitt félag. „Það að Ernir sé ekki með leyfið lengur er bara liður í því. Þetta er að mestu undirbúið, svona eins og hægt er að undirbúa svona hluti,“ segir Sigurður. Eigendur hafi beðið Vegagerðina um að leysa Erni frá samningi um áætlunarflug og Mýflug tekið við áætlunarflugi til og frá Höfn í Hornafirði. Merkilegri sögu lokið Að sögn Sigurðar hefur þetta ferli ekki leitt til rofs á þjónustu og búið hafi verið að færa flugmenn Ernis til Mýflugs fyrir um tveimur mánuðum. Ernir muni starfa áfram sem fyrirtæki og þjónusta Mýflug en félagið er enn með hlaðmenn í vinnu. Þá sé unnið að því að færa nítján sæta vél Ernis yfir á flugreksrarleyfi Mýflugs. „Ernir því miður var ekki fær um að halda þessu leyfi úti lengur.“ Sigurður segir það leitt að langri og merkilegri sögu Flugfélagsins Ernis í íslenskum flugrekstri endi með þessum hætti. Fréttastofan hefur fjallað um um söluna á Erni til núverandi eigenda og um stofnandann Hörð Guðmundsson. „Það er leitt að þessari sögu þurfi að ljúka og ljúki kannski ekki alveg á þeim forsendum sem allir eru sáttir við, það er bara mjög leiðinlegt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10 Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Sjá meira
Goðsögn í fluginu lent eftir yfir hálfrar aldar flugrekstur Brautryðjandi í íslenskum flugsamgöngum, Hörður Guðmundsson, er hættur flugrekstri, 54 árum eftir að hann stofnaði Flugfélagið Erni á Ísafirði. Hörður segir covid-heimsfaraldurinn hafa orðið til þess að hann missti eignarhaldið á félaginu en telur árin fyrir vestan standa upp úr. 25. júní 2024 21:10
Mýflug kaupir þriðjung í Erni og Hörður selur meirihlutann Eftir meira en hálfrar aldar rekstur hefur Hörður Guðmundsson selt meirihluta sinn í Flugfélaginu Erni og er Mýflug í Mývatnssveit orðinn þriðjungseigandi. Hörður segir að með þessu sé ætlunin að styrkja rekstur tveggja lítilla flugfélaga. 3. janúar 2023 19:30
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38