Kýrin Mugga bar þremur myndarlegum kvígum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. ágúst 2024 20:04 Úllen, Dúllen og Doff eru nöfnin á kvígunum en hér eru þær ásamt fréttamanni, sem gaf þeim mjólk úr pela. Aðsend Kýrin Mugga á bænum Steindyrum í Svarfaðardal er engin venjuleg kýr því hún bar þremur kálfum, allt hraustar kvígur. Það er mikil frjósemi í fjósinu á Steindyr því þar hafa fæðst töluvert af tvíkelfingum síðustu ár og nú síðast þríkelfingar í byrjun sumars, sem er mjög sjaldgæft og sérstakt. Bændurnir á bænum eru hjónin Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herbertsson en búið þeirra er mjög myndarlegt og allt til fyrirmyndar á bænum. En þetta eru ekki fyrstu þríkelfingarnir, sem kom í heiminn á bænum, ó nei. „Þetta er í annað skiptið á rúmu ári, sem við fáum þrjár kvígur en hinar dóu því miður allar. Ein lifði þó í dálítinn tíma en það var alveg sama hvað við gerðum. Þessar voru meðhöndlaðar eins og prinsessur, fengu allskonar vítamín og bætiefni og eru bara gríðarlega sprækar,” segir Gunnhildur. Og systurnar þrjár eru komnar með nöfn, Úllen, Dúllen og Doff. En hvernig gekk burðurinn hjá Muggu? „Hún bar bara sjálf að nóttu til. Sonur okkar var að leysa af, við vorum í fríi og þær voru bara þrjár pínu litlar eldsprækar hjá mömmu sinni þegar hann kom út um morguninn.” Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á Steindyr, sem er alsæl með þríkelfingana í fjósinu, sem eru sprækar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnhildur segir að Mugga sé afburðakýr, sem mjólki alltaf mjög vel og sé þægileg í umgengni. Faðir þríkelfinganna er nautið Óðinn með númerið 21002. „Mugga er undan kýr, sem hét Sí og hún var tvíkelfingur, þær hétu Sí og Æ, mamma hennar og móðursystir, þannig að þetta er á bak við hana,” segir Gunnhildur hlæjandi. Á bænum eru á milli 50 og 60 mjólkandi kýr, sem mjaltaþjónn sér um að mjólka. Allt er mjög snyrtilegt og til fyrirmyndar á Steindyr.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður nú um þríburasysturnar og hver er framtíð þeirra? „Þær vonandi bara lifa, fara út næsta sumar og leika sér og koma svo sprækar inn um tveggja ára og vonandi mjólka ekki minna en mamma sín.” Mugga hefur alltaf hugsað vel um kvígurnar sínar og reynst þeim velMagnús Hlynur Hreiðarsson En er gaman að fá svona marga kálfa í einu eða er þetta erfitt og leiðinlegt? „Þetta er gaman þegar þeir lifa allir og ekkert vesen en þetta er ekkert sérstaklega gott fyrir kýrnar, þetta tekur á þær, þannig að maður reynir að gera sérstaklega vel við þær svo þær haldi heilsu og holdum og komist í nyt,” segir Gunnhildur. Kýrnar á Steindyr mjólka mjög vel. Dalabyggð Frjósemi Landbúnaður Kýr Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Það er mikil frjósemi í fjósinu á Steindyr því þar hafa fæðst töluvert af tvíkelfingum síðustu ár og nú síðast þríkelfingar í byrjun sumars, sem er mjög sjaldgæft og sérstakt. Bændurnir á bænum eru hjónin Gunnhildur Gylfadóttir og Hjálmar Herbertsson en búið þeirra er mjög myndarlegt og allt til fyrirmyndar á bænum. En þetta eru ekki fyrstu þríkelfingarnir, sem kom í heiminn á bænum, ó nei. „Þetta er í annað skiptið á rúmu ári, sem við fáum þrjár kvígur en hinar dóu því miður allar. Ein lifði þó í dálítinn tíma en það var alveg sama hvað við gerðum. Þessar voru meðhöndlaðar eins og prinsessur, fengu allskonar vítamín og bætiefni og eru bara gríðarlega sprækar,” segir Gunnhildur. Og systurnar þrjár eru komnar með nöfn, Úllen, Dúllen og Doff. En hvernig gekk burðurinn hjá Muggu? „Hún bar bara sjálf að nóttu til. Sonur okkar var að leysa af, við vorum í fríi og þær voru bara þrjár pínu litlar eldsprækar hjá mömmu sinni þegar hann kom út um morguninn.” Gunnhildur Gylfadóttir, bóndi á Steindyr, sem er alsæl með þríkelfingana í fjósinu, sem eru sprækar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gunnhildur segir að Mugga sé afburðakýr, sem mjólki alltaf mjög vel og sé þægileg í umgengni. Faðir þríkelfinganna er nautið Óðinn með númerið 21002. „Mugga er undan kýr, sem hét Sí og hún var tvíkelfingur, þær hétu Sí og Æ, mamma hennar og móðursystir, þannig að þetta er á bak við hana,” segir Gunnhildur hlæjandi. Á bænum eru á milli 50 og 60 mjólkandi kýr, sem mjaltaþjónn sér um að mjólka. Allt er mjög snyrtilegt og til fyrirmyndar á Steindyr.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað verður nú um þríburasysturnar og hver er framtíð þeirra? „Þær vonandi bara lifa, fara út næsta sumar og leika sér og koma svo sprækar inn um tveggja ára og vonandi mjólka ekki minna en mamma sín.” Mugga hefur alltaf hugsað vel um kvígurnar sínar og reynst þeim velMagnús Hlynur Hreiðarsson En er gaman að fá svona marga kálfa í einu eða er þetta erfitt og leiðinlegt? „Þetta er gaman þegar þeir lifa allir og ekkert vesen en þetta er ekkert sérstaklega gott fyrir kýrnar, þetta tekur á þær, þannig að maður reynir að gera sérstaklega vel við þær svo þær haldi heilsu og holdum og komist í nyt,” segir Gunnhildur. Kýrnar á Steindyr mjólka mjög vel.
Dalabyggð Frjósemi Landbúnaður Kýr Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira