„Árbærinn er vaknaður“ Kári Mímisson skrifar 18. ágúst 2024 22:08 Fylkismenn unnu afar dýrmætan sigur í Kórnum í kvöld. vísir/Diego Fylkir vann mikilvægan 2-0 sigur á HK í kvöld í fallbaráttunni í Bestu deild karla nú í kvöld. Valur Páll Eiríksson ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara Fylkis strax að leik loknum. „Mér líður rosalega vel núna. Þetta var öflugur sigur og ég er gríðarlega stoltur af drengjunum.“ Sagði kampakátur Rúnar Páll. Með sigrinum komst Fylkir af botninum og yfir HK en liðið situr þó enn í fallsæti en hefur þó fengið gott veganesti með sigrinum í kvöld fyrir baráttuna sem er framundan er. Fylkir lenti manni færri undir þegar Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik eftir að hafa misst stjórnar á skapi sínu. Rúnar segir að liðið hafi áður þurft að leika manni færri í Kórnum og gert það vel. Hann segir sömuleiðis að lið sitt hafi styrkt sig við þetta mótlæti ásamt því að hrósa ungu mönnunum sem komu inn á í dag. „Við höfum lent áður manni færri hérna í Kórnum og átt okkar bestu leiki þannig. Við tvíefldumst við þetta og það var ekki að sjá að við værum einum færri. Við héldum áfram að spila, ýta á þá og þora. Við þurftum sigur og gátum ekki farið að leggjast í vörn og sætt okkur við eitt stig. Við vorum að undirbúa að setja tvo framherja inn á þegar við skorum fyrra markið og í stöðunni 1-0 og einum færri þurftum við frekar að hugsa um að setja inn öflugri varnarmenn inn á. Þá koma Daði og Stebbi inn sem eru báðir bakverðir og þeir koma gríðarlega öflugir inn í þetta. Stefán og Þóroddur gera þetta frábærlega í seinna markinu. Þannig að ég get ekki verið stoltari og þetta gerir liðið okkar sterkara og stækkar breiddina hjá okkur. Þessir strákar koma inn á og gera þetta gríðarlega vel. Það sama gerði Teddi líka í síðasta leik og núna koma Daði og Stefán inn. Það er frábært þegar menn nýta möguleikana sína sem þeir fá.“ Veit það best sjálfur að hann gerði mistök Spurður að því hvort að hann eigi eftir að ræða þetta rauða spjald við Halldór gefur Rúnar ekki mikið fyrir það og segir að Halldór viti best að hann hafi gert mistök í dag. „Að sjálfsögðu ræði ég þetta við hann. Hann veit það best sjálfur að hann gerði mistök og óþarfi að leggja áherslu á það við hann. Þetta eru fullorðnir menn og óþarfi að skamma þá eins og lítil börn, hann veit þetta best sjálfur og við þurfum ekkert að fara yfir það frekar.“ Rúnar Páll Sigmundsson fylgist alvarlegur með leiknum í Kórnum í kvöld.vísir/Diego Fylkir gerði svo gott sem út um leikinn þegar Þóroddur Víkingsson skoraði glæsilegt mark eftir góðan undirbúning frá hinum unga og efnilega Stefáni Gísla Stefánssyni. Hvað segir þjálfarinn um þetta mark? „Frábært mark. Vel gert hjá Matta að setja hann inn á Stefán sem átti frábæra fyrirgjöf á Þórodd sem klárar þetta fáránlega vel. Vel gert hjá þeim og enn og aftur þá er ég bara hrikalega ánægður með þennan sigur. Þetta gefur okkur aukinn kraft í þessa baráttu sem eftir er. Hver einasti leikur sem eftir er er bara úrslitaleikur. Við fórum inn í þennan leik sem slíkan. Nú er það FH á sunnudaginn og þann leik ætlum við að vinna á heimavelli. Það var fullt af fólki sem kom að styðja okkur í dag þannig að Árbærinn er vaknaður og vonandi fáum við frábæran stuðning frá þeim í lokabaráttuna.“ Besta deild karla Fylkir HK Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
„Mér líður rosalega vel núna. Þetta var öflugur sigur og ég er gríðarlega stoltur af drengjunum.“ Sagði kampakátur Rúnar Páll. Með sigrinum komst Fylkir af botninum og yfir HK en liðið situr þó enn í fallsæti en hefur þó fengið gott veganesti með sigrinum í kvöld fyrir baráttuna sem er framundan er. Fylkir lenti manni færri undir þegar Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik eftir að hafa misst stjórnar á skapi sínu. Rúnar segir að liðið hafi áður þurft að leika manni færri í Kórnum og gert það vel. Hann segir sömuleiðis að lið sitt hafi styrkt sig við þetta mótlæti ásamt því að hrósa ungu mönnunum sem komu inn á í dag. „Við höfum lent áður manni færri hérna í Kórnum og átt okkar bestu leiki þannig. Við tvíefldumst við þetta og það var ekki að sjá að við værum einum færri. Við héldum áfram að spila, ýta á þá og þora. Við þurftum sigur og gátum ekki farið að leggjast í vörn og sætt okkur við eitt stig. Við vorum að undirbúa að setja tvo framherja inn á þegar við skorum fyrra markið og í stöðunni 1-0 og einum færri þurftum við frekar að hugsa um að setja inn öflugri varnarmenn inn á. Þá koma Daði og Stebbi inn sem eru báðir bakverðir og þeir koma gríðarlega öflugir inn í þetta. Stefán og Þóroddur gera þetta frábærlega í seinna markinu. Þannig að ég get ekki verið stoltari og þetta gerir liðið okkar sterkara og stækkar breiddina hjá okkur. Þessir strákar koma inn á og gera þetta gríðarlega vel. Það sama gerði Teddi líka í síðasta leik og núna koma Daði og Stefán inn. Það er frábært þegar menn nýta möguleikana sína sem þeir fá.“ Veit það best sjálfur að hann gerði mistök Spurður að því hvort að hann eigi eftir að ræða þetta rauða spjald við Halldór gefur Rúnar ekki mikið fyrir það og segir að Halldór viti best að hann hafi gert mistök í dag. „Að sjálfsögðu ræði ég þetta við hann. Hann veit það best sjálfur að hann gerði mistök og óþarfi að leggja áherslu á það við hann. Þetta eru fullorðnir menn og óþarfi að skamma þá eins og lítil börn, hann veit þetta best sjálfur og við þurfum ekkert að fara yfir það frekar.“ Rúnar Páll Sigmundsson fylgist alvarlegur með leiknum í Kórnum í kvöld.vísir/Diego Fylkir gerði svo gott sem út um leikinn þegar Þóroddur Víkingsson skoraði glæsilegt mark eftir góðan undirbúning frá hinum unga og efnilega Stefáni Gísla Stefánssyni. Hvað segir þjálfarinn um þetta mark? „Frábært mark. Vel gert hjá Matta að setja hann inn á Stefán sem átti frábæra fyrirgjöf á Þórodd sem klárar þetta fáránlega vel. Vel gert hjá þeim og enn og aftur þá er ég bara hrikalega ánægður með þennan sigur. Þetta gefur okkur aukinn kraft í þessa baráttu sem eftir er. Hver einasti leikur sem eftir er er bara úrslitaleikur. Við fórum inn í þennan leik sem slíkan. Nú er það FH á sunnudaginn og þann leik ætlum við að vinna á heimavelli. Það var fullt af fólki sem kom að styðja okkur í dag þannig að Árbærinn er vaknaður og vonandi fáum við frábæran stuðning frá þeim í lokabaráttuna.“
Besta deild karla Fylkir HK Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn