Níræð tugþrautarkona með 35 heimsmet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 08:22 Hin níræða Flo Miller sést hér í stangarstökki en þar hefur hún margoft sett heimsmet í sínum aldursflokki. Skjámynd/ CBS Sunday Morning Florence Meiler er engin venjuleg íþróttakona því hún er enn á fullu í keppnisíþróttum þegar flestir á hennar aldri láta sér nægja létta göngutúra, stólinn og rúmið. Flo er nefnilega níræð og enn á fullu að keppa í íþróttum en hún er fyrir löngu orðin langamma. Þessi lífsglaða og orkumikla langamma lætur sér heldur ekki eina grein frjálsra íþrótta nægja því hún er tugþrautarkona. Tíu ólíkar greinar sem reyna á allan skrokkinn eins og hann leggur sig. Vinkonan plataði hana af stað Það er þó ekki eins og Meiler sé gömul íþróttakempa frá yngri árum sem hefur haldið áfram að keppa á efri árum. Hún byrjaði á þessu þegar hún var sextug. Flo sannar það því að það er aldrei of seint að byrja. „Vinkona mín, Barbara Jordan, grátbað mig um að koma með sér í öldungalið í frjálsum til að keppa á móti með henni. Ég bjóst aldrei við því að sú hugmynd hennar myndi breyta lífi mínu,“ segir Meiler. Flo Miller er mikil keppniskona og lætur sér ekki eina grein nægja.Skjámynd/ CBS Sunday Morning Meiler hefur síðan sett 35 heimsmet og keppir í fjölbreyttum greinum eins og 50, 100 og 400 metra hlaupum, 110 metra grindahlaupi, 1500 metra hlaupi, langstökki, hástökki, þrístökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og stangarstökki. Vill fá tugþrautina inn á ÓL Tugþrautin er aðeins fyrir karlmenn á Ólympíuleikum en konurnar keppa í sjöþraut. Hin níræða Flo segist vera að vinna í því að breyta því. Hún hefur athyglisvert mottó í lífinu. „Innblástur kemur þér af stað en vaninn heldur þér gangandi,“ segir Meiler. CBS fjallaði sérstaklega um Flo í Sunday Morning þætti sínum enda hafa tilþrif hennar vakið mikla athygli. Þátturinn var sýndur í tengslum við Ólympíuleikana í París og má nálgast hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h2LowCfaGUo">watch on YouTube</a> Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira
Flo er nefnilega níræð og enn á fullu að keppa í íþróttum en hún er fyrir löngu orðin langamma. Þessi lífsglaða og orkumikla langamma lætur sér heldur ekki eina grein frjálsra íþrótta nægja því hún er tugþrautarkona. Tíu ólíkar greinar sem reyna á allan skrokkinn eins og hann leggur sig. Vinkonan plataði hana af stað Það er þó ekki eins og Meiler sé gömul íþróttakempa frá yngri árum sem hefur haldið áfram að keppa á efri árum. Hún byrjaði á þessu þegar hún var sextug. Flo sannar það því að það er aldrei of seint að byrja. „Vinkona mín, Barbara Jordan, grátbað mig um að koma með sér í öldungalið í frjálsum til að keppa á móti með henni. Ég bjóst aldrei við því að sú hugmynd hennar myndi breyta lífi mínu,“ segir Meiler. Flo Miller er mikil keppniskona og lætur sér ekki eina grein nægja.Skjámynd/ CBS Sunday Morning Meiler hefur síðan sett 35 heimsmet og keppir í fjölbreyttum greinum eins og 50, 100 og 400 metra hlaupum, 110 metra grindahlaupi, 1500 metra hlaupi, langstökki, hástökki, þrístökki, kúluvarpi, kringlukasti, spjótkasti og stangarstökki. Vill fá tugþrautina inn á ÓL Tugþrautin er aðeins fyrir karlmenn á Ólympíuleikum en konurnar keppa í sjöþraut. Hin níræða Flo segist vera að vinna í því að breyta því. Hún hefur athyglisvert mottó í lífinu. „Innblástur kemur þér af stað en vaninn heldur þér gangandi,“ segir Meiler. CBS fjallaði sérstaklega um Flo í Sunday Morning þætti sínum enda hafa tilþrif hennar vakið mikla athygli. Þátturinn var sýndur í tengslum við Ólympíuleikana í París og má nálgast hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=h2LowCfaGUo">watch on YouTube</a>
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Sjá meira